Frá þessu segir í tilkynningu frá OK. Þar segir að María Rán sé verkfræðingur með B.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Management and Economics of Innovation frá Chalmers University of technology í Gautaborg í Svíþjóð.
„María Rán kemur frá Tern systems þar sem hún starfaði sem þjónustustjóri. Þar áður starfaði hún í tíu ár hjá Gagnaveitu Reykjavíkur þar sem hún starfaði fyrst sem verkefnastjóri og síðar sem teymisstjóri vettvangsþjónustu,“ segir í tilkynningunni.
OK er nýtt félag sameinaðra fyrirtækja Opinna kerfa og Premis sem sérhæfir sig í stafrænum lausnum, rekstri á tölvukerfum og sölu á búnaði til fyrirtækja.