Enski boltinn

Er þetta stoð­sending ársins?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alexander Isak fór illa með Michael Keane og drissa Gueye.
Alexander Isak fór illa með Michael Keane og drissa Gueye. Alex Livesey/Getty Images

Jacob Murphy skoraði eitt af fjórum mörkum Newcastle United í 4-1 sigri á Everton í ensku úrvalsdeildinni. Það var hins stoðsendingin sem stal fyrirsögnunum en Alexander Isak lék þá á hvern leikmann Everton á fætur öðrum.

Á fimmtudagskvöld mættust Everton og Newcastle í Guttagarði í Bítlaborginni. Heimamenn eru í hörku fallbaráttu á meðan gestirnir úr norðrinu láta sig dreyma um Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Gestirnir komust 3-0 yfir og voru í fínum málum þegar heimamenn minnkuðu muninn. Örskömmu síðar tók Isak – sem hafði aðeins verið inn á vellinum í tæpar sex mínútur – á rás miðlínunni.

Hann óð upp vinstri vænginn, virtist vera fastur úti við hornfána en lék á tvo leikmenn Everton, rak boltann meðfram endalínunni áður en hann potaði honum fyrir markið á Murphy sem gat ekki annað en skorað.

Það er sagt að mynd segir meira en 1000 orð en hér segir myndband allt sem þarf. Ótrúleg stoðsending og það virðist lítið geta stöðvað Newcastle í leit sinni að Meistaradeildarsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×