Áföll erfast: Taugaáfallið kom út með líkamlegum viðbrögðum Íris Hauksdóttir skrifar 20. apríl 2023 11:01 Gunnella flytur einleikinn „Hvað ef sósan klikkar?" Um þessar mundir í Tjarnarbíói Hörður Ásbjörnsson Leikkonan Gunnella Hólmarsdóttir stendur um þessar mundir á sviðinu í Tjarnarbíói þar sem hún flytur einleikinn, „Hvað ef sósan klikkar?". Verkið byggir hún á eigin áföllum en hún skrifaði handritið sjálf ásamt því að leikstýra sýningunni. Gunnella lærði leiklist í Danmörku þar sem hún starfaði í þrjú ár eftir útskrift. Hún segist þó brenna enn heitar fyrir leikstjórn og hefur leikstýrt fjölda söngleikja með ungmennum sem notið hafa vinsælda. „Eftir að hafa einbeitt mér að leikstjórn skráði ég mig í master í sviðslistum. Í umsóknarferlinu þurfti ég að vera með rannsóknarspurningu í huga. Mig langaði að rannsaka taugaáföll og erfðir. Hvaða áhrif taugaáföll hafi á milli kynslóða en um svipað leiti kom út rannsókn sem staðfesti að áföll erfast. Til að nálgast þetta viðfangsefni fór ég að skrifa allskonar hjá mér og endaði einhvern veginn á matreiðslubókum Hagkaups. Þaðan spratt spurningin, „Hvað ef sósan klikkar?”. Þessi skrif mörkuðu upphafið.” Mér fannst eitthvað áhugavert við það hvaða áhrif matreiðslubækur hafa haft á mig í gegnum lífið og þessi pressa um að eiga að vera góð í eldhúsinu.Margrét Seema Takyar Hömlulaus handritaskrif Gunnella lýsir handritaskrifunum sem hömlulausum. „Það mætti kalla þetta flæðiskrif því textinn kom óhindrað til mín. Mér fannst eitthvað áhugavert við það hvaða áhrif matreiðslubækur hafa haft á mig í gegnum lífið og þessi pressa um að eiga að vera góð í eldhúsinu. Það að mér eigi að finnast spennandi og gaman að elda. Þannig þróaðist hugmyndin yfir í að rannsaka áhrif matreiðslubóka á taugaáföll kvenna. Þegar ég fór svo að skoða matreiðslubækur komst ég að því að upphaflega voru þær ætlaðar sem kennslubækur. Þetta var í raun leið til að segja konum hvernig þær ættu að haga sér sem húsmóðir og eiginkona. Hvernig heimilið ætti að líta út þegar karlarnir komu úr vinnu og hvernig börnin ættu að vera snyrtileg.” Fékk matreiðslubækur í gjöf – sautján ár í röð Helstu heimildir fékk Gunnella í gegnum ömmu sína sem bjó yfir miklu safni matreiðslubóka. „Amma er æðislegur kokkur og elskar að elda. Hún er í raun matreiðslubóka fíkill og safnaði Gestgjafanum í fjölda mörg ár. Helstu heimildarsöfnun fékk Gunnella í gegnum ömmu sína.Margrét Seema Takyar Æskuminningar mínar eru litaðar af henni að lesa uppskriftir og skemmta sér konunglega yfir þeim. Ég tengdi ekki neitt. Það breytti því þó ekki að í sautján ár í röð fékk ég matreiðslubækur Hagkaups í gjöf. Þegar ég hugsa um það núna eru það rosalega margar matreiðslubækur fyrir áhugalausa manneskju um matargerð. Þarna var búið að ákveða að ég væri að safna þessum bókum. Í kjölfarið tók ég saman þær bækur sem ég hef fengið í gjafir frá vinum og vandamönnum en þær áttu margar það sameiginlegt að vera tengdar mat eða megrun, lágkolvetna lífstíl og almennt því hvernig ég ætti að vera. Ég á sem sagt að hafa áhuga á þessum bókaflokki af því ég er kona?” Karlmenn nálgast