Fótbolti

Arsenal rennir hýru auga til Mount

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mason Mount gæri verið á förum frá Chelsea í sumar.
Mason Mount gæri verið á förum frá Chelsea í sumar. Vincent Mignott/DeFodi Images via Getty Images

Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, er sagt fylgjast náið með stöðu mála hjá Mason Mount, leikmanni nágrannaliðs þeirra Chelsea.

Mount er sagður vera undir smásjánni hjá fleiri félögum, þar á meðal eru Liverpool, Newcastle og bæði Manchester-liðin sögð áhugasöm. Hann hefur enn sem komið er ekki viljað skrifað undir nýjan samning hjá Chelsea, en núgildandi samningur hans rennur úr sumarið 2024.

Mount er þó ekki eini enski miðjumaðirnn sem er á lista hjá Arsenal yfir leikmenn sem liðið vill lokka til sín í sumar, en félagið er einnig sagt leggja mikla áherslu á að reyna að fá Declan Rice frá West Ham. Rica og Mount eru miklir vinir og gæti Arsenal reynt að sannfæra þá félaga um að koma saman til Norður-London.

Eins og áður segir á Mount aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea og liðið mun að öllum líkindum þurfa að losa sig við leikmenn í sumar eftir gríðarlega eyðslu undanfarið ár. Nú þegar Chelsea á enn sjö leiki eftir af tímabilinu er strax orðið ljóst að liðið er ekki á leið í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×