„Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2023 07:57 Carlson var látin fara frá Fox í apríl en hefur þegar boðað endurkomu sína. Á hvaða vettvangi er óljóst. AP/Richard Drew Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka. Frá þessu greinir New York Times en í skilaboðunum lýsir Carlson tilfinningum sínum og hugsunum þegar hann horfði á myndskeið þar sem nokkrir stuðningsmenn Trump umkringdu og lúbörðu dreng, sem Carlson segir hafa tilheyrt andfasísku Antifa-hreyfingunni. „Þetta voru, að minnsta kosti, þrír gegn einum,“ segir Carlson um myndskeiðið í skilaboðunum. „Að ráðast gegn manni með þeim hætti er augljóslega ekki heiðursmannlegt. Það er ekki þannig sem hvítir menn slást. En skyndilega upplifði ég mig halda með múgnum gegn manninum, ég vonaði að þeir myndu berja hann fastar, drepa hann. Mig langaði virkilega að þeir meiddu krakkann. Ég fann bragðið af því.“ Carlson segist svo hafa rankað við sér; áttað sig á því að þetta væri ekki í lagi. Hann væri að verða eitthvað sem hann vildi ekki verða. Krakkinn væri manneskja, hversu mikið sem Carlson fyrirliti afstöðu hans. A text message sent by Tucker Carlson that set off a panic at the highest levels of Fox on the eve of its billion-dollar defamation trial showed its most popular host sharing his private, inflammatory views about violence and race. https://t.co/trlp6zlPjL pic.twitter.com/vv68FaLhm8— The New York Times (@nytimes) May 3, 2023 New York Times hefur eftir heimildarmönnum að þegar forsvarsmenn Fox hefðu fengið vitneskju um skilaboðin hefðu þeir strax haft áhyggjur af því að þau yrðu gerð opinber í dómsmálinu sem Dominion Voting Systems höfðaði gegn sjónvarpsstöðinni vegna lyga um svindl í forsetakosningunum 2020. Ákveðið var að fá utanaðkomandi aðila til að rannsaka Carlson en skilaboðin og fleiri innanhúsmál sem tengdust sjónvarpsmanninum hefðu orðið til þess að stjórnendur fyrirtækisins mátu það sem svo að þrátt fyrir svimandi háar áhorfstölur fylgdu Carlson meiri vandamál en virði. Skilaboðin voru meðal gagna sem voru birt í tengslum við dómsmálið en höfðu verið máð út. New York Times og fleiri miðlar hafa hvatt dómara til að birta öll þau skilaboð sem voru máð út í málsgögnunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times en í skilaboðunum lýsir Carlson tilfinningum sínum og hugsunum þegar hann horfði á myndskeið þar sem nokkrir stuðningsmenn Trump umkringdu og lúbörðu dreng, sem Carlson segir hafa tilheyrt andfasísku Antifa-hreyfingunni. „Þetta voru, að minnsta kosti, þrír gegn einum,“ segir Carlson um myndskeiðið í skilaboðunum. „Að ráðast gegn manni með þeim hætti er augljóslega ekki heiðursmannlegt. Það er ekki þannig sem hvítir menn slást. En skyndilega upplifði ég mig halda með múgnum gegn manninum, ég vonaði að þeir myndu berja hann fastar, drepa hann. Mig langaði virkilega að þeir meiddu krakkann. Ég fann bragðið af því.“ Carlson segist svo hafa rankað við sér; áttað sig á því að þetta væri ekki í lagi. Hann væri að verða eitthvað sem hann vildi ekki verða. Krakkinn væri manneskja, hversu mikið sem Carlson fyrirliti afstöðu hans. A text message sent by Tucker Carlson that set off a panic at the highest levels of Fox on the eve of its billion-dollar defamation trial showed its most popular host sharing his private, inflammatory views about violence and race. https://t.co/trlp6zlPjL pic.twitter.com/vv68FaLhm8— The New York Times (@nytimes) May 3, 2023 New York Times hefur eftir heimildarmönnum að þegar forsvarsmenn Fox hefðu fengið vitneskju um skilaboðin hefðu þeir strax haft áhyggjur af því að þau yrðu gerð opinber í dómsmálinu sem Dominion Voting Systems höfðaði gegn sjónvarpsstöðinni vegna lyga um svindl í forsetakosningunum 2020. Ákveðið var að fá utanaðkomandi aðila til að rannsaka Carlson en skilaboðin og fleiri innanhúsmál sem tengdust sjónvarpsmanninum hefðu orðið til þess að stjórnendur fyrirtækisins mátu það sem svo að þrátt fyrir svimandi háar áhorfstölur fylgdu Carlson meiri vandamál en virði. Skilaboðin voru meðal gagna sem voru birt í tengslum við dómsmálið en höfðu verið máð út. New York Times og fleiri miðlar hafa hvatt dómara til að birta öll þau skilaboð sem voru máð út í málsgögnunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira