„Ég hef talað mikið við Sölva“ Jón Már Ferro skrifar 4. maí 2023 23:17 Logi Tómasson er með frábæran vinstri fót. Vísir/Hulda Margrét Logi Tómasson hefur spilað mjög vel í fyrstu fimm leikjum Bestu deildarinnar. Hann lagði upp mark í kvöld og var mjög sannfærandi. Bæði sóknarlega og varnarlega. Hann lætur aðra um að dæma um frammistöðu sína. „Ég veit það ekki. Menn verða að dæma um það sjálfir. Ég var solid í þessum leik og hef verið solid í þessum fimm leikjum í upphafi tímabils. Ég er mjög ánægður,“ sagði Logi. Logi spilar sem vinstri bakvörður í grunninn. Sóknarlega fer hann oftar en ekki inn á miðjuna og tekur virkan þátt í spilinu. „Mér finnst það geðveikt. Ég held ég sé búinn að spila þrjár stöður í þessum fimm leikjum. Ég er búinn að vera fimm ár hjá Arnari frá því hann kom fyrst. Þegar maður hefur verið svona lengi hjá Arnari lærir maður mikið. Ég er búinn að spila allar stöður nema markmann og læra vel inn á þær allar. Þetta er ógeðslega gaman,“ sagði Logi. Logi getur ómögulega sagt hvaða staða honum finnst skemmilegust. Varnarleikurinn hefur nýlega fangað hug hans og hjarta. Augljósar bætingar hafa orðið á varnarleik hans. „Mér finnst þær allar skemmtilegar en mér finnst orðið mikið skemmtilegra að verjast í dag. Ég er að reyna bæta mig í varnarleiknum. Það er það eina sem ég er að fókusa á. Svo kemur sóknarleikurinn. Ég er með hann bara í mér,“ sagði Logi. Sölvi Geir Ottesen er einn allra besti varnarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Hann er nú aðstoðarþjálfari Víkinga og miðlar sinni reynslu til Loga og félaga. „Ég hef talað mikið við Sölva og unnið mikið með honum. Við förum yfir klippur eftir alla leiki og við erum aldrei sáttir. Við förum alltaf yfir mistökin. Það er alltaf hægt að finna litla hluti sem hægt er að laga. Ef maður lagar einn hlut í einu. Þá getur maður bætt sig mikið,“ sagði Logi. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17 Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
„Ég veit það ekki. Menn verða að dæma um það sjálfir. Ég var solid í þessum leik og hef verið solid í þessum fimm leikjum í upphafi tímabils. Ég er mjög ánægður,“ sagði Logi. Logi spilar sem vinstri bakvörður í grunninn. Sóknarlega fer hann oftar en ekki inn á miðjuna og tekur virkan þátt í spilinu. „Mér finnst það geðveikt. Ég held ég sé búinn að spila þrjár stöður í þessum fimm leikjum. Ég er búinn að vera fimm ár hjá Arnari frá því hann kom fyrst. Þegar maður hefur verið svona lengi hjá Arnari lærir maður mikið. Ég er búinn að spila allar stöður nema markmann og læra vel inn á þær allar. Þetta er ógeðslega gaman,“ sagði Logi. Logi getur ómögulega sagt hvaða staða honum finnst skemmilegust. Varnarleikurinn hefur nýlega fangað hug hans og hjarta. Augljósar bætingar hafa orðið á varnarleik hans. „Mér finnst þær allar skemmtilegar en mér finnst orðið mikið skemmtilegra að verjast í dag. Ég er að reyna bæta mig í varnarleiknum. Það er það eina sem ég er að fókusa á. Svo kemur sóknarleikurinn. Ég er með hann bara í mér,“ sagði Logi. Sölvi Geir Ottesen er einn allra besti varnarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Hann er nú aðstoðarþjálfari Víkinga og miðlar sinni reynslu til Loga og félaga. „Ég hef talað mikið við Sölva og unnið mikið með honum. Við förum yfir klippur eftir alla leiki og við erum aldrei sáttir. Við förum alltaf yfir mistökin. Það er alltaf hægt að finna litla hluti sem hægt er að laga. Ef maður lagar einn hlut í einu. Þá getur maður bætt sig mikið,“ sagði Logi.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17 Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17