Frumvarpið sé viðbragð við stóra kókaínmálinu og sjö vikna banni fjölmiðla Helena Rós Sturludóttir skrifar 4. maí 2023 13:30 Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, vill breyta lögum um meðferð einka- og sakamála til að koma í veg fyrir að dómarar geti lagt bann við því að fjölmiðlar segi frá því sem sagt er fyrir dómi svo vikum skipti. Stöð 2/Arnar Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um meðferð einka- og sakamála sem beinir sjónum að frásögn fjölmiðla af skýrslutökum úr dómsal. Frumvarpið er hugsað sem viðbragð við stóra kókaínmálinu og því ástandi sem skapaðist þegar dómari bannaði fréttaflutning úr dómsal í heilar sjö vikur. Markmið frumvarpsins er að taka allan vafa af um að bann við frásögn af skýrslutökum fyrir dómi gildi aðeins um samtímafrásögn af því sem fram kemur á meðan skýrslutaka yfir viðkomandi aðila, sakborningi eða vitni stendur yfir en ekki um skýrslutökur í fleirtölu líkt og gerðist til að mynda í stóra kókaínmálinu sem er stærsta fíkniefnamál sinnar tegundar hér á landi. Þvert gegn vilja löggjafans Bann dómarans var harðlega gagnrýnt og segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og flutningsmaður frumvarpsins, málið vera ákveðið viðbragð við því. Það sé algjörlega óboðlegt að dómari geti bannað fréttaflutning svo vikum skipti. „Það gengur líka þvert gegn vilja löggjafans frá árinu 2019 þegar viðkomandi ákvæði var sett því þá var bara verið að bregðast við samtíma frásögn úr dómsal og þá var það nú meiningin að gera það út frá hverri skýrslutöku fyrir sig en ekki skýrslutökum úr heilli aðalmeðferð,“ segir Sigmar. Frumvarpið sé viðleitni í að halda í þá grundvallar afstöðu um að þinghald skuli vera opið og að almenningi komi við hvað fari þar fram. „Það veitir dómstólum og öllu aðhald og upplýsir fólk um hvað er að gerast í samfélaginu,“ segir hann jafnframt. Skert fjölmiðlafrelsi Á dögunum var greint frá því að Ísland hefði fallið um þrjú sæti á milli ára í vísitölu samtakanna Blaðamenn án landamæra sem mælir fjölmiðlafrelsi í 180 ríkjum heimsins. Það er lægsta sæti sem Ísland hefur setið í frá árinu 2016 en framan af mældist Ísland oftast nær í efstu sætum listans. „Þegar fjölmiðlar búa við lagaumhverfi sem er heftandi við það að afla upplýsinga og veita samfélaginu aðhald þá hlýtur það að auðvitað að bitna á fjölmiðlafrelsi í landinu og auðvitað stöðu okkar á þessum lista en það eru auðvitað fleiri atriði sem eru undir þar,“ segir Sigmar. Lagaumhverfi fjölmiðla verði að vera með þeim hætti að aðgengi að upplýsingum sé mikið og gagnsæi sé tryggt. Dómstólar sérstakt áhyggjuefni „Þannig að almenningur viti hvað er í gangi á hverjum stað fyrir sig. Þetta með dómstólana hefur verið sérstakt áhyggjuefni á undanförnum árum. Mér finnst svona þetta frumvarp sem ég er að leggja fram það að minnsta kosti bætir stöðuna að einhverju leyti. Þó að Ísland hafi í gegnum tíðina verið alveg ágætt á þessum lista og að við teljum að fjölmiðlafrelsi sé mikið hérna á Íslandi. Þá er það nú þannig að fjölmiðlafrelsi er ekki tekið burt í einum vetfangi það gerist svona í bitum og það hefur því miður verið þróunin á Íslandi síðasta áratuginn.“ Sigmar segir frumvarpið taka allan vafa af því að bann við frásögn gildi aðeins um skýrslutöku yfir einum aðila en ekki fleirtölu líkt og dæmi séu um. Þá hljóti að vera hægt að finna minna íþyngjandi leiðir til að koma í veg fyrir sakaspjöll heldur en að útiloka fjölmiðla frá þinghaldi með þessum hætti. Það hafi heldur ekki þjónað tilgangi sínum í þessu tiltekna máli þar sem þinghaldið var opið og hver sem er hafi getað komið og hlustað. Dómari hafi því gengið of langt án þess að ná því markmiði sem lagt var með í upphafi. Sigmar flutti málið á Alþingi í gær og segist hann hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð. Hann vonast til að frumvarpið verði að lögum sem fyrst. Fjölmiðlar Viðreisn Alþingi Dómstólar Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Dómari telur ekki forsendur til að refsa blaðamönnum Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur ákveðið að aðhafast ekkert við því að Vísir hafi birt fréttir af stóra kókaínmálinu á meðan fjölmiðlaumfjöllunarbanni dómara stóð. Þetta kemur fram í tölvupósti frá dómaranum til saksóknara og verjenda í stóra kókaínmálinu í dag. Dómari segir ekki forsendur til að aðhafast í málinu. 