Milljarðatjón ár hvert fyrir birgja og neytendur Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2023 15:36 Karen hefur rekið Kaja Organics síðastliðin tíu ár. Kona sem flytur inn og framleiðir lífrænar vörur hefur tapað þrjú hundruð þúsund krónum á því að rekstraraðili verslunarinnar Frú Lauga er farinn í gjaldþrot. Hún gagnrýnir framkvæmd og regluverk í kringum gjaldþrot verslana og segir neytendur tapa milljörðum á ári vegna þeirra. Karen Jónsdóttir á og rekur fyrirtækið Kaja Organic. Um er að ræða litla heildsölu sem flytur inn og framleiðir lífrænt vottaða matvöru. Matvara með merki hennar, Kaja, er meðal annars selt í versluninni Frú Lauga við Laugalæk í Reykjavík. Eigandi Frú Laugu, fyrirtækið Kvikun ehf., var nýlega tekið til gjaldþrotaskipta. Búið er að skipa skiptastjóra sem sér um búið. Þrátt fyrir það eru vörur í versluninni enn til sölu þó að ekki sé búið að borga fyrir þær. Karen segir það fyrirkomulag vera algjörlega út í hött. Karen selur lífrænar vörur undir merkinu Kaju. „Þannig í rauninni er verið að selja vörur frá mér sem er ekki búið að borga, til lífeyrissjóðanna, ríkisins og svona. Ef það væru til peningar fyrir öllum skuldunum þyrfti búið ekki að fara í þrot. Þetta eru gjörsamlega óþolandi vinnubrögð og regluverkið er handónýtt. Það eru alltaf birgjarnir sem eru látnir blæða. Af hverju þurfum við að gera það?“ segir Karen í samtali við fréttastofu. Sjálf er hún að tapa vörum að andvirði þrjú hundruð þúsund króna en þetta er í fjórða sinn á tíu árum sem hún lendir í því að eigandi verslunar sem hún selur vöru til verður gjaldþrota. Þetta er því alls ekki einsdæmi. Hún telur að þegar allt er tekið saman séu þetta gríðarlegar fjárhæðir sem birgjar og neytendur tapa þar sem á endanum fer þetta út í verðlagið. „Þetta er viðvarandi ástand á Íslandi og það þarf að taka fyrir þetta. Þetta hleypur ábyggilega á milljörðum á ári. Hvert einasta gjaldþrot er hrikalega dýrt,“ segir Karen. Hún segir að það væri eðlilegast ef að þegar skiptastjóri er kallaður til fengju birgjar að taka vörurnar sínar sem ekki er búið að borga fyrir og svo yrðu vörurnar sem búið er að borga fyrir seldar. Neytendur Verslun Gjaldþrot Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Karen Jónsdóttir á og rekur fyrirtækið Kaja Organic. Um er að ræða litla heildsölu sem flytur inn og framleiðir lífrænt vottaða matvöru. Matvara með merki hennar, Kaja, er meðal annars selt í versluninni Frú Lauga við Laugalæk í Reykjavík. Eigandi Frú Laugu, fyrirtækið Kvikun ehf., var nýlega tekið til gjaldþrotaskipta. Búið er að skipa skiptastjóra sem sér um búið. Þrátt fyrir það eru vörur í versluninni enn til sölu þó að ekki sé búið að borga fyrir þær. Karen segir það fyrirkomulag vera algjörlega út í hött. Karen selur lífrænar vörur undir merkinu Kaju. „Þannig í rauninni er verið að selja vörur frá mér sem er ekki búið að borga, til lífeyrissjóðanna, ríkisins og svona. Ef það væru til peningar fyrir öllum skuldunum þyrfti búið ekki að fara í þrot. Þetta eru gjörsamlega óþolandi vinnubrögð og regluverkið er handónýtt. Það eru alltaf birgjarnir sem eru látnir blæða. Af hverju þurfum við að gera það?“ segir Karen í samtali við fréttastofu. Sjálf er hún að tapa vörum að andvirði þrjú hundruð þúsund króna en þetta er í fjórða sinn á tíu árum sem hún lendir í því að eigandi verslunar sem hún selur vöru til verður gjaldþrota. Þetta er því alls ekki einsdæmi. Hún telur að þegar allt er tekið saman séu þetta gríðarlegar fjárhæðir sem birgjar og neytendur tapa þar sem á endanum fer þetta út í verðlagið. „Þetta er viðvarandi ástand á Íslandi og það þarf að taka fyrir þetta. Þetta hleypur ábyggilega á milljörðum á ári. Hvert einasta gjaldþrot er hrikalega dýrt,“ segir Karen. Hún segir að það væri eðlilegast ef að þegar skiptastjóri er kallaður til fengju birgjar að taka vörurnar sínar sem ekki er búið að borga fyrir og svo yrðu vörurnar sem búið er að borga fyrir seldar.
Neytendur Verslun Gjaldþrot Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira