Ásgeiri brugðið þegar hann heyrði að Íslendingum hafi fjölgað um 3.000 á árinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 11:59 Ásgeir átti varla til orð þegar hann heyrði að Íslendingar væru orðnir fleiri en 390 þúsund talsins. Vísir/skjáskot Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra var brugðið þegar hann fékk að vita það á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun að Íslendingum hafi fjölgað um þrjú þúsund frá áramótum. Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri hafa í morgun setið fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar. Efni fundarins er ný skýrsla peningastefnunefndar Seðlabankans til Alþingis. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent og sagði Ásgeir þessa tölu hafa valdið vonbrigðum. Þau Rannveig hafa farið yfir hverjar ástæður verðbólgunnar séu, til að mynda mikil útgjöld hins opinberra og vinnumarkaðarins, bóla á húsnæðismarkaði og fleira. Hátt húsnæðisverð hefur haft mikil áhrif á verðbólguna undanfarin misseri og framboð ekki annað eftirspurn. „Fólki á Íslandi hefur fjölgað mjög hratt. Þetta er mikið af fólki og mjög mikið af ungu fólki,“ sagði Ásgeir á fundinum. „Fæðingartíðni jókst mjög eftir Hrunið og þetta unga fólk er nú að fara að koma inn á fasteignamarkaðinn þannig að okkur er bara að fjölga mjög hratt. Það er ansi mikið verkefni: Hvernig ætlum við að koma þessu fólki fyrir? Því þá fylgja aðrir þættir, ef við eigum ekki húsnæði fyrir þetta unga fólk þá kannski flytur það úr landi þannig að mér finnst alltaf að fasteignamarkaðurinn hafi ekki náð eftirspurninni.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði þá að Íslendingar séu komnir yfir 390 þúsund en hafi í upphafi árs verið 387 þúsund. „Þá erum við að hækka vexti ofan í þessa miklu aukningu í eftirspurn eftir íbúðum. Það er kannski ekki alveg það sem... já, ég bara, mér er bara hálfbrugðið,“ sagði Ásgeir þá og hló. Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Mannfjöldi Tengdar fréttir Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28. apríl 2023 10:32 Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00 Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri hafa í morgun setið fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar. Efni fundarins er ný skýrsla peningastefnunefndar Seðlabankans til Alþingis. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent og sagði Ásgeir þessa tölu hafa valdið vonbrigðum. Þau Rannveig hafa farið yfir hverjar ástæður verðbólgunnar séu, til að mynda mikil útgjöld hins opinberra og vinnumarkaðarins, bóla á húsnæðismarkaði og fleira. Hátt húsnæðisverð hefur haft mikil áhrif á verðbólguna undanfarin misseri og framboð ekki annað eftirspurn. „Fólki á Íslandi hefur fjölgað mjög hratt. Þetta er mikið af fólki og mjög mikið af ungu fólki,“ sagði Ásgeir á fundinum. „Fæðingartíðni jókst mjög eftir Hrunið og þetta unga fólk er nú að fara að koma inn á fasteignamarkaðinn þannig að okkur er bara að fjölga mjög hratt. Það er ansi mikið verkefni: Hvernig ætlum við að koma þessu fólki fyrir? Því þá fylgja aðrir þættir, ef við eigum ekki húsnæði fyrir þetta unga fólk þá kannski flytur það úr landi þannig að mér finnst alltaf að fasteignamarkaðurinn hafi ekki náð eftirspurninni.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði þá að Íslendingar séu komnir yfir 390 þúsund en hafi í upphafi árs verið 387 þúsund. „Þá erum við að hækka vexti ofan í þessa miklu aukningu í eftirspurn eftir íbúðum. Það er kannski ekki alveg það sem... já, ég bara, mér er bara hálfbrugðið,“ sagði Ásgeir þá og hló.
Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Mannfjöldi Tengdar fréttir Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28. apríl 2023 10:32 Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00 Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28. apríl 2023 10:32
Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00
Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46