Orri skoraði annan leikinn í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson skoraði mark gestanna í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson skoraði mark gestanna í kvöld. Ion Alcoba Beitia/Getty Images

Real Sociedad, lið Orra Óskarssonar, mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk gegn PAOK í Evrópudeildinni í síðasta leik Real Sociedad þurfti Orri að sæta sig við bekkjarsetu í upphafi leiks.

Orri kom þó inn af varamannabekknum á 66. mínútu, en þá var staðan orðin 1-0, Osasuna í vil, eftir mark frá Ante Budimir. Budimir var svo aftur á ferðinni rétt rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Orri lagaði stöðuna fyrir gestina á fjórðu mínútu uppbótartíma, en nær komst liðið ekki.

Niðurstaðan því 2-1 sigur Osasuna sem nú situr í sjöunda sæti spænsku deildarinnar með 30 stig eftir 22 leiki, tveimur stigum meira en Real Sociedad sem situr í tíunda sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira