Þróttur sparkaði fyrrum nágrönnum sínum úr leik | Hádramatík hjá Stjörnunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 23:01 Stjarnan er komin áfram í Mjólkurbikarnum. Vísir/Hulda Margrét Öllum leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu er nú lokið. Þróttur Reykjavík lagði Fram í Úlfarsárdal, Valur „marði“ neðri deildarlið RB, Stjarnan og Keflavík fóru áfram eftir framlengda leiki. Þróttur R. leikur í Lengjudeildinni eftir að hafa komið upp úr 2. deildinni á síðustu leiktíð. Það var ekki að sjá í kvöld þegar liðið þrammaði upp í Úlfarsárdal og lagði fyrrum nágranna sína fram, lokatölur 2-3. Hinn ungi Emil Skúli Einarsson kom Þrótti yfir snemma leiks en Akureyringurinn Orri Sigurjónsson jafnaði fyrir Fram. Emil Skúli kom Þrótti aftur yfir eftir hálftíma leik og Izaro Abella Sanchez kom gestunum 3-1 yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Tiago Fernandes minnkaði muninn fyrir Fram í síðari hálfleik en þar við sat, lokatölur 2-3 og Þróttur R. komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Arnar Grétarsson gerði fjölda breytinga á Valsliðinu sem vann 5. deildarlið RB aðeins 4-1 á Hlíðarenda. Tvö síðustu mörkin komu þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hilmir Starri Hilmarsson, Þorsteinn Emil Jónsson, Haukur Páll Sigurðsson og Lúkas Logi Heimisson skoruðu mörk Vals. Í Garðabænum var ÍBV í heimsókn. Hvorki gestunum frá Eyjum né heimamönnum í Stjörnunni tókst að skora í venjulegum leiktíma, því var framlengt. Bjarki Björn Gunnarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði ÍBV. Gestirnir kláruðu leikinn því manni færri og treystu á að komast alla leið í vítaspyrnukeppni. Sindri Þór Ingimarsson með mark fyrir Stjörnumenn á lokasekúndum leiksins. Stjarnan er á leið í 16 liða úrslit! pic.twitter.com/3dt1sYlBRK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023 Það var svo ekki fyrr en tvær mínútur voru komnar fram yfir þær 30 mínútur sem framlengingin er þegar Stjarnan skoraði loks það sem reyndist sigurmarkið. Það gerði miðvörðurinn Sindri Þór Ingimarsson og tryggði heimamönnum sæti í 16-liða úrslitum. Að lokum skoraði Stefan Ljubicic eina markið í leik Keflavíkur og ÍA en þar þurfti einnig að framlengja. Keflavík komið áfram. Keflvíkingar leiða eftir mark Stefáns Ljubicic! pic.twitter.com/slEqscMl0W— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023 Markarskorarar af Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Breiðablik, KA, KR og Leiknir Reykjavík í sextán liða úrslit Breiðablik, KR og KA fóru nokkuð örugglega áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Leiknir Reykjavík dramatískan sigur. 19. apríl 2023 20:02 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Þróttur R. leikur í Lengjudeildinni eftir að hafa komið upp úr 2. deildinni á síðustu leiktíð. Það var ekki að sjá í kvöld þegar liðið þrammaði upp í Úlfarsárdal og lagði fyrrum nágranna sína fram, lokatölur 2-3. Hinn ungi Emil Skúli Einarsson kom Þrótti yfir snemma leiks en Akureyringurinn Orri Sigurjónsson jafnaði fyrir Fram. Emil Skúli kom Þrótti aftur yfir eftir hálftíma leik og Izaro Abella Sanchez kom gestunum 3-1 yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Tiago Fernandes minnkaði muninn fyrir Fram í síðari hálfleik en þar við sat, lokatölur 2-3 og Þróttur R. komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Arnar Grétarsson gerði fjölda breytinga á Valsliðinu sem vann 5. deildarlið RB aðeins 4-1 á Hlíðarenda. Tvö síðustu mörkin komu þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hilmir Starri Hilmarsson, Þorsteinn Emil Jónsson, Haukur Páll Sigurðsson og Lúkas Logi Heimisson skoruðu mörk Vals. Í Garðabænum var ÍBV í heimsókn. Hvorki gestunum frá Eyjum né heimamönnum í Stjörnunni tókst að skora í venjulegum leiktíma, því var framlengt. Bjarki Björn Gunnarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði ÍBV. Gestirnir kláruðu leikinn því manni færri og treystu á að komast alla leið í vítaspyrnukeppni. Sindri Þór Ingimarsson með mark fyrir Stjörnumenn á lokasekúndum leiksins. Stjarnan er á leið í 16 liða úrslit! pic.twitter.com/3dt1sYlBRK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023 Það var svo ekki fyrr en tvær mínútur voru komnar fram yfir þær 30 mínútur sem framlengingin er þegar Stjarnan skoraði loks það sem reyndist sigurmarkið. Það gerði miðvörðurinn Sindri Þór Ingimarsson og tryggði heimamönnum sæti í 16-liða úrslitum. Að lokum skoraði Stefan Ljubicic eina markið í leik Keflavíkur og ÍA en þar þurfti einnig að framlengja. Keflavík komið áfram. Keflvíkingar leiða eftir mark Stefáns Ljubicic! pic.twitter.com/slEqscMl0W— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023 Markarskorarar af Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Breiðablik, KA, KR og Leiknir Reykjavík í sextán liða úrslit Breiðablik, KR og KA fóru nokkuð örugglega áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Leiknir Reykjavík dramatískan sigur. 19. apríl 2023 20:02 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Breiðablik, KA, KR og Leiknir Reykjavík í sextán liða úrslit Breiðablik, KR og KA fóru nokkuð örugglega áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Leiknir Reykjavík dramatískan sigur. 19. apríl 2023 20:02