Umfjöllun og viðtöl: Valur 3 – 2 Stjarnan | Dramatískt sigurmark í uppbótartíma Hjörvar Ólafsson skrifar 29. apríl 2023 21:02 Valur vann dramatískan sigur á móti Stjörnunni. Vísir/Hulda Margrét Valur vann Stjörnuna 3-2, þegar liðin mættust í lokaleik 4. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðin mættust á Origo-vellinum og var það sigurmark Birkis Heimissonar á 97. mínútu sem skildi liðin að. Fyrri hálfleikurinn byrjaði betur fyrir heimamenn og skoraði Andri Rúnar Bjarnason fyrsta mark leiksins strax á 6. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf Arons Jóhannssonar. Nokkrum mínútum seinna varði Frederik Schram vel í marki Valsmanna eftir fast skot Ísaks Andra Sigurgeirssonar úr teignum. Stjörnumenn fengu ekki mikið af færum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Valsmenn leyfðu þeim að halda boltanum í öftustu línu og Stjörnumönnum skorti sköpunarmátt. Á 36. mínútu leiksins barst boltinn til Adams Ægis Pálssonar við vítapunkt Stjörnumanna eftir sendingu frá Sigurði Agli Lárussyni. Adam kláraði virkilega vel og leiddu Valsmenn 2-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn fór mjög hægt af stað og var hvorugt liðið að skapa sér góð færi. Ísak Andri Sigurgeirsson var kröftugur í liði Stjörnumanna og á 80. mínútu datt boltinn fyrir fætur hans í teignum eftir klaufalega hreinsun í vörn Valsmanna. Ísak kláraði færið vel og minnkaði muninn. Ísak var aftur á ferðinni á 87. mínútu leiksins þegar hann skoraði stórkostlegt mark fyrir utan teig og jafnaði þar með metin. Leikur sem Valsmenn virtust hafa þægilega í höndum sér hafði skyndilega snúist á 10 mínútum og Stjörnumenn fengu stemninguna með sér í uppbótartímann. Það var svo Birkir Heimisson sem skoraði sigurmark Vals á 7. mínútu í uppbótartíma eftir fyrirgjöf Sigurðar Egils Lárussonar og tryggði þar með Valsmönnum stigin þrjú. Arnar Grétarsson var vitanlega sáttur. Vísir/Pawel Arnar Grétarsson: Þetta er ástæðan fyrir því að ég er í þessu „Eftir að hafa stýrt leiknum í um það klukkutíma þá urðum við værukærir og féllum of langt til baka. Þeir höfðu ekki skapað sér mikið fram að því að þeir minnka muninn og XG ið þeirra var heilt yfir ekki hátt í leiknum,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, að leik loknum. „Það var full mikil dramatík í þessu fyrir minn smekk en svona sigurmörk eru ástæðan fyrir því að maður lifir og hrærist í þessum fótbolta. Það var frábær tilfinning að ná í þennan sigur en mér fannst hann of torsóttur miðað við hvernig leikurinn var,“ sagði Arnar enn fremur. „Það var svo sem vitað fyrir þennan leik að þetta voru tvö lið sem vilja spila opinn og skemmtilegan fótbolta en ég hefði viljað sýna sigla þessu betur heim. Við fengum hins vegar stigin þrjú og ég er afar sáttu við það," sagði hann. Ágúst Þór: Gríðarlega sáttur við innkomu varamannanna „Þetta er gríðarlega svekkjandi og maður venst því aldrei að fá á sig svona mörk í lok leikjanna. Vonbrigðin eru enn meiri þar sem mér fannst við vera með mikla yfirburði síðasta hálftímann í leiknum og ná að þrýsta þeim inn í eigin vítateig,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Stjörnunnar. „Við settum inná þrjá leikmenn sem eru að meðaltali 16 eða 17 ára gamlir og þeir breyttu gangi leiksins. Ég er gríðarlega sáttur með þá og stoltur af þeim. Frammistaða alls liðsins var líka góð og mér fannst við eiga meira skilið,“ sagði Ágúst Þór. „Við höfum spilað heilt yfir vel í sumar en varnarleikurinn hefur hins vegar ekki verið nógu góður og það hélt áfram hér í kvöld. Þeir máttu varla komast inn í vítateiginn þá fengu þeir færi og skoruðu. Við höfum verið að æfa varnarleikinn og fara yfir þetta upp á síðkastið og þurfum klárlega að halda áfram að leggja áherslu á að bæta varnarleik alls liðsins,“ sagði þjálfarinn. Ágúst Þór Gylfason var vonsvikinn með niðurstöðuna. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Í frekar jöfnum leik voru Valsmenn betri. Þeir voru yfir lengst af í leiknum og eftir skyndilegan viðsnúning Stjörnumanna var það gráðugur Birkir Heimisson sem sá til þess að Valur vann. Hverjir sköruðu fram úr? Ísak Andri Sigurgeirsson var stórkostlegur. Hann sá um sóknarleik Stjörnumanna og keyrði reglulega á Valsmenn sem skilaði því að Stjörnumenn voru inni í leiknum þangað til á lokamínútu leiksins. Hvað gekk illa? Stjarnan heldur áfram að leka inn mörkum. Þeir eru búnir að fá á sig 10 mörk í fyrstu 4 leikjum deildarinnar. Hvað gerist næst? Valur heimsækir Fylki í Árbæinn miðvikudaginn 3. maí á meðan Stjarnan tekur á móti Breiðablik í Garðabænum 4. maí. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Stjarnan
Valur vann Stjörnuna 3-2, þegar liðin mættust í lokaleik 4. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðin mættust á Origo-vellinum og var það sigurmark Birkis Heimissonar á 97. mínútu sem skildi liðin að. Fyrri hálfleikurinn byrjaði betur fyrir heimamenn og skoraði Andri Rúnar Bjarnason fyrsta mark leiksins strax á 6. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf Arons Jóhannssonar. Nokkrum mínútum seinna varði Frederik Schram vel í marki Valsmanna eftir fast skot Ísaks Andra Sigurgeirssonar úr teignum. Stjörnumenn fengu ekki mikið af færum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Valsmenn leyfðu þeim að halda boltanum í öftustu línu og Stjörnumönnum skorti sköpunarmátt. Á 36. mínútu leiksins barst boltinn til Adams Ægis Pálssonar við vítapunkt Stjörnumanna eftir sendingu frá Sigurði Agli Lárussyni. Adam kláraði virkilega vel og leiddu Valsmenn 2-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn fór mjög hægt af stað og var hvorugt liðið að skapa sér góð færi. Ísak Andri Sigurgeirsson var kröftugur í liði Stjörnumanna og á 80. mínútu datt boltinn fyrir fætur hans í teignum eftir klaufalega hreinsun í vörn Valsmanna. Ísak kláraði færið vel og minnkaði muninn. Ísak var aftur á ferðinni á 87. mínútu leiksins þegar hann skoraði stórkostlegt mark fyrir utan teig og jafnaði þar með metin. Leikur sem Valsmenn virtust hafa þægilega í höndum sér hafði skyndilega snúist á 10 mínútum og Stjörnumenn fengu stemninguna með sér í uppbótartímann. Það var svo Birkir Heimisson sem skoraði sigurmark Vals á 7. mínútu í uppbótartíma eftir fyrirgjöf Sigurðar Egils Lárussonar og tryggði þar með Valsmönnum stigin þrjú. Arnar Grétarsson var vitanlega sáttur. Vísir/Pawel Arnar Grétarsson: Þetta er ástæðan fyrir því að ég er í þessu „Eftir að hafa stýrt leiknum í um það klukkutíma þá urðum við værukærir og féllum of langt til baka. Þeir höfðu ekki skapað sér mikið fram að því að þeir minnka muninn og XG ið þeirra var heilt yfir ekki hátt í leiknum,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, að leik loknum. „Það var full mikil dramatík í þessu fyrir minn smekk en svona sigurmörk eru ástæðan fyrir því að maður lifir og hrærist í þessum fótbolta. Það var frábær tilfinning að ná í þennan sigur en mér fannst hann of torsóttur miðað við hvernig leikurinn var,“ sagði Arnar enn fremur. „Það var svo sem vitað fyrir þennan leik að þetta voru tvö lið sem vilja spila opinn og skemmtilegan fótbolta en ég hefði viljað sýna sigla þessu betur heim. Við fengum hins vegar stigin þrjú og ég er afar sáttu við það," sagði hann. Ágúst Þór: Gríðarlega sáttur við innkomu varamannanna „Þetta er gríðarlega svekkjandi og maður venst því aldrei að fá á sig svona mörk í lok leikjanna. Vonbrigðin eru enn meiri þar sem mér fannst við vera með mikla yfirburði síðasta hálftímann í leiknum og ná að þrýsta þeim inn í eigin vítateig,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Stjörnunnar. „Við settum inná þrjá leikmenn sem eru að meðaltali 16 eða 17 ára gamlir og þeir breyttu gangi leiksins. Ég er gríðarlega sáttur með þá og stoltur af þeim. Frammistaða alls liðsins var líka góð og mér fannst við eiga meira skilið,“ sagði Ágúst Þór. „Við höfum spilað heilt yfir vel í sumar en varnarleikurinn hefur hins vegar ekki verið nógu góður og það hélt áfram hér í kvöld. Þeir máttu varla komast inn í vítateiginn þá fengu þeir færi og skoruðu. Við höfum verið að æfa varnarleikinn og fara yfir þetta upp á síðkastið og þurfum klárlega að halda áfram að leggja áherslu á að bæta varnarleik alls liðsins,“ sagði þjálfarinn. Ágúst Þór Gylfason var vonsvikinn með niðurstöðuna. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Í frekar jöfnum leik voru Valsmenn betri. Þeir voru yfir lengst af í leiknum og eftir skyndilegan viðsnúning Stjörnumanna var það gráðugur Birkir Heimisson sem sá til þess að Valur vann. Hverjir sköruðu fram úr? Ísak Andri Sigurgeirsson var stórkostlegur. Hann sá um sóknarleik Stjörnumanna og keyrði reglulega á Valsmenn sem skilaði því að Stjörnumenn voru inni í leiknum þangað til á lokamínútu leiksins. Hvað gekk illa? Stjarnan heldur áfram að leka inn mörkum. Þeir eru búnir að fá á sig 10 mörk í fyrstu 4 leikjum deildarinnar. Hvað gerist næst? Valur heimsækir Fylki í Árbæinn miðvikudaginn 3. maí á meðan Stjarnan tekur á móti Breiðablik í Garðabænum 4. maí.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti