Innlent

„Líkaminn þolir kannski bara ekki fimm daga drykkju“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slökkvilið fór í 90 sjúkraflutninga í gær og í nótt.
Slökkvilið fór í 90 sjúkraflutninga í gær og í nótt. Vísir/Vilhelm

Talsverður erill var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær og í nótt. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að drykkja fólks yfir páskana hafi haft nokkuð um það að segja.

 Í færslu sem slökkviliðið birti á Facebook í morgun kemur fram að liðið hafi farið í 90 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn og þrjú útköll hafi borist þar sem þörf var á dælubíl.

„Helmingur útkalla sjúkrabíla foru forgangsflutningar sem er langt yfir meðaltali og fóru mörg þessara útkalla áfengistengd eins og oft áður,“ segir í færslunni. 

Í samtali við Vísi segir varðstjóri hjá slökkviliðinu að útskýringin sé einföld, og tengist páskafríinu sem senn er á enda hjá flestum.

„Það er löng drykkja hjá fólki, sem er kannski búið að vera drekka miðvikudagskvöld, fimmtudagskvöld, föstudagskvöld, laugardagskvöld og svo sunnudagskvöld. Það er orðið þreytt og þá dettur fólk kannski frekar.“

Því hafi útköllin sem um ræðir bæði verið vegna þess að fólk hafi slasast, í bland við almenn veikindi sem rekja megi til margra daga drykkju.

„Líkaminn þolir kannski bara ekki fimm daga drykkju,“ segir hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×