„Við gerðum allt sem gerir lið að þægilegum andstæðingi“ Jón Már Ferro skrifar 3. maí 2023 16:00 Frnak Lampard og Thiago Silva hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Sjötta tap Chelsea í röð undir stjórn Frank Lampard kom í gærkvöldi gegn Arsenal. Chelsea var þremur mörkum undir eftir einungis 34 mínútur og varnarleikur liðsins í molum. Sóknarleikur þeirra var ekki mikið skárri líkt og í undanförnum leikjum en þeir náðu að laga stöðuna í lokin og endaði leikurinn því 3-1. „Varnarlínan kom ekki nógu ofarlega og þar af leiðandi fengu þeir of mikið svæði. Sóknarlega spiluðum við ekki í gegnum pressuna þeirra. Við gerðum allt sem gerir lið að þægilegum andstæðingi,“ segir Frank Lampard, þjálfari liðsins, í viðtali við Sky Sport. Margir hlutir í leik Chelsea fóru úrskeiðis í gær en einn þeirra er skortur á ákefð. Bæði sóknarlega en sérstaklega varnarlega. "Six years ago, we finished tenth. We won the Premier League a year later... I lived it, it's doable." Cesc Fabregas offers hope to Chelsea fans pic.twitter.com/69YaByZ6hy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 2, 2023 Einn þeirra sem gagnrýnir Chelsea er Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann skoraði 127 mörk í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma fyrir Leeds, Chelsea, Middlesbrough og Charlton. „Þetta gerist þegar þú ert ekki að spila vel, þegar þú gerir ekki grunnatriðin rétt og þegar þú leggur ekki nógu mikið á þig,“ segir Hasselbaink við Sky Sport og hélt áfram. „Ákefðin var mjög lítil. Fyrirgjafirnar komu of auðvelda inn á teiginn vegna þess að leikmenn gerðu ekki nóg til að komast fyrir þær. Þegar þú gerir það muntu alltaf eiga í vandræðum.“ Cesc Fabregas tók í sama streng. Hann vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea og spilaði 350 leiki í heildina með Arsenal og Chelsea. „Ég trúði ekki taktísku og tæknilegu mistökunum sem leikmenn Chelsea voru að gera,“ segir Fabregas á Sky Sport. Á sínum tíma tók Fabregas þátt í því að endurreisa Chelsea 2016-17 tímabilið þegar Antonio Conte var ráðinn stjóri. Tímabilið áður hafði Guus Hiddink tekið við sem bráðabirgaðstjóri af Jose Mourinho sem var með liðið í tíunda sæti. Svipuð staða er uppi núna. „Við unnum ensku úrvalsdeildina. Það er ekki ómögulegt. Ég var þarna. Ef það kemur inn þjálfari með reynslu og karakter, sem er með skýra sín, þá er þetta gerlegt,“ segir Fabregas. Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira
Chelsea var þremur mörkum undir eftir einungis 34 mínútur og varnarleikur liðsins í molum. Sóknarleikur þeirra var ekki mikið skárri líkt og í undanförnum leikjum en þeir náðu að laga stöðuna í lokin og endaði leikurinn því 3-1. „Varnarlínan kom ekki nógu ofarlega og þar af leiðandi fengu þeir of mikið svæði. Sóknarlega spiluðum við ekki í gegnum pressuna þeirra. Við gerðum allt sem gerir lið að þægilegum andstæðingi,“ segir Frank Lampard, þjálfari liðsins, í viðtali við Sky Sport. Margir hlutir í leik Chelsea fóru úrskeiðis í gær en einn þeirra er skortur á ákefð. Bæði sóknarlega en sérstaklega varnarlega. "Six years ago, we finished tenth. We won the Premier League a year later... I lived it, it's doable." Cesc Fabregas offers hope to Chelsea fans pic.twitter.com/69YaByZ6hy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 2, 2023 Einn þeirra sem gagnrýnir Chelsea er Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann skoraði 127 mörk í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma fyrir Leeds, Chelsea, Middlesbrough og Charlton. „Þetta gerist þegar þú ert ekki að spila vel, þegar þú gerir ekki grunnatriðin rétt og þegar þú leggur ekki nógu mikið á þig,“ segir Hasselbaink við Sky Sport og hélt áfram. „Ákefðin var mjög lítil. Fyrirgjafirnar komu of auðvelda inn á teiginn vegna þess að leikmenn gerðu ekki nóg til að komast fyrir þær. Þegar þú gerir það muntu alltaf eiga í vandræðum.“ Cesc Fabregas tók í sama streng. Hann vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea og spilaði 350 leiki í heildina með Arsenal og Chelsea. „Ég trúði ekki taktísku og tæknilegu mistökunum sem leikmenn Chelsea voru að gera,“ segir Fabregas á Sky Sport. Á sínum tíma tók Fabregas þátt í því að endurreisa Chelsea 2016-17 tímabilið þegar Antonio Conte var ráðinn stjóri. Tímabilið áður hafði Guus Hiddink tekið við sem bráðabirgaðstjóri af Jose Mourinho sem var með liðið í tíunda sæti. Svipuð staða er uppi núna. „Við unnum ensku úrvalsdeildina. Það er ekki ómögulegt. Ég var þarna. Ef það kemur inn þjálfari með reynslu og karakter, sem er með skýra sín, þá er þetta gerlegt,“ segir Fabregas.
Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira