Óvænt eftirspurn eftir stólunum sem ruku út Máni Snær Þorláksson skrifar 4. maí 2023 21:46 Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu, segir eftirspurnina eftir stólunum hafa verið mikla. Vísir/Steingrímur Dúi Gríðarleg eftirspurn er eftir stólum úr skíðalyftunni gömlu sem þurfti að víkja fyrir nýju Drottningunni í Bláfjöllum. Framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins segir eftirspurnina hafa komið starfsfólki á óvart en hann grunar að fólk ætli að nýta stólana meðal annars sem garðhúsgagn. Drottningin svokallaða var reist í Bláfjöllum árið 1978 og jókst þá flutningsgeta í fjallinu til muna. Eftir 44 ára þjónustu var drottningin þó leyst af hólmi í vetur - af nýrri skíðalyftu sem einnig nefnist drottningin. „Gamla drottningin, við erum að taka hana niður núna eftir 44 ár, sett upp '78 og var þá náttúrulega bara veruleg búbót fyrir skíðafólk á sínum tíma. Þetta var fyrsta stólalyftan á suðvesturhorninu en önnur lyftan á landinu. Hún hefur lifað með fólki, ansi mörgum í gegnum tíðina.“ Þrátt fyrir að ein elsta stólalyfta Íslands sé búin að ljúka hlutverki sínu í Bláfjöllum þá koma stólarnir úr lyftunni til með að þjóna nýju hlutverki. Ákveðið var að selja stólana á 10 þúsund krónur og létu viðbrögðin ekki á sér standa, þrátt fyrir efasemdir sumra starfsmanna á svæðinu um áhuga fólks á stólunum. „Já okkur datt í hug að bjóða þá til sölu og bjuggumst kannski við að selja örfáa stóla, það voru svona mismunandi skoðanir um það á vinnustaðnum en ég er að taka þetta saman, mér sýnist þetta vera meira og minna uppselt. Miklu fleiri sem vilja fjárfesta í sögunni heldur en við bjuggumst við.“ Magnús telur að fólk eigi eftir að koma stólunum fyrir til dæmis í garðinum eða hjá sumarhúsum.Vísir/Steingrímur Dúi Magnús segir að búið sé að panta alla stólana og að fólk sé meira að segja komið á biðlista. Hann telur að fólk ætli sér að nýta stólana en að það sé þó ekki aðalástæðan fyrir eftirspurninni: „Mig grunar að þetta sé bara að fara í garðinn eða utan á húsin, sumarhúsin, eitthvað svoleiðis. Ég held það sé aðallega verið að fjárfesta í sögunni eins og ég segi, það eru svo margir bara búnir að alast upp með þessari lyftu hérna á suðvesturhorninu, allavega skíða- og brettafólk.“ Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Sjá meira
Drottningin svokallaða var reist í Bláfjöllum árið 1978 og jókst þá flutningsgeta í fjallinu til muna. Eftir 44 ára þjónustu var drottningin þó leyst af hólmi í vetur - af nýrri skíðalyftu sem einnig nefnist drottningin. „Gamla drottningin, við erum að taka hana niður núna eftir 44 ár, sett upp '78 og var þá náttúrulega bara veruleg búbót fyrir skíðafólk á sínum tíma. Þetta var fyrsta stólalyftan á suðvesturhorninu en önnur lyftan á landinu. Hún hefur lifað með fólki, ansi mörgum í gegnum tíðina.“ Þrátt fyrir að ein elsta stólalyfta Íslands sé búin að ljúka hlutverki sínu í Bláfjöllum þá koma stólarnir úr lyftunni til með að þjóna nýju hlutverki. Ákveðið var að selja stólana á 10 þúsund krónur og létu viðbrögðin ekki á sér standa, þrátt fyrir efasemdir sumra starfsmanna á svæðinu um áhuga fólks á stólunum. „Já okkur datt í hug að bjóða þá til sölu og bjuggumst kannski við að selja örfáa stóla, það voru svona mismunandi skoðanir um það á vinnustaðnum en ég er að taka þetta saman, mér sýnist þetta vera meira og minna uppselt. Miklu fleiri sem vilja fjárfesta í sögunni heldur en við bjuggumst við.“ Magnús telur að fólk eigi eftir að koma stólunum fyrir til dæmis í garðinum eða hjá sumarhúsum.Vísir/Steingrímur Dúi Magnús segir að búið sé að panta alla stólana og að fólk sé meira að segja komið á biðlista. Hann telur að fólk ætli sér að nýta stólana en að það sé þó ekki aðalástæðan fyrir eftirspurninni: „Mig grunar að þetta sé bara að fara í garðinn eða utan á húsin, sumarhúsin, eitthvað svoleiðis. Ég held það sé aðallega verið að fjárfesta í sögunni eins og ég segi, það eru svo margir bara búnir að alast upp með þessari lyftu hérna á suðvesturhorninu, allavega skíða- og brettafólk.“
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Sjá meira