Pence bar vitni í kosningamáli Trump Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2023 08:56 Mike Pence íhugar enn mögulegt forsetaframboð. Láti hann verða af því etur hann kappi við Trump, fyrrverandi yfirboðara sinna. AP/Alex Brandon Kviðdómendur í ákærudómstól í Washington-borg hlýddu í gær á framburð Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á tilraunum Donalds Trump og bandamanna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Dómstóll hafði áður staðfest að Trump gæti ekki komið í veg fyrir vitnisburð Pence. Ákærudómstóllinn er liður í rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tilraunum Trump og félaga til þess að snúa við tapi hans í kosningunum gegn Joe Biden. Pence er talinn geta vitnað um ákvðin samtöl og atburði í aðdraganda blóðugrar árásar stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021, að sögn AP-fréttastofunnar. Pence var stefnt til að bera vitni fyrr á þessu ári en Trump reyndi að koma í veg fyrir það og bar fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins. Alríkisáfrýjunardómstóll hafnaði kröfu lögmanna hans. Ekki er ljóst hvað Pence kann að hafa sagt ákærudómstólnum, ef eitthvað. Dómari sem hafnaði kröfu Trump í mars úrskurðaði að ekki væri hægt að knýja fyrrverandi varaforsetann til þess að svara spurningum um nokkuð sem tengist því þegar hann hafði umsjón með því að öldungadeild þingsins staðfesti kosningaúrslitin 6. janúar. Í endurminningum sínum sem Pence birti nýlega sakaði hann Trump um að hafa stefnt fjölskyldu sinni og öllum þeim sem voru við þinghúsið þann dag í hættu. Sagan ætti eftir að dæma hann. Þrýstu á Pence að staðfesta ekki úrslitin Trump og bandamenn hans héldu, og halda enn, fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Í nokkrum ríkjum sem Trump tapaði fyrir Biden þar sem repúblikanar höfðu meirihluta á ríkisþinginu útbjuggu bandamenn hans falska lista með svokölluðum kjörmönnum sem kjósa formlega forseta. Pence var beittur miklum þrýstingi að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti úrslit forsetakosninganna 6. janúar þrátt fyrir að hann stýrði aðeins formlega fundinum þar sem það var gert. Það ætluðu Trump og félagar að nýta sér til þess að koma að listunum með fölsku kjörmönnunum og fá þingið þannig til þess að gera hann að forseta. Pence hafði hins vegar engin völd til þess að koma í veg fyrir að úrslitin væru staðfest. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar þessar tilraunir Trump til þess að snúa úrslitum kosninganna við. Hann hefur rætt við fjölda fyrrverandi ráðgjafa Trump, þar á meðal Pat Cipollone, yfirlögfræðing Hvíta hússins, og Stephen Miller. Samhliða rannsakar Smith meðferð Trump á leyniskjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og hvort að hann hafi reynt að hindra rannsóknina á því. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39 Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Ákærudómstóllinn er liður í rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tilraunum Trump og félaga til þess að snúa við tapi hans í kosningunum gegn Joe Biden. Pence er talinn geta vitnað um ákvðin samtöl og atburði í aðdraganda blóðugrar árásar stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021, að sögn AP-fréttastofunnar. Pence var stefnt til að bera vitni fyrr á þessu ári en Trump reyndi að koma í veg fyrir það og bar fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins. Alríkisáfrýjunardómstóll hafnaði kröfu lögmanna hans. Ekki er ljóst hvað Pence kann að hafa sagt ákærudómstólnum, ef eitthvað. Dómari sem hafnaði kröfu Trump í mars úrskurðaði að ekki væri hægt að knýja fyrrverandi varaforsetann til þess að svara spurningum um nokkuð sem tengist því þegar hann hafði umsjón með því að öldungadeild þingsins staðfesti kosningaúrslitin 6. janúar. Í endurminningum sínum sem Pence birti nýlega sakaði hann Trump um að hafa stefnt fjölskyldu sinni og öllum þeim sem voru við þinghúsið þann dag í hættu. Sagan ætti eftir að dæma hann. Þrýstu á Pence að staðfesta ekki úrslitin Trump og bandamenn hans héldu, og halda enn, fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Í nokkrum ríkjum sem Trump tapaði fyrir Biden þar sem repúblikanar höfðu meirihluta á ríkisþinginu útbjuggu bandamenn hans falska lista með svokölluðum kjörmönnum sem kjósa formlega forseta. Pence var beittur miklum þrýstingi að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti úrslit forsetakosninganna 6. janúar þrátt fyrir að hann stýrði aðeins formlega fundinum þar sem það var gert. Það ætluðu Trump og félagar að nýta sér til þess að koma að listunum með fölsku kjörmönnunum og fá þingið þannig til þess að gera hann að forseta. Pence hafði hins vegar engin völd til þess að koma í veg fyrir að úrslitin væru staðfest. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar þessar tilraunir Trump til þess að snúa úrslitum kosninganna við. Hann hefur rætt við fjölda fyrrverandi ráðgjafa Trump, þar á meðal Pat Cipollone, yfirlögfræðing Hvíta hússins, og Stephen Miller. Samhliða rannsakar Smith meðferð Trump á leyniskjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og hvort að hann hafi reynt að hindra rannsóknina á því.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39 Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39
Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20