Sport

Man.City þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigri gegn Southampton

Hjörvar Ólafsson skrifar
Erling Braut Haaland braut ísinn fyrir Manchester City.
Erling Braut Haaland braut ísinn fyrir Manchester City. Vísir/Getty

Manchester City vann þægilegan sigur þegar liðið sótti botnlið ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla, Southampton, heim á St. Mary's í kvöld. Þegar yfir lauk hafði Manchester City skorað fjögur mörk gegn einu marki Southampton. 

Það var kunnuglegt stef þegar Manchester City komst yfir undir lok fyrri hálfleiks. Kevin De Bruyne lagði þá upp mark Erling Braut Haaland. 

Jack Grealish tvöfaldaði svo forystu Manchester City eftir tæplega stundarfjórðungs leik í seinni háfleik og Haaland var svo aftur á ferðinni um það bil 10 mínútum síðar. 

Norski framherjinn hefur nú skorað 30 mörk í deildinni á yfirstanandi leiktíð og er lang markahæstur. 

Sekou Mara minnkaði svo muninn fyrir Southampton áður en Julian Alvarez rak síðasta naglann í líkkistu Dýrlinganna. 

Manchester City minnkaði forskot Arsenal á toppi deildarinnar í fimm stig með þessum sigri. Skytturnar sækja Liverpool heim síðdegis á morgun, páskadag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×