Klaufir snyrtar í sérstökum klaufsnyrtibás Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2023 20:04 Birkir mælir með því að kýr séu klaufsnyrtar tvisvar á ári. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeim líður vel á eftir kúnum, sem fá klaufsnyrtingu í nýjum klaufsnyrtibás, sem Kynbótastöð Suðurlands var að festa kaup á. Mjög mikilvægt er að snyrta klaufir kúa líkt og hjá mannfólkinu þegar við klippum á okkur neglurnar. Birkir Þrastarson, sem er starfsmaður klaufsnyrtibássins var að klippa klaufir á kúnum í fjósinu á Stóra Ármóti i Flóa þegar þessar myndir voru teknar. Kýrnar eru reknar inn í básinn og svo tekur snyrtingin við af mikilli fagmennsku. „Ég er að rétta fótastöðu beljunnar. Þetta er með nýrri aðferð, sem ég lærði erlendis í febrúar. Ég klippi meira eftir fótastöðunni en er ekki að reyna að ná þessari hefðbundnu klauf í rauninni eins og klaufin á að líta út, heldur fer ég eftir fótastöðunni. Það er minna helti við þetta og þetta fer betur með gripinn í staðinn fyrir að vera að breyta vinklum á tálínu,“ segir Birkir. En hversu mikilvægt er að snyrta klaufir? „Það er bara mjög mikilvægt. Þetta er bara svipað ef við klippum aldrei neglurnar á okkur sjálfum. Þetta snýst bara um dýravelferð og svo bara kemur þetta beint í tankinn líka hjá bænum“. Og þær fara ánægðar út úr básnum hjá þér? „Flest allar held ég en þær eru ekki alltaf ánægðar að fara inn í hann,“ segir Birkir. Kýrnar er misánægðar inn í básnum en allar mjög ánægðar þegar þær hafa fengið snyrtinguna á klaufunum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En líður kúnum ekki miklu betur eftir að þær eru búnar að fara í gegnum básinn og fá þessa snyrtingu? „Jú, jú segir Birkir, miklu betur enda meira en nóg að gera hjá honum að fara með básinn á milli fjósa. Hann mælir með því að kýrnar séu klaufsnyrtar tvisvar á ári ef vel á að vera. Hvað er skemmtilegast við þetta starf? „Ætli það sé ekki að hitta passlega skrýtna bændur en erum við ekki öll meira og minna skrýtin,“ segir Birkir og hlær. Birkir er mjög ánægður með nýja klaufsnyrtibásinn, sem Kynbótastöð Suðurlands keypti nýlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Birkir Þrastarson, sem er starfsmaður klaufsnyrtibássins var að klippa klaufir á kúnum í fjósinu á Stóra Ármóti i Flóa þegar þessar myndir voru teknar. Kýrnar eru reknar inn í básinn og svo tekur snyrtingin við af mikilli fagmennsku. „Ég er að rétta fótastöðu beljunnar. Þetta er með nýrri aðferð, sem ég lærði erlendis í febrúar. Ég klippi meira eftir fótastöðunni en er ekki að reyna að ná þessari hefðbundnu klauf í rauninni eins og klaufin á að líta út, heldur fer ég eftir fótastöðunni. Það er minna helti við þetta og þetta fer betur með gripinn í staðinn fyrir að vera að breyta vinklum á tálínu,“ segir Birkir. En hversu mikilvægt er að snyrta klaufir? „Það er bara mjög mikilvægt. Þetta er bara svipað ef við klippum aldrei neglurnar á okkur sjálfum. Þetta snýst bara um dýravelferð og svo bara kemur þetta beint í tankinn líka hjá bænum“. Og þær fara ánægðar út úr básnum hjá þér? „Flest allar held ég en þær eru ekki alltaf ánægðar að fara inn í hann,“ segir Birkir. Kýrnar er misánægðar inn í básnum en allar mjög ánægðar þegar þær hafa fengið snyrtinguna á klaufunum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En líður kúnum ekki miklu betur eftir að þær eru búnar að fara í gegnum básinn og fá þessa snyrtingu? „Jú, jú segir Birkir, miklu betur enda meira en nóg að gera hjá honum að fara með básinn á milli fjósa. Hann mælir með því að kýrnar séu klaufsnyrtar tvisvar á ári ef vel á að vera. Hvað er skemmtilegast við þetta starf? „Ætli það sé ekki að hitta passlega skrýtna bændur en erum við ekki öll meira og minna skrýtin,“ segir Birkir og hlær. Birkir er mjög ánægður með nýja klaufsnyrtibásinn, sem Kynbótastöð Suðurlands keypti nýlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira