Skoruðu sigurmarkið í hinum margfræga „Fergie-tíma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. apríl 2023 12:31 Man United kom til baka gegn Aston Villa. Charlotte Tattersall/Getty Images Kvennalið Manchester United heldur svo sannarlega í gömlu góðu gildin sem gerðu karlalið félagsins jafn sigursælt og raun bar vitni. Liðið tvívegis undir gegn Aston Villa á útivelli en tókst á einhvern undraverðan hátt að snúa dæminu sér í vil og tryggja sér dramatískan 3-2 sigur með marki í uppbótartíma. Man United er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn sem og liðið er komið í úrslit ensku bikarkeppninnar. Mikið afrek fyrir lið sem var ekki sett á laggirnar í núverandi mynd fyrir nema fimm árum síðar. Þá gekk liðið í gegnum töluvert af breytingum fyrir yfirstandandi leiktíð. Toppliðið heimsótti Birimingam á laugardag og mætti þar Aston Villa. Í tvígang kom Rachel Daly, framherjinn sem var áður vinstri bakvörður, heimaliðinu yfir en hún reyndist vörn Man Utd erfiður ljár í þúfu í leiknum. Gestirnir frá Manchester létu það ekki á sig fá og jöfnuðu metin tvívegis, fyrst Leah Galton og svo Nikita Parris. Það stefndi í 2-2 jafntefli þegar líða fór á leikinn en staðan var enn jöfn þegar venjulegum leiktíma var lokið. Það var ekki fyrr en á þriðju mínútu uppbótartíma sem Millie Turner skilaði aukaspyrnu Katie Zelem í netið og gestirnir ærðust af fögnuði. SCENES! #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/0l5EnvLuF8— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Segja má að liðið hafi haldið í gildin sem gerðu bestu lið Sir Alex Ferguson að því óstöðvandi afli sem þau voru. Þau neituðu að gefast upp. Þá hjálpaði að fá góðan uppbótartíma til að tryggja sigurinn. Var það kallað „Fergie time“ eða „Fergie-tími.“ Var hugmyndin sú að Man United fengi einfaldlega eins mikinn uppbótartíma og þyrfti til að skora sigurmark í leikjum. What a night, what a feeling #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/6VMxbCqscV— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Fergie time pic.twitter.com/wU4OKYI5xP— Millie Turner (@MillieTurner_) April 29, 2023 Þökk sé sigurmarki Turner í gær er Man United nú með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City er í öðru sætinu með leik til góða og þá er Chelsea sjö stigum á eftir toppliðinu með þrjá leiki til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Man United er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn sem og liðið er komið í úrslit ensku bikarkeppninnar. Mikið afrek fyrir lið sem var ekki sett á laggirnar í núverandi mynd fyrir nema fimm árum síðar. Þá gekk liðið í gegnum töluvert af breytingum fyrir yfirstandandi leiktíð. Toppliðið heimsótti Birimingam á laugardag og mætti þar Aston Villa. Í tvígang kom Rachel Daly, framherjinn sem var áður vinstri bakvörður, heimaliðinu yfir en hún reyndist vörn Man Utd erfiður ljár í þúfu í leiknum. Gestirnir frá Manchester létu það ekki á sig fá og jöfnuðu metin tvívegis, fyrst Leah Galton og svo Nikita Parris. Það stefndi í 2-2 jafntefli þegar líða fór á leikinn en staðan var enn jöfn þegar venjulegum leiktíma var lokið. Það var ekki fyrr en á þriðju mínútu uppbótartíma sem Millie Turner skilaði aukaspyrnu Katie Zelem í netið og gestirnir ærðust af fögnuði. SCENES! #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/0l5EnvLuF8— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Segja má að liðið hafi haldið í gildin sem gerðu bestu lið Sir Alex Ferguson að því óstöðvandi afli sem þau voru. Þau neituðu að gefast upp. Þá hjálpaði að fá góðan uppbótartíma til að tryggja sigurinn. Var það kallað „Fergie time“ eða „Fergie-tími.“ Var hugmyndin sú að Man United fengi einfaldlega eins mikinn uppbótartíma og þyrfti til að skora sigurmark í leikjum. What a night, what a feeling #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/6VMxbCqscV— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Fergie time pic.twitter.com/wU4OKYI5xP— Millie Turner (@MillieTurner_) April 29, 2023 Þökk sé sigurmarki Turner í gær er Man United nú með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City er í öðru sætinu með leik til góða og þá er Chelsea sjö stigum á eftir toppliðinu með þrjá leiki til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira