Lífið samstarf

Blótið vék fyrir ást­kæra yl­hýra

SS
Daníel og Kolbeinn, sem skipa dúettinn Sprite Zero Klan, þurftu að taka afstöðu til blótsyrða sem prýddu fyrri útgáfu þeirra af SS pylsulaginu. Hvernig mun lokaútgáfan hljóma? 
Daníel og Kolbeinn, sem skipa dúettinn Sprite Zero Klan, þurftu að taka afstöðu til blótsyrða sem prýddu fyrri útgáfu þeirra af SS pylsulaginu. Hvernig mun lokaútgáfan hljóma? 

Seinni umferð Skúrsins hófst í síðustu viku en í þáttunum keppa sex flytjendur um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu auk þess sem keppt er um besta frumsamda lagið.

Í fyrri umferð kynntumst við flytjendunum sex og heyrðum brot úr fyrstu útgáfum laga þeirra. Nú hefur hópurinn haft góðan tíma til að fínpússa bæði lögin og gera ýmsar breytingar á þeim.

Daníel og Kolbeinn, sem skipa dúettinn Sprite Zero Klan, vöktu athygli í fyrri umferð fyrir að vera mjög hressir og skemmtilegir en ekki síður fyrir að blóta hressilega á ensku í útgáfu sinni af SS pylsulaginu. Lokaútgáfa þeirra er kynnt hér í ellefta þætti Skúrsins.

Dómnefnd var aðeins hugsi yfir þeirri útgáfu og taldi að líklega að breyta þyrfti einhverju ef lagið ætti að fá spilun víða.

Félagarnir tóku vel í þá athugasemd. „Eftir að hafa horft á fyrri þáttinn sáum við að dómnefndin talaði mikið um blótið okkar. Við sáum því að kannski væri skynsamlegt að leggjast aðeins yfir þetta,“ segja þeir Daníel og Kolbeinn.

Eftir að hafa sporðrennt sitt hvorri pylsunni í miðbæ Reykjavíkur héldu þeir í næstu bókabúð og fjárfestu í samheitaorðabók.

„Við þurftum að finna góð íslensk samheiti yfir helstu blótsyrðin í SS pylsulaginu okkar. Þetta eru orðin „motherfucker“, „fuck“ og „fuck it“. Við vorum því helst að leita að tveimur orðum sem byrja á „f“ og einu orði sem byrjar á „m“.“

Það verður gaman að sjá hvaða orð urðu fyrir valinu hjá strákunum en meðal þeirra orða sem voru rædd voru fláráður, marbendill og margslungna.

Klippa: Skúrinn - Leitin að nýja SS pylsulaginu: Ellefti þáttur

Fari þeir með sigur af hólmi eru þeir nokkuð sammála um hvað gera skuli við verðlauna upphæðina. „Ef við vinnum þá heitum við því að leggja fjármunina í að gefa enn meira af okkur. Við getum líak gert annað pylsulag? Þið heyrður þetta fyrst hér, það er annað pylsulag á leiðinni.“

Síðasti þáttur seinni umferðar Skúrsins er á morgun laugardag en þá verður útgáfa Lilju Sólar kynnt.

Að loknum sjötta þætti seinni umferðar munu lesendur Vísis og dómnefnd velja þrjú SS pylsulög áfram og velja besta frumsamda lagið.

Kosning hefst á Vísi fimmtudaginn 11. maí.

Landsmenn munu heyra útgáfurnar þrjár sem komast í lokaúrslit í sjónvarpi og útvarpi í sumar og í ágúst verður kosið um sigurvegarann í keppninni um besta nýja SS pylsulagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.