Nef Zlatan til sölu fyrir tæpar 15 milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 10:30 Zlatan Ibrahimovic í leik með AC Milan. Vísir/Getty Nefið af styttunni sem gerð var af Zlatan Ibrahimovic virðist vera til sölu en hópur sem kallar sig „The Noze Club“ hefur boðið ýmsum það til kaups á síðustu dögum. Zlatan Ibrahimovic á að baki glæstan feril í Evrópufótboltanum síðustu tvo áratugina en hann gekk til liðs við Ajax árið 2001 frá Malmö FF og hefur síðan þá leikið með liðum eins og Juventus, Barcelona, Manchester United og PSG og unnið meistaratitla í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Lengi vel var Zlatan goðsögn hjá heimaliði sínu Malmö FF og þegar sænska knattspyrnusambandið ákvað að búin yrði til stytta af Zlatan, í tilefni þess að hann var orðinn markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi, þá varð fyrir valinu að koma henni fyrir utan heimavöll Malmö FF. Styttan var alls 2,7 metrar á hæð og 500 kíló en styttan en hún var gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu. Hún var sett upp í október 2019 að viðstöddu fjölmenni og að sjálfsögðu mætti Zlatan sjálfur á svæðið. Í nóvember 2019 fékk Ibrahimovic hins vegar stuðningsmenn Malmö FF upp á móti sér. Þá var tilkynnt að hann hefði keypt hlut í Hammarby sem eru mótherjar Malmö í sænsku deildinni. Skemmdarverk voru unnin á styttunni, nefið sagað af henni og hún felld. Styttan var á endanum fjarlægð og hefur ekki verið sett upp á nýjan leik þó rætt hafi verið um að það standi til. Nú er nef upprunalegu styttunnar hins vegar til sölu. Hópur sem kallar sig „The Noze Club“ hefur boðið ýmsum aðilum það til kaups fyrir 1,1 milljón sænskra króna sem gera tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Tilboð hefur verið sent í tölvupósti til Janne Grönholm, sem er formaður umhverfisnefndar Malmöborgar, borgarstjóra Mílanó, Guiseppe Sala, og nokkurra blaðamanna. Nefið var sagað af styttunni þegar hún var sett upp.Vísir/EPA Í viðhengi var mynd af nefinu en bréfið er skrifað á ensku. Ekki er ljóst hverjir standa að baki hópnum en Sydsvenskan greinir frá málinu. Styttan er nú geymd á leynilegum stað en „The Noze Club“ segist vita hvar hún sé og muni halda skemmdarverkum áfram verði hún sett upp á nýjan leik. Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic á að baki glæstan feril í Evrópufótboltanum síðustu tvo áratugina en hann gekk til liðs við Ajax árið 2001 frá Malmö FF og hefur síðan þá leikið með liðum eins og Juventus, Barcelona, Manchester United og PSG og unnið meistaratitla í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Lengi vel var Zlatan goðsögn hjá heimaliði sínu Malmö FF og þegar sænska knattspyrnusambandið ákvað að búin yrði til stytta af Zlatan, í tilefni þess að hann var orðinn markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi, þá varð fyrir valinu að koma henni fyrir utan heimavöll Malmö FF. Styttan var alls 2,7 metrar á hæð og 500 kíló en styttan en hún var gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu. Hún var sett upp í október 2019 að viðstöddu fjölmenni og að sjálfsögðu mætti Zlatan sjálfur á svæðið. Í nóvember 2019 fékk Ibrahimovic hins vegar stuðningsmenn Malmö FF upp á móti sér. Þá var tilkynnt að hann hefði keypt hlut í Hammarby sem eru mótherjar Malmö í sænsku deildinni. Skemmdarverk voru unnin á styttunni, nefið sagað af henni og hún felld. Styttan var á endanum fjarlægð og hefur ekki verið sett upp á nýjan leik þó rætt hafi verið um að það standi til. Nú er nef upprunalegu styttunnar hins vegar til sölu. Hópur sem kallar sig „The Noze Club“ hefur boðið ýmsum aðilum það til kaups fyrir 1,1 milljón sænskra króna sem gera tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Tilboð hefur verið sent í tölvupósti til Janne Grönholm, sem er formaður umhverfisnefndar Malmöborgar, borgarstjóra Mílanó, Guiseppe Sala, og nokkurra blaðamanna. Nefið var sagað af styttunni þegar hún var sett upp.Vísir/EPA Í viðhengi var mynd af nefinu en bréfið er skrifað á ensku. Ekki er ljóst hverjir standa að baki hópnum en Sydsvenskan greinir frá málinu. Styttan er nú geymd á leynilegum stað en „The Noze Club“ segist vita hvar hún sé og muni halda skemmdarverkum áfram verði hún sett upp á nýjan leik.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira