Sport

Stefnt að sameiginlegum keppnisvelli Keflavíkur og Njarðvíkur

Hjörvar Ólafsson skrifar
Svona mun íþróttasvæði Keflavíkur og Njarðvíkur líta út nái áætlanir fram að ganga. 
Svona mun íþróttasvæði Keflavíkur og Njarðvíkur líta út nái áætlanir fram að ganga.  Mynd/aðsend

Skýrsla starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða í Reykjanesbæ var kynnt fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar á þriðjudaginn fyrr í þessari viku. Þar kemur fram að stefnt sé að framkvæmdum upp á fimm milljarða í bænum og þar á meðal sameiginlegum keppnisvelli Keflavíkur og Njarðvíkur í fótbolta. Víkurfréttir fjalla um málið.

Þetta kemur fram í frétt Víkurfrétta um fyrirhugaðar framkvæmdir í Reykjanesbæ.

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa áform um það að bæta aðstöðu Keflavíkur og Njarðvíkur með fimm milljarða framkvæmdum á næstu sjö árum. Þar á meðal er stefnt að byggingu sameiginlegs keppnisvallar fyrir fótboltalið Keflavíkur og Njarðvíkur. 

Stjórnir knattspyrnudeilda Keflavíkur og Njarðvíkur hafa tekið vel í þau áform en samstarfsvilji kemur fram í yfirlýsingum sem undirrituð er af forsvarsmönnum beggja deilda. 

Keppnisaðstaða beggja félaga verður við Afreksbraut og sameiginlegur keppnisvöllur staðsettur fyrir aftan Reykjaneshöll. Þannig verði núverandi æfingavelli breytt í fullbúin keppnisvöll fyrir Njarðvík og Keflavík sem tekur allt af 4000 manns í sæti. 

Þar er gert ráð fyrir búningaaðstöðu, félagsaðstöðu og skrifstofum fyrir báðar deildir og lyftingarsal. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×