10. mars 2023 14:49 Stóra kókaínmálið sem fjölmiðlar mega alls ekki fjalla um strax Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna? 16. febrúar 2023 09:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Markmið frumvarpsins er að taka allan vafa af um að bann við frásögn af skýrslutökum fyrir dómi gildi aðeins um samtímafrásögn af því sem fram kemur á meðan skýrslutaka yfir viðkomandi aðila, sakborningi eða vitni stendur yfir en ekki um skýrslutökur í fleirtölu líkt og gerðist til að mynda í stóra kókaínmálinu sem er stærsta fíkniefnamál sinnar tegundar hér á landi. Þvert gegn vilja löggjafans Bann dómarans var harðlega gagnrýnt og segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og flutningsmaður frumvarpsins, málið vera ákveðið viðbragð við því. Það sé algjörlega óboðlegt að dómari geti bannað fréttaflutning svo vikum skipti. „Það gengur líka þvert gegn vilja löggjafans frá árinu 2019 þegar viðkomandi ákvæði var sett því þá var bara verið að bregðast við samtíma frásögn úr dómsal og þá var það nú meiningin að gera það út frá hverri skýrslutöku fyrir sig en ekki skýrslutökum úr heilli aðalmeðferð,“ segir Sigmar. Frumvarpið sé viðleitni í að halda í þá grundvallar afstöðu um að þinghald skuli vera opið og að almenningi komi við hvað fari þar fram. „Það veitir dómstólum og öllu aðhald og upplýsir fólk um hvað er að gerast í samfélaginu,“ segir hann jafnframt. Skert fjölmiðlafrelsi Á dögunum var greint frá því að Ísland hefði fallið um þrjú sæti á milli ára í vísitölu samtakanna Blaðamenn án landamæra sem mælir fjölmiðlafrelsi í 180 ríkjum heimsins. Það er lægsta sæti sem Ísland hefur setið í frá árinu 2016 en framan af mældist Ísland oftast nær í efstu sætum listans. „Þegar fjölmiðlar búa við lagaumhverfi sem er heftandi við það að afla upplýsinga og veita samfélaginu aðhald þá hlýtur það að auðvitað að bitna á fjölmiðlafrelsi í landinu og auðvitað stöðu okkar á þessum lista en það eru auðvitað fleiri atriði sem eru undir þar,“ segir Sigmar. Lagaumhverfi fjölmiðla verði að vera með þeim hætti að aðgengi að upplýsingum sé mikið og gagnsæi sé tryggt. Dómstólar sérstakt áhyggjuefni „Þannig að almenningur viti hvað er í gangi á hverjum stað fyrir sig. Þetta með dómstólana hefur verið sérstakt áhyggjuefni á undanförnum árum. Mér finnst svona þetta frumvarp sem ég er að leggja fram það að minnsta kosti bætir stöðuna að einhverju leyti. Þó að Ísland hafi í gegnum tíðina verið alveg ágætt á þessum lista og að við teljum að fjölmiðlafrelsi sé mikið hérna á Íslandi. Þá er það nú þannig að fjölmiðlafrelsi er ekki tekið burt í einum vetfangi það gerist svona í bitum og það hefur því miður verið þróunin á Íslandi síðasta áratuginn.“ Sigmar segir frumvarpið taka allan vafa af því að bann við frásögn gildi aðeins um skýrslutöku yfir einum aðila en ekki fleirtölu líkt og dæmi séu um. Þá hljóti að vera hægt að finna minna íþyngjandi leiðir til að koma í veg fyrir sakaspjöll heldur en að útiloka fjölmiðla frá þinghaldi með þessum hætti. Það hafi heldur ekki þjónað tilgangi sínum í þessu tiltekna máli þar sem þinghaldið var opið og hver sem er hafi getað komið og hlustað. Dómari hafi því gengið of langt án þess að ná því markmiði sem lagt var með í upphafi. Sigmar flutti málið á Alþingi í gær og segist hann hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð. Hann vonast til að frumvarpið verði að lögum sem fyrst.
Fjölmiðlar Viðreisn Alþingi Dómstólar Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Dómari telur ekki forsendur til að refsa blaðamönnum Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur ákveðið að aðhafast ekkert við því að Vísir hafi birt fréttir af stóra kókaínmálinu á meðan fjölmiðlaumfjöllunarbanni dómara stóð. Þetta kemur fram í tölvupósti frá dómaranum til saksóknara og verjenda í stóra kókaínmálinu í dag. Dómari segir ekki forsendur til að aðhafast í málinu. 10. mars 2023 14:49 Stóra kókaínmálið sem fjölmiðlar mega alls ekki fjalla um strax Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna? 16. febrúar 2023 09:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00
Dómari telur ekki forsendur til að refsa blaðamönnum Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur ákveðið að aðhafast ekkert við því að Vísir hafi birt fréttir af stóra kókaínmálinu á meðan fjölmiðlaumfjöllunarbanni dómara stóð. Þetta kemur fram í tölvupósti frá dómaranum til saksóknara og verjenda í stóra kókaínmálinu í dag. Dómari segir ekki forsendur til að aðhafast í málinu. 10. mars 2023 14:49
Stóra kókaínmálið sem fjölmiðlar mega alls ekki fjalla um strax Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna? 16. febrúar 2023 09:00