Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2023 21:36 Húsnæði Reykjavík Konsúlat Hotel við Hafnarstræti 17-19 er í eigu Suðurhúsa, sem er í meirihlutaeigu Skúla Gunnars Sigfússonar, oftast kenndur við Subway. Icelandair Hotels Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. Málið snýst um leigugreiðslur Berjaya og Icelandair Group til Suðurhúsa ehf. fyrir húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Hótelkeðjan greiddi aðeins fimmtung af umsaminni leigu þegar faraldurinn stóð sem hæst frá apríl til nóvember 2020. Bar keðjan fyrir sig ófyrirséð og óviðráðanleg atvik (force majeure) um að hún þyrfti ekki að greiða fulla leigu með vísan til faraldursins. Hótelinu var lokað um tíma og var keðjan rekin með miklu tapi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrirtækin tvö upphaflega til þess að greiða Suðurhúsum vongoldna leigu enda væri ekkert ákvæði um ófyrirséð atvik í samningi þeirra. Þau áfrýjuðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að um ófyrirséð atvik hefði vissulega verið að ræða. Það þýddi þó ekki að greiðslurnar féllu niður eftir að faraldrinum lauk. Berjaya og Icelandair Group var gert að greiða Suðurhúsum sameiginlega 109 milljónir króna í vangoldna húsaleigu. Icelandair Group þurfti auk þess að greiða eitt 137 milljónir króna. Berjaya og Icelandair Group lögðu í kjölfarið fram málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Byggðu fyrirtækin á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi um áhrif ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika á skuldbindingargildi samninga í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hæstiréttur féllst á beiðnina á þeim forsendum að dómur í málinu gæti haft verulegt almennt gildi um efndir og uppgjör í samningssambandi með hliðsjón af áhrifum ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika og þýðingu ógildingarreglna samningaréttar við slíkt uppgjör. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Málið snýst um leigugreiðslur Berjaya og Icelandair Group til Suðurhúsa ehf. fyrir húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Hótelkeðjan greiddi aðeins fimmtung af umsaminni leigu þegar faraldurinn stóð sem hæst frá apríl til nóvember 2020. Bar keðjan fyrir sig ófyrirséð og óviðráðanleg atvik (force majeure) um að hún þyrfti ekki að greiða fulla leigu með vísan til faraldursins. Hótelinu var lokað um tíma og var keðjan rekin með miklu tapi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrirtækin tvö upphaflega til þess að greiða Suðurhúsum vongoldna leigu enda væri ekkert ákvæði um ófyrirséð atvik í samningi þeirra. Þau áfrýjuðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að um ófyrirséð atvik hefði vissulega verið að ræða. Það þýddi þó ekki að greiðslurnar féllu niður eftir að faraldrinum lauk. Berjaya og Icelandair Group var gert að greiða Suðurhúsum sameiginlega 109 milljónir króna í vangoldna húsaleigu. Icelandair Group þurfti auk þess að greiða eitt 137 milljónir króna. Berjaya og Icelandair Group lögðu í kjölfarið fram málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Byggðu fyrirtækin á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi um áhrif ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika á skuldbindingargildi samninga í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hæstiréttur féllst á beiðnina á þeim forsendum að dómur í málinu gæti haft verulegt almennt gildi um efndir og uppgjör í samningssambandi með hliðsjón af áhrifum ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika og þýðingu ógildingarreglna samningaréttar við slíkt uppgjör.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira