Til skoðunar að breyta nafni Hönnunarmars Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. maí 2023 11:50 Álfrún Pálsdóttir er kynningarstjóri HönnunarMars Aðsend Stærsta hönnunarhátíð landsins, Hönnunarmars hefst í dag. Boðið verður upp á yfir hundrað sýningar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Til greina kemur að breyta nafninu, enda hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú árin. Yfirskrift dagskránnar í ár er Hvað nú og rauði þráðurinn í sýningunum og innihaldi verkefna er sjálfbærni og endurnýting. Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar segir sýningarnar endurspegla tíðaraldann á sviði hönnunar og arkitektúrs. „Hvað erum við að hanna inn i betri heim, til að auðga og búa til verðmæti? Ég er spenntust að sjá það og það sem verkefnin endurspegla tíðarandan, samfélagið og hvað það er sem við erum að spá í akkurat núna,“ segir Álfrún og bætir við að hátíðin sé einstök á alþjóðlegan mælikvarða. „Af því að við erum að sameina allt frá arkitektúr yfir í fatahönnun og allt þar á milli. Grafísk hönnun, vöruhönnun, stafræn hönnun, það er eitthvað fyrir öll á dagskrá hönnunarmars.“ Til skoðunar að breyta nafninu Þrátt heitið Hönnunarmars hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú ár. Upphaflega var tímasetningunni breytt vegna Covid faraldursins en það reyndist svo vel að ákveðið var að halda sig við dagsetningu nær sumri og hækkandi sól. „Það er aðeins meiri áhætta að vera í mars. Það er aðal ástæðan. En hvort mars verði í maí 2024 er engin leið að vita en við leyfum okkur allavega að gera smá tilraunir með þetta,“ segir Álfrún sem segir að það komi til greina að breyta nafninu. „Það er til umræðu, það er stóra spurningin, við sjáum til en annars tölum við bara um að við séum að marsera á milli sýninga.“ Sem fyrr segir verður hátíðin sett í dag. Um hundrað sýningar verða í boði víðsvegar um höfuðborgarsvæðið en dagskrána má sjá hér. „Það er alveg glæsileg dagskrá framundan og ótrúlega gaman að sjá þetta allt saman verða að veruleika sem maður er búinn að skipuleggja í marga mánuði“, segir Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunarmars. HönnunarMars Tíska og hönnun Menning Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Yfirskrift dagskránnar í ár er Hvað nú og rauði þráðurinn í sýningunum og innihaldi verkefna er sjálfbærni og endurnýting. Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar segir sýningarnar endurspegla tíðaraldann á sviði hönnunar og arkitektúrs. „Hvað erum við að hanna inn i betri heim, til að auðga og búa til verðmæti? Ég er spenntust að sjá það og það sem verkefnin endurspegla tíðarandan, samfélagið og hvað það er sem við erum að spá í akkurat núna,“ segir Álfrún og bætir við að hátíðin sé einstök á alþjóðlegan mælikvarða. „Af því að við erum að sameina allt frá arkitektúr yfir í fatahönnun og allt þar á milli. Grafísk hönnun, vöruhönnun, stafræn hönnun, það er eitthvað fyrir öll á dagskrá hönnunarmars.“ Til skoðunar að breyta nafninu Þrátt heitið Hönnunarmars hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú ár. Upphaflega var tímasetningunni breytt vegna Covid faraldursins en það reyndist svo vel að ákveðið var að halda sig við dagsetningu nær sumri og hækkandi sól. „Það er aðeins meiri áhætta að vera í mars. Það er aðal ástæðan. En hvort mars verði í maí 2024 er engin leið að vita en við leyfum okkur allavega að gera smá tilraunir með þetta,“ segir Álfrún sem segir að það komi til greina að breyta nafninu. „Það er til umræðu, það er stóra spurningin, við sjáum til en annars tölum við bara um að við séum að marsera á milli sýninga.“ Sem fyrr segir verður hátíðin sett í dag. Um hundrað sýningar verða í boði víðsvegar um höfuðborgarsvæðið en dagskrána má sjá hér. „Það er alveg glæsileg dagskrá framundan og ótrúlega gaman að sjá þetta allt saman verða að veruleika sem maður er búinn að skipuleggja í marga mánuði“, segir Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunarmars.
HönnunarMars Tíska og hönnun Menning Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira