Tekur við stöðu sviðsstjóra tæknisviðs HR Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2023 13:43 Ólafur Eysteinn Sigurjónsson hefur starfað við kennslu á sviði verkfræði í HR í nær 15 ár sem prófessor, lektor og dósent. HR Ólafur Eysteinn Sigurjónsson hefur verið ráðinn sviðsforseti tæknisviðs Háskólans í Reykjavík. Í tilkynningu segir að Ólafur Eysteinn hafi starfað við kennslu á sviði verkfræði í HR í nær fimmtán ár sem prófessor, lektor og dósent, samhliða því að leiða viðamikla starfsemi hjá Blóðbanka Landspítala. „Ólafur Eysteinn hlaut rannsóknarverðlaun HR árið 2019. Innan tæknisviðs HR eru tölvunarfræðideild, verkfræðideild og iðn- og tæknifræðideild. Tæknisvið HR útskrifar flest tæknimenntað fólk hér á landi, allt frá grunnnámi upp á doktorsstig, og þar eru meðal annars starfrækt öflug alþjóðleg rannsóknasetur á sviði heilbrigðisvísinda. Ólafur Eysteinn hefur verið prófessor í verkfræði og nánar tiltekið heilbrigðisverkfræði við HR síðan 2017, var þar áður dósent frá 2014 og lektor frá 2008. Hann hefur meðal annars kennt sameinda- og frumulíffræði, vefjaverkfræði, lífaflfræði og lífefnisfræði. Ólafur Eysteinn hefur verið forstöðumaður rannsókna, nýsköpunar og stofnfrumuvinnslu Blóðbanka Landspítala frá árinu 2006 og er samhliða því klínískur prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hann er enn fremur stofnandi og annar af eigendum nýsköpunarfyrirtækisins Platome líftækni og gegnir stöðu rannsóknarstjóra við fyrirtækið. Ólafur Eysteinn hefur setið í stjórn Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna frá árinu 2013 og verið forseti þeirra frá árinu 2016. Hann hefur meðal annars stundað rannsóknir á sviði endurmyndunarlæknisfræði (regenerative medicine), vefjaverkfræði og blóðbankafræði. Við veitingu rannsóknaverðlauna HR til hans árið 2019 var horft til fjölda þátta eins og birtinga á ritrýndum vettvangi, öflun styrkja, framlags til alþjóðlegs vísindasamfélags, þjálfun nemenda í rannsóknum og tengingu rannsókna við atvinnulíf og samfélag. Ólafur Eysteinn hefur á starfsferli sínum verið afkastamikill rannsakandi og öflugur í nýsköpunarstarfi, hann hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu rannsóknastarfi og átt þátt í, eða borið ábyrgð á, öflun 45 stærri og smærri rannsóknarstyrkja. Ólafur Eysteinn er fæddur árið 1974 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1994, BS-gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MS-gráðu í lífvísindum frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2001. Árið 2006 varði Ólafur doktorsritgerð við Ónæmisfræðistofnun Ríkisháskólasjúkrahússins í Ósló og við Lífeðlisfræðistofnun læknadeildar Háskólans í Ósló. Fyrir ritgerðina, sem fjallar um hæfileika stofnfrumna til mismunandi sérhæfingar, hlaut hann gullorðu Haraldar Noregskonungs,“ segir um Ólaf Eystein í tilkynningunni. Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Sjá meira
Í tilkynningu segir að Ólafur Eysteinn hafi starfað við kennslu á sviði verkfræði í HR í nær fimmtán ár sem prófessor, lektor og dósent, samhliða því að leiða viðamikla starfsemi hjá Blóðbanka Landspítala. „Ólafur Eysteinn hlaut rannsóknarverðlaun HR árið 2019. Innan tæknisviðs HR eru tölvunarfræðideild, verkfræðideild og iðn- og tæknifræðideild. Tæknisvið HR útskrifar flest tæknimenntað fólk hér á landi, allt frá grunnnámi upp á doktorsstig, og þar eru meðal annars starfrækt öflug alþjóðleg rannsóknasetur á sviði heilbrigðisvísinda. Ólafur Eysteinn hefur verið prófessor í verkfræði og nánar tiltekið heilbrigðisverkfræði við HR síðan 2017, var þar áður dósent frá 2014 og lektor frá 2008. Hann hefur meðal annars kennt sameinda- og frumulíffræði, vefjaverkfræði, lífaflfræði og lífefnisfræði. Ólafur Eysteinn hefur verið forstöðumaður rannsókna, nýsköpunar og stofnfrumuvinnslu Blóðbanka Landspítala frá árinu 2006 og er samhliða því klínískur prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hann er enn fremur stofnandi og annar af eigendum nýsköpunarfyrirtækisins Platome líftækni og gegnir stöðu rannsóknarstjóra við fyrirtækið. Ólafur Eysteinn hefur setið í stjórn Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna frá árinu 2013 og verið forseti þeirra frá árinu 2016. Hann hefur meðal annars stundað rannsóknir á sviði endurmyndunarlæknisfræði (regenerative medicine), vefjaverkfræði og blóðbankafræði. Við veitingu rannsóknaverðlauna HR til hans árið 2019 var horft til fjölda þátta eins og birtinga á ritrýndum vettvangi, öflun styrkja, framlags til alþjóðlegs vísindasamfélags, þjálfun nemenda í rannsóknum og tengingu rannsókna við atvinnulíf og samfélag. Ólafur Eysteinn hefur á starfsferli sínum verið afkastamikill rannsakandi og öflugur í nýsköpunarstarfi, hann hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu rannsóknastarfi og átt þátt í, eða borið ábyrgð á, öflun 45 stærri og smærri rannsóknarstyrkja. Ólafur Eysteinn er fæddur árið 1974 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1994, BS-gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MS-gráðu í lífvísindum frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2001. Árið 2006 varði Ólafur doktorsritgerð við Ónæmisfræðistofnun Ríkisháskólasjúkrahússins í Ósló og við Lífeðlisfræðistofnun læknadeildar Háskólans í Ósló. Fyrir ritgerðina, sem fjallar um hæfileika stofnfrumna til mismunandi sérhæfingar, hlaut hann gullorðu Haraldar Noregskonungs,“ segir um Ólaf Eystein í tilkynningunni.
Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Sjá meira