matargerð á eigin forsendum Mikið hefur verið skrifað um matreiðslubækur og kynnti Gunnella meðal annars sér ritgerðir sagfræðinga um efnið. „Ég þekkti þennan heim ekki neitt nema í gegnum ömmu. Ég hafði, eins og áður hefur komið fram, engan áhuga en kynnti mér Julia Child og fleiri konur sem hafa náð árangri í heimi matreiðslubóka og þátta. En þetta er ótrúlegt en satt algjör karlaheimur. Kokkar eru til að mynda langflestir karlkyns en mín skoðun er sú að karlmenn hafi nálgast matargerð á eigin forsendum. Þeir voru aldrei þvingaðir. Eins og með allt sem við fáum að nálgast á eigin forsendum eru meiri líkur á góðum árangri í því sem okkur finnst skemmtilegt.” Heimildaleikhús skemmtilegt listform Gunnella gaf sér hálft ár í rannsóknarvinnu og heimildarstörf en í framhaldinu ákvað hún að taka viðtal við ömmu sína. „Mér fannst spjallið við hana svo skemmtilegt að ég ákvað að hafa það part af sýningunni. Við fórum saman í sumarbústað og ég tók um samtölin okkar. Heimildarleikhús er svo skemmtilegt listform en ég hef aldrei unnið með slíkt fyrr en nú. Það þarf að vanda sig vel hvernig maður vinnur með heimildir á sviði. Eftir sat ég með stóran bunka af efni en grandalaus hvernig best væri að útfæra verkið. Fyrsta sem mér datt í hug var jólaboð húsmóður með allt á síðustu stundu. Mér fannst það þó ekki ná að draga fram mínar áherslur og þannig spratt hugmyndin um matreiðsluþátt í beinni. Eftir það varð verkið afar auðskrifanlegt." „Matreiðslan skrifar í rauninni verkið sjálf og lagðist upp á borð hjá mér eins og mjög góð uppskrift.” Gunnella er handritshöfundur, leikari og leikstjóri en jafnframt búningahönnuður og sviðmyndahönnuður sýningarinnarMargrét Seema Takyar Erfitt að stýra öllu ein Sýningin var fyrst sýnd í Listaháskólanum en hefur nú verið færð á svið Tjarnarbíós. Gunnella er sem fyrr segir handritshöfundur, leikari og leikstjóri en jafnframt búningahönnuður og sviðmyndahönnuður verksins. Hún segir það þó ekki vefjast fyrir sér að vera ein í þessu öllu saman. „Andrés Þór Þorvarðarson sér um hljóðheiminn og Kjartan Darri Kristjánsson er ljósahönnuður. Að öðru leyti sé ég um allt ein. Það var erfið ákvörðun að sinna þessu ein og spegla á sama tíma inntak og umgjörð verksins þannig að hvoru tveggja hefði samhljóm. „Eftir mörg áföll í röð á sama árinu fékk ég taugaáfall og þegar eitt hrynur þá hrynur allt."Margrét Seema Takyar Það kann að hljóma sem algjört brjálæði en raunin er sú að við konur erum að sinna fyrstu, annarri, þriðju og jafnvel fjórðu vaktinni alla daga sem oftar en ekki leiðir mann í kulnun eða annað óheilbrigt og hættulegt ástand. En ég ákvað að taka þessa ákvörðun og vera sönn sýningunni. Það er áhugaverð nálgun og einmanaleg líka því maður vill getað speglað sig í öðrum, kastað boltum og unnið í samstarfi. En þetta gerir sýninguna þeim mun persónulegri.” „Taugaáfall”, sagði læknirinn Árið 2016 eftir röð áfalla byrjaði Gunnella að finna fyrir ýmsum einkennum sem hún hafði ekki áður upplifað. Hjartslátta -og meltingatruflanir, síþreytu, verki í augum, sveppasýking í hálsi og margt fleira. „Taugaáfall”, sagði læknirinn.