Aron öflugur þegar Álaborg tryggði sér sæti í undanúrslitum Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 19:45 Aron Pálmarsson var ómyrkur í máli eftir leikinn í kvöld. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg eru komnir í undanúrslit dönsku deildarinnar eftir 28-26 sigur á KIF Kolding í kvöld. Þá vann Holstebro heimasigur á Lemvig og tryggði sæti sitt í deildinni. Aron Pálmarsson var ekki með íslenska landsliðinu á dögunum vegna meiðsla en var hins vegar orðinn heill heilsu þegar lið Álaborgar sótti Kolding heim í úrslitakeppni dönsku deildarinnar í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn voru með 14-13 forystu í hálfleik. Gestirnir frá Álaborg náðu hins vegar frumkvæðinu í síðari hálfleik og komust þremur mörkum yfir í stöðunni 21-18 þegar fimmtán mínútur voru eftir. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum tveggja marka sigur, lokatölur 28-26. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Álaborg í kvöld og gaf þar að auki eina stoðsendingu. Með sigrinum er Álaborg öruggt í undanúrslit þar sem leikið verður um danska titilinn en ekki er ljóst hverjum þeir mæta þar. Halldór Jóhann Sigfússon og lærisveinar hans í Holstebro tryggðu veru sína í efstu deild að ári þegar liðið lagði Lemvig á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 25-23 en Daníel Freyr Andrésson var í marki Lemvig sem er í vondri stöðu í neðsta sæti umspilsins um sæti í efstu deild að ári. Daníel Freyr varði sjö skot hjá Lemvig í kvöld en hann gengur til liðs við FH að tímabilinu loknu. Arnór Atlason tekur við þjálfun liðs Holstebro í sumar og getur nú farið að undirbúa liðið fyrir tímabil í efstu deild. Elvar Ásgeirsson skoraði sex mörk þegar Ribe-Esbjerg tapaði 29-21 fyrir Skjern. Ágúst Elí Björgvinsson varði sex skot hjá Ribe-Esbjerg en lið Skjern tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigrinum. Danski handboltinn Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
Aron Pálmarsson var ekki með íslenska landsliðinu á dögunum vegna meiðsla en var hins vegar orðinn heill heilsu þegar lið Álaborgar sótti Kolding heim í úrslitakeppni dönsku deildarinnar í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn voru með 14-13 forystu í hálfleik. Gestirnir frá Álaborg náðu hins vegar frumkvæðinu í síðari hálfleik og komust þremur mörkum yfir í stöðunni 21-18 þegar fimmtán mínútur voru eftir. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum tveggja marka sigur, lokatölur 28-26. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Álaborg í kvöld og gaf þar að auki eina stoðsendingu. Með sigrinum er Álaborg öruggt í undanúrslit þar sem leikið verður um danska titilinn en ekki er ljóst hverjum þeir mæta þar. Halldór Jóhann Sigfússon og lærisveinar hans í Holstebro tryggðu veru sína í efstu deild að ári þegar liðið lagði Lemvig á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 25-23 en Daníel Freyr Andrésson var í marki Lemvig sem er í vondri stöðu í neðsta sæti umspilsins um sæti í efstu deild að ári. Daníel Freyr varði sjö skot hjá Lemvig í kvöld en hann gengur til liðs við FH að tímabilinu loknu. Arnór Atlason tekur við þjálfun liðs Holstebro í sumar og getur nú farið að undirbúa liðið fyrir tímabil í efstu deild. Elvar Ásgeirsson skoraði sex mörk þegar Ribe-Esbjerg tapaði 29-21 fyrir Skjern. Ágúst Elí Björgvinsson varði sex skot hjá Ribe-Esbjerg en lið Skjern tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigrinum.
Danski handboltinn Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira