Innlent

Allt með kyrrum kjörum í Mýr­dals­jökli

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull. Vísir/Vilhelm

Skjálftahrinan sem hófst í gærmorgun í Mýrdalsjökli virðist vera afstaðin en skjálftakort Veðurstofu Íslands sýnir aðeins einn lítinn skjálfta á svæðinu frá miðnætti.

Hrinan hófst á tíunda tímanum í gærmorgun og kom sá stærsti átta mínútur í tíu. Sá mældist 4,6 stig að stærð. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fundust nokkrir í Þórsmörk.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tók síðan þá ákvörðun í gær að lýsa yfir óvissuástandi vegna málsins og var veginum inn að Kötlujökli meðal annars lokað.

Verulega tók að draga úr virkninni síðdegis í gær en Veðurstofan fylgist þó áfram náið með þróun mála að því er segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×