„Ég er svo ósérhlífin manneskja og það er svolítið stíllinn í minni fjölskyldu. Við höfum lent í rosalegum áföllum. Langamma mín lenti í ótal vondum lífsreynslum sem hafa síðan gengið á milli kynslóða. Við brettum bara upp ermar og höldum áfram með lífið, leyfum okkur ekki að dvelja of lengi í sorginni. Þetta er hugsunin og viðhorfið. En eftir mörg áföll í röð á sama árinu fékk ég taugaáfall og þegar eitt hrynur þá hrynur allt. Ég var á þessum tíma í starfi sem var ekki að fullnægja minni sköpunarþörf og alls ekki á stað til að takast á við áföllin. Gunnella segir húmor og hlátur alltaf hafa einkennt fjölskyldu sína og þann eiginleika taki hún með sér.Íris Dögg Einarsdóttir Taugaáfallið kom því út með líkamlegum viðbrögðum. Ég fékk miklar hjartsláttartruflanir þar sem ég missti út slog og hjartað fór í rugl. Ég fékk síendurteknar sýkingar í augun og í hálsinn. Bólgur og mikið hárlos. Þetta voru allskonar skrítin og óútskýranleg líkamleg einkenni sem síðar kom í ljós að áttu öll upptök sín í streitu. Í kjölfarið fór ég í veikindaleyfi og einbeitti mér að jóga og hugleiðslu sem hefur fylgt mér síðan þá. Ég lærði jógakennarann og hef stundað hugleiðslu dagleiðslu síðan þetta ár, 2016.” Tengir áföll og sorg við hlátur En að hörkunni og ósérhlífninni undanskilinni segir Gunnella húmor og hlátur alltaf hafa einkennt fjölskyldu sína og þann eiginleika taki hún með sér. „Þegar við fjölskyldan komum saman og grátum jafnvel grípum við alltaf í húmorinn. Hann hefur reynst okkur bjargvættur á erfiðum tíma. Að kunna að gera grin af aðstæðum og okkur sjálfum um leið. Þess vegna ákvað ég að skrifa grínverk. Það er mikið hlegið enda er þetta fyndið þó ég tengi áföll og sorg við hláturinn.” Leikhús Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Gunnella lærði leiklist í Danmörku þar sem hún starfaði í þrjú ár eftir útskrift. Hún segist þó brenna enn heitar fyrir leikstjórn og hefur leikstýrt fjölda söngleikja með ungmennum sem notið hafa vinsælda. „Eftir að hafa einbeitt mér að leikstjórn skráði ég mig í master í sviðslistum. Í umsóknarferlinu þurfti ég að vera með rannsóknarspurningu í huga. Mig langaði að rannsaka taugaáföll og erfðir. Hvaða áhrif taugaáföll hafi á milli kynslóða en um svipað leiti kom út rannsókn sem staðfesti að áföll erfast. Til að nálgast þetta viðfangsefni fór ég að skrifa allskonar hjá mér og endaði einhvern veginn á matreiðslubókum Hagkaups. Þaðan spratt spurningin, „Hvað ef sósan klikkar?”. Þessi skrif mörkuðu upphafið.” Mér fannst eitthvað áhugavert við það hvaða áhrif matreiðslubækur hafa haft á mig í gegnum lífið og þessi pressa um að eiga að vera góð í eldhúsinu.Margrét Seema Takyar Hömlulaus handritaskrif Gunnella lýsir handritaskrifunum sem hömlulausum. „Það mætti kalla þetta flæðiskrif því textinn kom óhindrað til mín. Mér fannst eitthvað áhugavert við það hvaða áhrif matreiðslubækur hafa haft á mig í gegnum lífið og þessi pressa um að eiga að vera góð í eldhúsinu. Það að mér eigi að finnast spennandi og gaman að elda. Þannig þróaðist hugmyndin yfir í að rannsaka áhrif matreiðslubóka á taugaáföll kvenna. Þegar ég fór svo að skoða matreiðslubækur komst ég að því að upphaflega voru þær ætlaðar sem kennslubækur. Þetta var í raun leið til að segja konum hvernig þær ættu að haga sér sem húsmóðir og eiginkona. Hvernig heimilið ætti að líta út þegar karlarnir komu úr vinnu og hvernig börnin ættu að vera snyrtileg.” Fékk matreiðslubækur í gjöf – sautján ár í röð Helstu heimildir fékk Gunnella í gegnum ömmu sína sem bjó yfir miklu safni matreiðslubóka. „Amma er æðislegur kokkur og elskar að elda. Hún er í raun matreiðslubóka fíkill og safnaði Gestgjafanum í fjölda mörg ár. Helstu heimildarsöfnun fékk Gunnella í gegnum ömmu sína.Margrét Seema Takyar Æskuminningar mínar eru litaðar af henni að lesa uppskriftir og skemmta sér konunglega yfir þeim. Ég tengdi ekki neitt. Það breytti því þó ekki að í sautján ár í röð fékk ég matreiðslubækur Hagkaups í gjöf. Þegar ég hugsa um það núna eru það rosalega margar matreiðslubækur fyrir áhugalausa manneskju um matargerð. Þarna var búið að ákveða að ég væri að safna þessum bókum. Í kjölfarið tók ég saman þær bækur sem ég hef fengið í gjafir frá vinum og vandamönnum en þær áttu margar það sameiginlegt að vera tengdar mat eða megrun, lágkolvetna lífstíl og almennt því hvernig ég ætti að vera. Ég á sem sagt að hafa áhuga á þessum bókaflokki af því ég er kona?” Karlmenn nálgast matargerð á eigin forsendum Mikið hefur verið skrifað um matreiðslubækur og kynnti Gunnella meðal annars sér ritgerðir sagfræðinga um efnið. „Ég þekkti þennan heim ekki neitt nema í gegnum ömmu. Ég hafði, eins og áður hefur komið fram, engan áhuga en kynnti mér Julia Child og fleiri konur sem hafa náð árangri í heimi matreiðslubóka og þátta. En þetta er ótrúlegt en satt algjör karlaheimur. Kokkar eru til að mynda langflestir karlkyns en mín skoðun er sú að karlmenn hafi nálgast matargerð á eigin forsendum. Þeir voru aldrei þvingaðir. Eins og með allt sem við fáum að nálgast á eigin forsendum eru meiri líkur á góðum árangri í því sem okkur finnst skemmtilegt.” Heimildaleikhús skemmtilegt listform Gunnella gaf sér hálft ár í rannsóknarvinnu og heimildarstörf en í framhaldinu ákvað hún að taka viðtal við ömmu sína. „Mér fannst spjallið við hana svo skemmtilegt að ég ákvað að hafa það part af sýningunni. Við fórum saman í sumarbústað og ég tók um samtölin okkar. Heimildarleikhús er svo skemmtilegt listform en ég hef aldrei unnið með slíkt fyrr en nú. Það þarf að vanda sig vel hvernig maður vinnur með heimildir á sviði. Eftir sat ég með stóran bunka af efni en grandalaus hvernig best væri að útfæra verkið. Fyrsta sem mér datt í hug var jólaboð húsmóður með allt á síðustu stundu. Mér fannst það þó ekki ná að draga fram mínar áherslur og þannig spratt hugmyndin um matreiðsluþátt í beinni. Eftir það varð verkið afar auðskrifanlegt." „Matreiðslan skrifar í rauninni verkið sjálf og lagðist upp á borð hjá mér eins og mjög góð uppskrift.” Gunnella er handritshöfundur, leikari og leikstjóri en jafnframt búningahönnuður og sviðmyndahönnuður sýningarinnarMargrét Seema Takyar Erfitt að stýra öllu ein Sýningin var fyrst sýnd í Listaháskólanum en hefur nú verið færð á svið Tjarnarbíós. Gunnella er sem fyrr segir handritshöfundur, leikari og leikstjóri en jafnframt búningahönnuður og sviðmyndahönnuður verksins. Hún segir það þó ekki vefjast fyrir sér að vera ein í þessu öllu saman. „Andrés Þór Þorvarðarson sér um hljóðheiminn og Kjartan Darri Kristjánsson er ljósahönnuður. Að öðru leyti sé ég um allt ein. Það var erfið ákvörðun að sinna þessu ein og spegla á sama tíma inntak og umgjörð verksins þannig að hvoru tveggja hefði samhljóm. „Eftir mörg áföll í röð á sama árinu fékk ég taugaáfall og þegar eitt hrynur þá hrynur allt."Margrét Seema Takyar Það kann að hljóma sem algjört brjálæði en raunin er sú að við konur erum að sinna fyrstu, annarri, þriðju og jafnvel fjórðu vaktinni alla daga sem oftar en ekki leiðir mann í kulnun eða annað óheilbrigt og hættulegt ástand. En ég ákvað að taka þessa ákvörðun og vera sönn sýningunni. Það er áhugaverð nálgun og einmanaleg líka því maður vill getað speglað sig í öðrum, kastað boltum og unnið í samstarfi. En þetta gerir sýninguna þeim mun persónulegri.” „Taugaáfall”, sagði læknirinn Árið 2016 eftir röð áfalla byrjaði Gunnella að finna fyrir ýmsum einkennum sem hún hafði ekki áður upplifað. Hjartslátta -og meltingatruflanir, síþreytu, verki í augum, sveppasýking í hálsi og margt fleira. „Taugaáfall”, sagði læknirinn.„Ég er svo ósérhlífin manneskja og það er svolítið stíllinn í minni fjölskyldu. Við höfum lent í rosalegum áföllum. Langamma mín lenti í ótal vondum lífsreynslum sem hafa síðan gengið á milli kynslóða. Við brettum bara upp ermar og höldum áfram með lífið, leyfum okkur ekki að dvelja of lengi í sorginni. Þetta er hugsunin og viðhorfið. En eftir mörg áföll í röð á sama árinu fékk ég taugaáfall og þegar eitt hrynur þá hrynur allt. Ég var á þessum tíma í starfi sem var ekki að fullnægja minni sköpunarþörf og alls ekki á stað til að takast á við áföllin. Gunnella segir húmor og hlátur alltaf hafa einkennt fjölskyldu sína og þann eiginleika taki hún með sér.Íris Dögg Einarsdóttir Taugaáfallið kom því út með líkamlegum viðbrögðum. Ég fékk miklar hjartsláttartruflanir þar sem ég missti út slog og hjartað fór í rugl. Ég fékk síendurteknar sýkingar í augun og í hálsinn. Bólgur og mikið hárlos. Þetta voru allskonar skrítin og óútskýranleg líkamleg einkenni sem síðar kom í ljós að áttu öll upptök sín í streitu. Í kjölfarið fór ég í veikindaleyfi og einbeitti mér að jóga og hugleiðslu sem hefur fylgt mér síðan þá. Ég lærði jógakennarann og hef stundað hugleiðslu dagleiðslu síðan þetta ár, 2016.” Tengir áföll og sorg við hlátur En að hörkunni og ósérhlífninni undanskilinni segir Gunnella húmor og hlátur alltaf hafa einkennt fjölskyldu sína og þann eiginleika taki hún með sér. „Þegar við fjölskyldan komum saman og grátum jafnvel grípum við alltaf í húmorinn. Hann hefur reynst okkur bjargvættur á erfiðum tíma. Að kunna að gera grin af aðstæðum og okkur sjálfum um leið. Þess vegna ákvað ég að skrifa grínverk. Það er mikið hlegið enda er þetta fyndið þó ég tengi áföll og sorg við hláturinn.”
Leikhús Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira