Álagning byggingaverktaka allt að eitt hundrað prósent Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2023 19:17 Vilhjálmur Hilmarsson er hagfræðingur BHM. Bandalag háskólamanna Hagfræðingur Bandalags háskólamanna segir álagningu á nýbyggingar vera sífellt hækkandi og komna í sögulegar hæðir, heil eitt hundrað prósent. Það orsakist helst af miklum þrýstingi á fasteignamarkaði og ætti ekki að koma á óvart. Hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka segist leyfa sér að efast um að hátt fasteignarverð skýrist af því að byggingaverktakar hafi skyndilega ákveðið að hækka álagningu. Þeir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM, og Konráð Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, ræddu fasteignamarkaðinn á Sprengisandi í morgun. Vilhjámur vísaði þar til nýlegrar úttektar BHM á fasteignamarkaðnum þar sem meðalálagning á nýbyggingar var metin um eitt hundrað prósent. Þrátt fyrir að það eigi ekki að koma neinum á óvart hafi það mikil áhrif á fasteignaverð, meðal annars vegna fákeppnisálagningar. „Álagning er flókið fyrirbæri, en hún er alltaf að hækka,“ segir hann. Konráð segir eftirspurnarþrýsting frekar hafa áhrif á hækkandi fasteignaverð en álagning. „Ég leyfi mér að efast stórlega um það að skýringin sé það að byggingaverktakar hafi allt í einu ákveðið að auka álagningu sína. Þetta gerist náttúrulega í samspili við það að það er rosalega mikill eftirspurnarþrýstingur. Svo gleymist, að mér finnst, alltaf í þessari umræðu um hvað er búið að vera gerast, að við erum búin að standa í fólksfjölgun sem við sem þjóð höfum ekki staðið áður í. Og ef þú skoðar alþjóðlegt samhengi þá er þetta fólksfjölgun sem sést hvergi í raun og veru í þróuðum ríkjum, að okkur sé að fjölga um tvö til þrjú prósent á ári í nokkur ár í röð,“ segir hann. Konráð Guðjónsson er hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Hann tekur senn tímabundið við starfi aðalhagfræðings bankans.Vísir/Vilhelm Hærri álagning geti verið jákvæð Konráð segir eðlilegt að álagning á byggingamarkaði sé tímabundið hærri við slíkar aðstæður og eru nú á markaði. Það geti jafnvel jafnvel verið af hinu góða, enda sé þá meiri hvati til að keyra af stað og ráðast í byggingarverkefni. „Allavega miðað við það sem maður heyrir frá byggingaverktökum núna, að þeir séu aðeins að halda að sér höndum. Þeir eru svolítið hræddir við þessa þróun sem er búin að vera á markaðnum núna, að það taki lengri tíma selja, að verðið sé kannski eitthvað að gefa eftir eða staðna. Á meðan það eru enn þá hellings kostnaðarhækkanir, laun hafa verið að hækka, fjármagnskostnaðurinn er að hækka,“ segir hann. Kaupmáttur almennings hafi snarlega minnkað Vilhjálmur tekur að nokkru leiti undir með Konráði og segir fólksfjölgun þá sem nú er vera sögulega, í fyrra hafi fólki til að mynda fjölgað um tíu þúsund manns. „Það verður mikil eftirspurn eftir húsnæði til framtíðar og ég get ekki ímyndað mér annað en að greinin verði mjög arðbær til framtíðar ef þetta heldur áfram. Svo er náttúrulega annað mál með heildarsamhengið og hvaða áhrif þetta hefur á hagkerfið, þessi mikla fólksfjölgun. En þetta sem við sýndum er markaðsverð, álagning er markaðsverð. Þannig að það hefur einhver séð hag sinn í að kaupa á þessari álagningu en það breytir því ekki að hún er sögulega há og miklu hærri heldur en við sáum fyrra hámark árið 2007,“ segir hann. Þá hafi einnig áhrif að nýbyggingar séu í auknum mæli byggðar á þéttingarreitum þar sem byggingarkostnaður er hærri og eftirspurn einkennist af fólki með hærri kaupgetu. Allt þetta leiðir til þess að kaupmáttur almennings gagnvart húsnæði hefur snarlega minnkað. Samtal þeirra Vilhjálms, Konráðs og Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Fasteignamarkaður Efnahagsmál Sprengisandur Byggingariðnaður Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Þeir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM, og Konráð Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, ræddu fasteignamarkaðinn á Sprengisandi í morgun. Vilhjámur vísaði þar til nýlegrar úttektar BHM á fasteignamarkaðnum þar sem meðalálagning á nýbyggingar var metin um eitt hundrað prósent. Þrátt fyrir að það eigi ekki að koma neinum á óvart hafi það mikil áhrif á fasteignaverð, meðal annars vegna fákeppnisálagningar. „Álagning er flókið fyrirbæri, en hún er alltaf að hækka,“ segir hann. Konráð segir eftirspurnarþrýsting frekar hafa áhrif á hækkandi fasteignaverð en álagning. „Ég leyfi mér að efast stórlega um það að skýringin sé það að byggingaverktakar hafi allt í einu ákveðið að auka álagningu sína. Þetta gerist náttúrulega í samspili við það að það er rosalega mikill eftirspurnarþrýstingur. Svo gleymist, að mér finnst, alltaf í þessari umræðu um hvað er búið að vera gerast, að við erum búin að standa í fólksfjölgun sem við sem þjóð höfum ekki staðið áður í. Og ef þú skoðar alþjóðlegt samhengi þá er þetta fólksfjölgun sem sést hvergi í raun og veru í þróuðum ríkjum, að okkur sé að fjölga um tvö til þrjú prósent á ári í nokkur ár í röð,“ segir hann. Konráð Guðjónsson er hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Hann tekur senn tímabundið við starfi aðalhagfræðings bankans.Vísir/Vilhelm Hærri álagning geti verið jákvæð Konráð segir eðlilegt að álagning á byggingamarkaði sé tímabundið hærri við slíkar aðstæður og eru nú á markaði. Það geti jafnvel jafnvel verið af hinu góða, enda sé þá meiri hvati til að keyra af stað og ráðast í byggingarverkefni. „Allavega miðað við það sem maður heyrir frá byggingaverktökum núna, að þeir séu aðeins að halda að sér höndum. Þeir eru svolítið hræddir við þessa þróun sem er búin að vera á markaðnum núna, að það taki lengri tíma selja, að verðið sé kannski eitthvað að gefa eftir eða staðna. Á meðan það eru enn þá hellings kostnaðarhækkanir, laun hafa verið að hækka, fjármagnskostnaðurinn er að hækka,“ segir hann. Kaupmáttur almennings hafi snarlega minnkað Vilhjálmur tekur að nokkru leiti undir með Konráði og segir fólksfjölgun þá sem nú er vera sögulega, í fyrra hafi fólki til að mynda fjölgað um tíu þúsund manns. „Það verður mikil eftirspurn eftir húsnæði til framtíðar og ég get ekki ímyndað mér annað en að greinin verði mjög arðbær til framtíðar ef þetta heldur áfram. Svo er náttúrulega annað mál með heildarsamhengið og hvaða áhrif þetta hefur á hagkerfið, þessi mikla fólksfjölgun. En þetta sem við sýndum er markaðsverð, álagning er markaðsverð. Þannig að það hefur einhver séð hag sinn í að kaupa á þessari álagningu en það breytir því ekki að hún er sögulega há og miklu hærri heldur en við sáum fyrra hámark árið 2007,“ segir hann. Þá hafi einnig áhrif að nýbyggingar séu í auknum mæli byggðar á þéttingarreitum þar sem byggingarkostnaður er hærri og eftirspurn einkennist af fólki með hærri kaupgetu. Allt þetta leiðir til þess að kaupmáttur almennings gagnvart húsnæði hefur snarlega minnkað. Samtal þeirra Vilhjálms, Konráðs og Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Fasteignamarkaður Efnahagsmál Sprengisandur Byggingariðnaður Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira