Enski boltinn

Lampard vill að leik­menn Chelsea fari í grunninn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Frank Lampard þungur á brún.
Frank Lampard þungur á brún. Alex Davidson/Getty Images

Frank Lampard var eðlilega heldur súr þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir sanngjarnt tap Chelsea á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion. Hann vill að sýnir leikmenn fari í grunninn og geri einföldu hluti fótboltans betur.

„Þetta var svekkjandi á öllum stigum. Betra liðið vann og þeir hefðu getað unnið með meiri mun,“ sagði Lampard en leiknum lauk með 2-1 sigri Brighton.

Brighton var meira með boltann [58 prósent], tók fleiri skot [26 gegn 8], átti fleiri skot á markið [10 gegn 2] og var með mun hærra xG [vænt mörk].

„Þeir spiluðu eins og lið sem hefur spilað lengi saman, verðum að hrósa þeim en að sama skapi var þetta ekki nægilega gott af okkar hálfu. Grunnatriði fótboltans – að berjast, að hlaupa og því um líkt – það vantaði upp á.“

„Við eigum stóran leik á þriðjudag. Það er enginn ástæða í að dvelja of lengi við þetta tap en við verðum að gera okkur grein fyrir af hverju leikurinn spilaðist eins og hann gerði.“

„Það fallega við fótbolta er að sagan getur breyst mjög hratt. Stuðningsfólk Chelsea mun á þriðjudag sjá lið sem gefur allt sem það á í að snúa einvígi við og það er nákvæmlega það sem við ætlum að gera.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×