Enski boltinn

Brig­hton skoraði sex | Brent­ford kom til baka gegn For­est

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brighton lék sér að Úlfunum.
Brighton lék sér að Úlfunum. Adam Davy/Getty Images

Öllum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu er nú lokið. Brighton & Hove Albion vann 6-0 stórsigur á Úlfunum á meðan Brentford vann dramatískan 2-1 sigur á Nottingham Forest

Það var ekki mikil spenna í leik Brighton og Úlfanna eins og lokatölur gefa til kynna. Deniz Undav skoraði eftir aðeins sex mínútna leik. Pascal Groß tvöfaldaði forystuna ekki löngu síðar og kom svo Brighton í 3-0 á 26. mínútu.

Danny Welbeck skoraði fjórða mark heimamanna áður en fyrri hálfleikur var liðinn og hann bætti við fimmta markinu í upphafi síðari hálfleiks. Undav kórónaði svo magnaðan leik heimamanna með sjötta marki leiksins á 66. mínútu.Fleiri urðu mörkin þó ekki og lokatölur 6-0 á Amex-vellinum.

Nottingham Forest komst yfir gegn Brentford þökk sé marki Danilo í fyrri hálfleik. Undir lok leiks sneru heimamenn dæminu við. Ivan Toney jafnaði metin á 82. mínútu og Josh Dasilva fullkomnaði endurkomuna með sigurmarki í uppbótartíma.

Brighton er í 8. sæti með 52 stig, tveimur stigum á eftir Tottenham Hotspur í 5. sætinu með tvo leiki til góða. Brentford er í 9. sæti með 50 stig, hafandi leikið þremur leikjum meira en Brighton. Wolves eru í 13. sæti með 37 stig og Nottingham Forest með 30 stig í 17. sæti, einu stigi fyrir ofan fallsæti.


Tengdar fréttir

Marka­súpa í fyrsta leik dagsins

Crystal Palace vann West Ham United í stórskemmtilegum leik í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 4-3 og Palace svo gott sem búið að bjarga sér frá falli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×