Fantamikill Fanta-skortur tilkominn vegna nýs vélabúnaðar Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2023 11:35 Það hefur verið Fanta-skortur á landinu undanfarið. Samsett/Vísir/Coca-Cola Neytendur hafa tekið eftir því undanfarið að Fanta og Coke Light hafa verið illfáanleg í verslunum. Ástæðan er hik á framleiðslu drykkjanna í kjölfar fjárfestingar Coca-Cola á nýjum vélabúnaði hérlendis. Markaðsstjóri segir fyrirtækið reyna að anna eftirspurn en þurfi líka að forgangsraða. Ástæðan fyrir skorti á ýmsum drykkjum Coca-Cola í verslunum er að sögn Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra óáfengra drykkja hjá Coca-Cola, tilkomin vegna breytinga á vélabúnaði og hiks í framleiðslu í kjölfar þeirra. Breytingarnar eru m.a. tilkomnar vegna Evróputilskipunar sem skyldar framleiðendur til að framleiða flöskur með áföstum töppum. „Við erum að fjárfesta í nýjum vélabúnaði og það var smá hik til að byrja með en þetta er allt komið á fullt,“ sagði Stefán Magnússon aðspurður út í meintan Fantaskort. Og bætti strax við „En það er nóg til í dósum.“ Reyna að sinna eftirspurninni en þurfa að forgangsraða „Við vorum að skipta út línunum okkar og fórum í umhverfisvænni vélabúnað og þurftum að byggja upp lager sem átti að duga í heilan mánuð, taka niður gömlu vélarnar og setja inn þær nýju. Það er allt komið í gang en það voru einhver vörunúmer sem kláruðust,“ sagði Stefán um breytingarnar. Nýju tapparnir hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá viðskiptavinum Coca Cola á Íslandi.Aðsend „Við erum bara að reyna að anna eftirspurninni en erum smá eftir á í þessu sem getur gerst þegar það er verið að gera eitthvað nýtt.“ Stefán segir að þau séu að framleiða allt á fullu en þurfi þó að forgangsraða. „Við framleiðum fyrst það sem selst best,“ segir hann og bætir við að svona stórum breytingum fylgi líka strangari gæðaúttektir en vanalega sem séu tímafrekar. Flöskurnar með áföstu töppunum sem Vísir fjallað um nýlega er hluti af þessari nýju línu sem Coca-Cola er að ráðast í. Að sögn Stefáns eru nýju tapparnir mikil breyting fyrir neytendur og það sé viðbúið að einhverjir verði ósáttir og muni þurfa að venjast breytingunum. Aftur á móti sé þetta krafa á alla framleiðendur í Evrópu enda Evróputilskipun. Þetta sé því framtíðin hjá öllum. Neytendur Gosdrykkir Tengdar fréttir Nýtt á Íslandi - Áfastir tappar á plastflöskum Nýir tappar á plastflöskur hafa fengið góðar viðtökur en tappana er hægt að sveigja aftur án þess að losa hann af flöskunni. Tilgangurinn er að allt plast, sem fylgir flöskunni sé endurunnið saman. 7. apríl 2023 20:05 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sjá meira
Ástæðan fyrir skorti á ýmsum drykkjum Coca-Cola í verslunum er að sögn Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra óáfengra drykkja hjá Coca-Cola, tilkomin vegna breytinga á vélabúnaði og hiks í framleiðslu í kjölfar þeirra. Breytingarnar eru m.a. tilkomnar vegna Evróputilskipunar sem skyldar framleiðendur til að framleiða flöskur með áföstum töppum. „Við erum að fjárfesta í nýjum vélabúnaði og það var smá hik til að byrja með en þetta er allt komið á fullt,“ sagði Stefán Magnússon aðspurður út í meintan Fantaskort. Og bætti strax við „En það er nóg til í dósum.“ Reyna að sinna eftirspurninni en þurfa að forgangsraða „Við vorum að skipta út línunum okkar og fórum í umhverfisvænni vélabúnað og þurftum að byggja upp lager sem átti að duga í heilan mánuð, taka niður gömlu vélarnar og setja inn þær nýju. Það er allt komið í gang en það voru einhver vörunúmer sem kláruðust,“ sagði Stefán um breytingarnar. Nýju tapparnir hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá viðskiptavinum Coca Cola á Íslandi.Aðsend „Við erum bara að reyna að anna eftirspurninni en erum smá eftir á í þessu sem getur gerst þegar það er verið að gera eitthvað nýtt.“ Stefán segir að þau séu að framleiða allt á fullu en þurfi þó að forgangsraða. „Við framleiðum fyrst það sem selst best,“ segir hann og bætir við að svona stórum breytingum fylgi líka strangari gæðaúttektir en vanalega sem séu tímafrekar. Flöskurnar með áföstu töppunum sem Vísir fjallað um nýlega er hluti af þessari nýju línu sem Coca-Cola er að ráðast í. Að sögn Stefáns eru nýju tapparnir mikil breyting fyrir neytendur og það sé viðbúið að einhverjir verði ósáttir og muni þurfa að venjast breytingunum. Aftur á móti sé þetta krafa á alla framleiðendur í Evrópu enda Evróputilskipun. Þetta sé því framtíðin hjá öllum.
Neytendur Gosdrykkir Tengdar fréttir Nýtt á Íslandi - Áfastir tappar á plastflöskum Nýir tappar á plastflöskur hafa fengið góðar viðtökur en tappana er hægt að sveigja aftur án þess að losa hann af flöskunni. Tilgangurinn er að allt plast, sem fylgir flöskunni sé endurunnið saman. 7. apríl 2023 20:05 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sjá meira
Nýtt á Íslandi - Áfastir tappar á plastflöskum Nýir tappar á plastflöskur hafa fengið góðar viðtökur en tappana er hægt að sveigja aftur án þess að losa hann af flöskunni. Tilgangurinn er að allt plast, sem fylgir flöskunni sé endurunnið saman. 7. apríl 2023 20:05