Fyrsta sinn sem Man Utd fer áfram eftir vítaspyrnukeppni í enska bikarnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 12:09 Spyrnan sem skilaði Manchester United í úrslit. Craig Mercer/Getty Images Sagan var ekki beint með Manchester United þegar flautað var til loka framlengingar í leik liðsins gegn Brighton & Hove Albion í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag. Man United og Brighton mættust í frekar jöfnum leik á Wembley í Lundúnum. Undir var sæti í úrslitum FA-bikarkeppninnar, þeirrar elstu og virtustu, gegn Manchester City. Það var ljóst að mikið var í húfi og á endanum var staðan markalaus eftir venjulegan leiktíma sem og framlengingu. Brighton 0-0 Manchester United (6:7 on pens)Manchester United qualify for a 21st FA Cup final - the joint-most of any side, moving level with Arsenal.Nothing to separate the teams in normal play, and ends in penalty heartbreak for the Seagulls... pic.twitter.com/5Pwm8TyKUt— Opta Analyst (@OptaAnalyst) April 23, 2023 Úrslit leiksins myndu því ráðast í vítaspyrnukeppni, eitthvað sem sendi kaldan svita niður bak stuðningsfólk Man United en aldrei í sögu félagsins hafði það áfram í ensku bikarkeppninni eftir vítaspyrnukeppni. Féll Man Utd til að mynda úr leik gegn B-deildarliði Middlesbrough á síðustu leiktíð. Vorið 2009 tapaði Man Utd gegn Everton í undanúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Árið 2005 fór Man Utd alla leið í úrslit en beið lægri hlut gegn Arsenal eftir vítaspyrnukeppni. Saga liðsins í FA-bikarkeppninni var því ekki með Man Utd þegar flautað var til loka framlengingar á Wembley. Ekki bætti úr skák að liðið hafði aðeins unnið eina af síðustu átta vítaspyrnukeppnum sem að hafði farið í. Það var gegn Rochdale AFC í deildarbikarnum tímabilið 2019-20. Markvörður Rochdale í þeim leik var Robert Sánchez, markvörður Brighton á sunnudag. Fór það svo að Sánchez varði ekki eina einustu spyrnu í marki Brighton og þó David De Gea hafi heldur ekki varið eina einustu spyrnu þá hitti Solly March ekki á markið og Man United hafði betur 7-6 eftir að Victor Lindelöf þrumaði sinni spyrnu í netið. EVERY angle of THAT @vlindelof penalty #EmiratesFACup pic.twitter.com/hu6Fks3gGW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) April 24, 2023 Manchester United mætir Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 3. júní næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. 24. apríl 2023 07:30 Manchester United í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. 23. apríl 2023 18:20 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Man United og Brighton mættust í frekar jöfnum leik á Wembley í Lundúnum. Undir var sæti í úrslitum FA-bikarkeppninnar, þeirrar elstu og virtustu, gegn Manchester City. Það var ljóst að mikið var í húfi og á endanum var staðan markalaus eftir venjulegan leiktíma sem og framlengingu. Brighton 0-0 Manchester United (6:7 on pens)Manchester United qualify for a 21st FA Cup final - the joint-most of any side, moving level with Arsenal.Nothing to separate the teams in normal play, and ends in penalty heartbreak for the Seagulls... pic.twitter.com/5Pwm8TyKUt— Opta Analyst (@OptaAnalyst) April 23, 2023 Úrslit leiksins myndu því ráðast í vítaspyrnukeppni, eitthvað sem sendi kaldan svita niður bak stuðningsfólk Man United en aldrei í sögu félagsins hafði það áfram í ensku bikarkeppninni eftir vítaspyrnukeppni. Féll Man Utd til að mynda úr leik gegn B-deildarliði Middlesbrough á síðustu leiktíð. Vorið 2009 tapaði Man Utd gegn Everton í undanúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Árið 2005 fór Man Utd alla leið í úrslit en beið lægri hlut gegn Arsenal eftir vítaspyrnukeppni. Saga liðsins í FA-bikarkeppninni var því ekki með Man Utd þegar flautað var til loka framlengingar á Wembley. Ekki bætti úr skák að liðið hafði aðeins unnið eina af síðustu átta vítaspyrnukeppnum sem að hafði farið í. Það var gegn Rochdale AFC í deildarbikarnum tímabilið 2019-20. Markvörður Rochdale í þeim leik var Robert Sánchez, markvörður Brighton á sunnudag. Fór það svo að Sánchez varði ekki eina einustu spyrnu í marki Brighton og þó David De Gea hafi heldur ekki varið eina einustu spyrnu þá hitti Solly March ekki á markið og Man United hafði betur 7-6 eftir að Victor Lindelöf þrumaði sinni spyrnu í netið. EVERY angle of THAT @vlindelof penalty #EmiratesFACup pic.twitter.com/hu6Fks3gGW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) April 24, 2023 Manchester United mætir Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 3. júní næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. 24. apríl 2023 07:30 Manchester United í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. 23. apríl 2023 18:20 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
„Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. 24. apríl 2023 07:30
Manchester United í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. 23. apríl 2023 18:20