Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum höldum við áfram umfjöllun okkar um fjárhagslega stöðu sveitarfélaga landsins.

Ófjármagnaðar skuldbindingar sem ríkið hefur lagt á sveitarfélögin vegna málefna fatlaðra er að sliga fjárhag sveitarfélaganna segir sviðstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 

Einnig fjöllum við um hagsmunaskráningu þingmanna sem stundum virðast gleyma að skrá fjárhagslegar upplýsingar um sjálfa sig sem þó á að gera. 

Þá fylgjumst við áfram með máli Sverris Þórs Gunnarssonar sem var handtekinn í Brasilíu í vikunni. Hann gæti átt yfir höfði sér 40 ára fangelsi. 

Einnig heyrum við í forsvarsmanni stærsta gönguskíðamóts lands sem hefst á  Ísafirði í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×