Hjalti Þór eftir að Keflavík braut sópinn: Megum ekki fara of hátt upp Siggeir F. Ævarsson skrifar 12. apríl 2023 20:50 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar unnu yfirburða sigur á Tindastóli í kvöld í þriðju viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla, lokatölur 100-78. Keflvíkingar virtust vera með góð tök á leiknum allt frá upphafi og gestirnir aldrei líklegir til að gera leikinn spennandi. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, vildi ekki fara fram úr sér í gleðinni en tók undir að hans menn hafi náð að sýna sitt rétta andlit í kvöld. „Það má segja það. Allir sem komu inn á voru að leggja í púkkið og allir tilbúnir að leggja sig fram. Bara virkilega flott. Við vorum líka alveg heppnir að þeir voru ekki að hitta eins vel og áður. Við megum ekki fara of hátt upp. Þeir voru kannski ekkert endilega að spila sinn besta leik. Þannig að við þurfum að vera klárir í næsta leik.“ Talandi um að leggja í púkkið, þá átti Ólafur Ingi Styrmisson magnaða innkomu af bekknum. Á 24 mínútum skoraði hann 16 stig og klikkaði ekki úr skoti. Fjórir þristar og tvær kraftmiklar troðslur sem kveiktu í áhorfendum. „Hann auðvitað byrjaði tímabilið frábærlega og var virkilega flottur. En svo var hann meiddur heillengi en er aðeins að koma til baka og er orðinn heill núna. Hann er bara að sýna hvað hann getur.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að Keflvíkingar ættu bara eitt líf eftir en Skagfirðingar þrjú, og verkefni kvöldsins væri að taka eitt af þeim. Verkefnið er því hvergi nærri búið, framundan er ferð norður yfir heiðar, og það má reikna með að lætin og stemmingin í Síkinu verði ekki minni en í Blue-höllinni í kvöld. „Það verður bara áskorun fyrir okkur. Það er risa áskorun að fara á Krókinn og taka þá. Það er bara þannig. Við eigum ennþá eitt líf og þeir eiga tvö. Við tókum eitt líf af þeim núna. Við bara förum brattir á Krókinn og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að taka þá þar,“ sagði Hjalti Þór að lokum, stóískur að vanda. Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, vildi ekki fara fram úr sér í gleðinni en tók undir að hans menn hafi náð að sýna sitt rétta andlit í kvöld. „Það má segja það. Allir sem komu inn á voru að leggja í púkkið og allir tilbúnir að leggja sig fram. Bara virkilega flott. Við vorum líka alveg heppnir að þeir voru ekki að hitta eins vel og áður. Við megum ekki fara of hátt upp. Þeir voru kannski ekkert endilega að spila sinn besta leik. Þannig að við þurfum að vera klárir í næsta leik.“ Talandi um að leggja í púkkið, þá átti Ólafur Ingi Styrmisson magnaða innkomu af bekknum. Á 24 mínútum skoraði hann 16 stig og klikkaði ekki úr skoti. Fjórir þristar og tvær kraftmiklar troðslur sem kveiktu í áhorfendum. „Hann auðvitað byrjaði tímabilið frábærlega og var virkilega flottur. En svo var hann meiddur heillengi en er aðeins að koma til baka og er orðinn heill núna. Hann er bara að sýna hvað hann getur.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að Keflvíkingar ættu bara eitt líf eftir en Skagfirðingar þrjú, og verkefni kvöldsins væri að taka eitt af þeim. Verkefnið er því hvergi nærri búið, framundan er ferð norður yfir heiðar, og það má reikna með að lætin og stemmingin í Síkinu verði ekki minni en í Blue-höllinni í kvöld. „Það verður bara áskorun fyrir okkur. Það er risa áskorun að fara á Krókinn og taka þá. Það er bara þannig. Við eigum ennþá eitt líf og þeir eiga tvö. Við tókum eitt líf af þeim núna. Við bara förum brattir á Krókinn og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að taka þá þar,“ sagði Hjalti Þór að lokum, stóískur að vanda.
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira