Sú besta sneri aftur þegar Barcelona tryggði sér titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 20:30 Titlinum fagnað. Twitter@FCBfemeni Barcelona tryggði sér sigur í La Liga, spænsku úrvalsdeild kvenna, með þægilegum 3-0 sigri á Huelva. Það sem meira er, Alexia Putellas – besta knattspyrnukona heims, sneri aftur á völlinn eftir margra mánaða fjarveru. Alexia Putellas hafði ekki spilað með Barcelona á leiktíðinni en hún sleit krossband í hné í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fór síðasta sumar. Þó það sé deginum ljósara að Barcelona hafi saknað hennar þá hefur það ekki sést á úrslitum liðsins á leiktíðinni. Sigurinn á Huelva, þökk sé mörkum Laia Codina, Jana Fernández og Asisat Oshoala, þýddi að liðið hafði unnið alla 26 leiki sína í La Liga, með markatölunni 108-5. Þá er Barcelona komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. The journey pic.twitter.com/O6SwYFHVea— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) April 30, 2023 Það breytir því ekki að gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar Putellas steig inn á völlinn þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Barcelona á enn eftir fjóra deildarleiki og ljóst er að stefnan er á að enda með fullt hús stiga annað árið í röð. Það verður forvitnilegt að sjá hvort Putellas nái að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu á þeim tíma en þann 3. júní – eftir að leikjum liðsins í deildinni er lokið – mætast Barcelona og Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. pic.twitter.com/5O5vVtUsXq— Alexia Putellas (@alexiaputellas) May 1, 2023 Eins ótrúlegt og það hljómar þá getur Barcelona ekki endurtekið þrennuna sem liðið vann fyrir tveimur tímabilum þar sem liðinu var sparkað úr spænsku bikarkeppninni eftir að stilla upp ólöglegum leikmanni. Geyse Ferreira spilaði og skoraði í 9-0 sigri á Osasuna í bikarkeppninni en þar sem hún hafði fengið rautt spjald á síðustu leiktíð þegar hún lék með Madríd CFF hefði hún átt að vera í leikbanni. Barcelona getur því „aðeins“ unnið tvöfalt á þessari leiktíð. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Alexia Putellas hafði ekki spilað með Barcelona á leiktíðinni en hún sleit krossband í hné í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fór síðasta sumar. Þó það sé deginum ljósara að Barcelona hafi saknað hennar þá hefur það ekki sést á úrslitum liðsins á leiktíðinni. Sigurinn á Huelva, þökk sé mörkum Laia Codina, Jana Fernández og Asisat Oshoala, þýddi að liðið hafði unnið alla 26 leiki sína í La Liga, með markatölunni 108-5. Þá er Barcelona komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. The journey pic.twitter.com/O6SwYFHVea— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) April 30, 2023 Það breytir því ekki að gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar Putellas steig inn á völlinn þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Barcelona á enn eftir fjóra deildarleiki og ljóst er að stefnan er á að enda með fullt hús stiga annað árið í röð. Það verður forvitnilegt að sjá hvort Putellas nái að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu á þeim tíma en þann 3. júní – eftir að leikjum liðsins í deildinni er lokið – mætast Barcelona og Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. pic.twitter.com/5O5vVtUsXq— Alexia Putellas (@alexiaputellas) May 1, 2023 Eins ótrúlegt og það hljómar þá getur Barcelona ekki endurtekið þrennuna sem liðið vann fyrir tveimur tímabilum þar sem liðinu var sparkað úr spænsku bikarkeppninni eftir að stilla upp ólöglegum leikmanni. Geyse Ferreira spilaði og skoraði í 9-0 sigri á Osasuna í bikarkeppninni en þar sem hún hafði fengið rautt spjald á síðustu leiktíð þegar hún lék með Madríd CFF hefði hún átt að vera í leikbanni. Barcelona getur því „aðeins“ unnið tvöfalt á þessari leiktíð.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira