Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2023 07:00 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnunni. vísir Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. Í Kompás var fjallað um úrræðaleysi þegar kemur að alvarlega andlega veikum föngum sem fá ekki viðeigandi aðstoð í fangelsi og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið hættulegri en áður. Sérfræðingar hafa margir kallað eftir sértækum úrræðum fyrir þennan hóp og sagði dómsmálaráðherra í fréttum okkar í gær að hann muni leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir hópinn. Ástandið verið ófullnægjandi Hann segir allt tal um úrræðaleysi ekki koma á óvart enda hafi staðan verið ófullnægjandi árum saman. „Nei í sjálfu sér ekki, þetta er rétt og satt sem kom fram í þessum þætti. Ástandið í þessu hefur verið ófullnægjandi á undanförnum árum, það er alveg ljóst. Við höfum verið í samtali og það hefur verið gripið til úrræða sem hafa hjálpað mikið, en betur má ef duga skal,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og bætir við að ljóst að samstarf og samspil þurfi milli ráðuneyta til að gera betur varðandi stöðu andlega veikra fanga. Of algengt að fólk falli milli kerfa „Fangar eiga rétt á heilbrigðisþjónustu eins og aðrir landsmenn. Það eru allt of mörg dæmi um að fólk falli á milli heilbrigðiskerfisins og fangelsisyfirvalda. Við þurfum að leita úrræða í þessu.“ Hann segir þó að á undanförnum árum hafi árangur náðst í málaflokknum. „Geðheilsuteymið hefur breytt gríðarlega miklu, það er miklu markvissar unnið með fanga í dag heldur en var fyrir þeirra tíma. Við erum líka að fara af stað núna í framkvæmdir á Litla-Hrauni sem eru áætlaðar að kosti á þriðja milljarð sem er einmitt hugsað sem aðstaða fyrir geðheilsuteymið, einnig hugsað fyrir heimsóknir fjölskyldu og vina til fanga. Þannig það er líka verið að vinna að þessu á þeim vettvangi, að bæta alla þá aðstöðu sem hefur mjög skort svo að vinnuaðstæður séu fullnægjandi fyrir þetta fólk.“ Hann segir algjört grundvallaratriði að fangar og þeir sem eru öryggisvistaðir fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. „Það eiga allir rétt á heilbrigðisþjónustunni. Þeir eiga líka sín réttindi, það verður að hafa það í huga að fangar geta neitað meðferð eins og allir geta neitað meðferð þannig þetta eru flókin mál að nálgast.“ Leggur til nýtt úrræði Í kvöldfrétt Stöðvar 2 sem birtist á Vísi í gær kom fram að Jón vilji fara sameiginlega í vistunarúrræði ásamt heilbrigðis- og félagamálaráðuneytinu fyrir alvarlega andlega veika fanga og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. „Fyrir þá sem þurfa á læknismeðferð að halda. Ég hef ávarpað að við getum gert þetta í tengslum við uppbyggingu fangelsis sem myndi sinna þessu og væri hægt að sjá fyrir sér að fangelsismálayfirvöld sæju um öryggisþáttinn í slíku fangelsi á meðan sveitarfélög og heilbrigðisráðuneytið sæi um það sem að þeim snýr, það er að segja læknismeðferð og félagslega þáttinn í þessu.“ Tillagan sé forgangsmál í ráðuneytinu. „Ég hef kastað fram ákveðnum hugmyndum við ráðherrana um þessa samþættingu á störfunum þó það sé ekki komið formlega á blað hjá okkur hvort við förum þá leið, en þá tel ég það augljósan ávinning.“ Hann segir heilbrigðisstarfsmanna að meta hvers konar þjónusta þurfi að vera í þessu nýja úrræði. „Við erum tilbúin til að leggja þau lóð á vogaskálarnar og fara í úrræði sem getur nýst öllum aðilum. Við getum þá verið með þessa fanga og þá sem þurfa á öryggisvistun að halda sem eru þá á vettvangi félagsmálayfirvalda. Við getum verið með þetta fólk á einum og sama staðnum. Það er mikill ávinningur augljóslega af því í mínum augum að geta samnýtt þannig starfsfólk og þjónustu í kringum þá sem eru þarna veikastir og þurfa á mestri aðstoð að halda.“ Hann segir mjög alvarlegt ástand uppi varðandi gæsluvarðhaldsmál tengdum Keflavíkurflugvelli. „Þar nálægt þurfum við að byggja upp aðstöðu til að þurfa ekki að vera með þennan mikla flutning á föngum sem teknir eru í þeim vaxandi árangri sem náðst hefur í að taka fólk sem smyglir eiturlyfjum til landsins. Ég sé ákveðna samþættingu sem hentar öllum aðilum og það gefur augaleið að sameina þannig þessa hópa mun einfalda allt ferlið, auk þess sem það verður hagkvæmara en að hafa það einstaklingsbundið í úrræðum um allt land.“ Hann segir að uppi hafi verið hugmyndir um að hafa öryggisvistunarúrræði á einum stað og úrræði fyrir alvarlega andlega veika fanga á öðrum stað. „Ég held að með því að sameina þetta getum við stillt betur saman strengjum, náð miklu meiri hagkvæmni í rekstrinum.“ Vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnunni Jón segir að ráðuneytið horfi jafnframt til frekari úrræða í opnum fangelsum. „Við erum með hugmyndir á borðum sem eru reyndar komnar inni í fjármálaáætlun núna, stækkun á okkar aðstöðu á Sogni þar sem við stefnum að því að fjölga rýmum í því opna fangelsi. Ég hef einnig viðrað við fjárlaganefnd hugmyndir okkar um að fara í framkvæmdir á Kvíabryggju.“ Með því værum við að fjölga úrræðum í opnum fangelsum úr 42 í 70 á tiltölulega skömmum tíma.“ Strax á næsta ári yrði hluti af því kominn í notkun. Allt sé þetta hluti af þróun sem ráðuneytið hafi fylgt í afplánun almennt, sem Jón segir jákvæða út frá betrunarsjónarmiði. „Það er þessi einstaklingsmiðaða svörun hjá föngum. Þeir fangar sem ávinna sér með góðri hegðun og slíku, rétt og traust til að fara frekar út í opin rými og síðar út í samfélagið sem þátttakendur í afplánun á ökklaböndum eða jafnvel í félagslega þjónustu. Við erum að horfa til þess að greiða þessa leið þannig að við getum unnið á þessum mikla hala sem hefur myndast hjá okkur í afplánun.“ Skoða nú mat á sakhæfi Í Kompás var mat á sakhæfi einnig velt upp, en teymisstjóri geðheilsuteymis fangelsa sagði í síðustu viku að það hafi komið henni á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsum. Er tilefni til að endurskoða mat á sakhæfi að einhverju leyti? Eða veita dómurum frekari tól til ákvörðunar? Til dæmis að innleiða áhættumat á fólki? „Þetta hefur verið rætt hér innan ráðuneytisins, en þetta er lagatæknilega mjög flókið mál út af réttindum fólks. En menn eru sammála því hér, sérfræðingarnir í ráðuneytinu að það þurfi að skoða þessi mál sérstaklega og sú skoðun er í gangi.“ „Getum gert betur“ Hvernig finnst þér hafa tekist að innleiða raunverulega betrunarstefnu, ekki bara á blaði? „Ég held að við getum gert betur þar og hef verið að leggja á það áherslu og funda með fangelsismálayfirvöldum um þessa þróun sem ég tel mjög jákvæða í þessa átt betrunar, en ég tel ástæðu til að skoða betur aðstöðu þeirra fanga sem ávinna sér traust til að fara meira út í samfélagið, jafnvel út í atvinnulífið og slíkt á meðan það er í afplánun, til að ná meiri árangri í þessari betrun.“ Þróunin sé jákvæð en að hans mati hægt að stíga frekari skref í átt að betrun. „Það má samt aldrei gleyma því að fólk er í fangelsi því það hefur verið dæmt fyrir afbrot, en það þarf að gefa fólki tækifæri til að koma út úr fangelsi sem betri þegnar sem geta nýst samfélaginu til framtíðar.“ Efla þurfi heilbrigðisþjónustu í fangelsum Jón segir sláandi að fá þær upplýsingar frá geðlæknum, sálfræðingum og öðrum sérfræðingum hversu algengt það er að fangar séu með einhvers konar greiningu á geðsjúkdómum. „Það getur verið á því stigi að geðheilsuteymið geti vel ráðið við það, mér skilst að ástandi fólks í fangelsum sé skipt í þrjú stig. Geðheilsuteymið vinnur á þessu fyrsta og öðru stigi, en við erum hér að fjalla fyrst og fremst um hvað eigi að gera við það fólk sem er mikið veikt og þarf á enn frekari aðstoð, en það er alveg ljóst að við þurfum líka í þessu bataferli að horfa til úrræða til að bæta enn frekar aðstöðu og læknismeðferð á því fólki sem ekki fer inn í þau úrræði sem við erum að tala um, heldur er áfram í fangelsum en þarf á aðstoð að halda til að geta komist aftur heilbrigðara út í samfélagið.“ „Þarna þurfum við klárlega að bæta okkur“ Hann hefur áhyggjur af því úrræðaleysi sem bíði fólks að afplánun lokinni, en í Kompás sagði móðir fanga að hún þurfi að berjast fyrir búsetuúrræði fyrir son sinn að afplánun lokinni ef hann ætli ekki að enda á götunni. „Þá eru það yfirleitt sveitarfélögin sem eru að bregðast,“ sagði Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga í Kompás. Jón tekur undir þessar áhyggjur. „Ég hef áhyggjur af því þegar fólk, sem hefur verið í afplánun og ekki verið til nægilega öflug úrræði til að veita því viðeigandi meðferð við þeirra veikindum og fangelsismálayfirvöld eru jafnvel að halda fólki lengur en eðlilegt er talið venjulega í fangelsum vegna þess að það er talið hættulegt umhverfi sínu þegar það fer út. Það eru þá áhyggjur af því að þegar það fer út úr fangelsinu fari það jafnvel beint í alvarleg afbrot, þannig já þarna þurfum við klárlega að bæta okkur,“ segir Jón. Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðuvísir/vilhelm Áhyggjuefni þegar fólk fer út og ekkert tekur á móti því „Ég held að þessi úrræði sem við erum að tala um að verði að byggja hér upp á tiltölulega skömmum tíma fyrir öryggisvistunina og fyrir þá fanga sem eru mjög alvarlega veikir, að það sé hluti af þessu, en það er auðvitað áhyggjuefni þegar fólk fer út og það bíður þeirra ekkert, tekur ekkert við þeim og það er ekki eftirlit lengur með því hvort það taki lyfin sín.“ „Þau geta verið í ágætu standi innan veggja fangelsisins á meðan séð er um að þau taki lyfin sín reglulega, en þegar þau fara út þá er enginn sem fylgir því eftir og þá getur farið illa.“ Bæta þurfi aðstöðu fangavarða Hann segir þessi mál í forgangi, enda hafi málaflokkurinn fengið ágætis viðbót á fjárlögum þessa árs til að geta einmitt betur staðið að umgjörð fangelsanna. Jón segist einnig horfa til aðstöðu fangavarða. „Það er staðreynd að í fangelsum er ákveðið kynslóðaskipti eins og fangaverðirnir orða það. Þeir eru að verða varir við hættulegri afbrotamenn sem þurfa auðvitað á hjálp að halda. Þannig ég hef líka verið að horfa til öryggissjónarmiða þegar kemur að fangavarðastarfinu, þjálfun og menntun og erum að undirbúa það í samstarfi við menntasetur lögreglu.“ Kompás Fangelsismál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggur til nýtt úrræði fyrir alvarlega veika fanga Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Hann undirbýr nú minnisblað um málið sem hann segir forgangsmál í ráðuneytinu. 7. maí 2023 18:30 Kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu Framkvæmdastjóri geðþjónustu Landspítala kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu. Hún segir að um misskilning sé að ræða sem gæti byggt á skilningsleysi á báða bóga. Alltaf sé þó hægt að standa betur að málum. 6. maí 2023 09:01 Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18 Stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stjórnvöld hafa brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga. Fangelsis- og heilbrigðisyfirvöld verði að vinna betur saman og hlusta á sérfræðinga sem segja þennan hóp ekki eiga heima í fangelsi. 3. maí 2023 12:30 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Í Kompás var fjallað um úrræðaleysi þegar kemur að alvarlega andlega veikum föngum sem fá ekki viðeigandi aðstoð í fangelsi og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið hættulegri en áður. Sérfræðingar hafa margir kallað eftir sértækum úrræðum fyrir þennan hóp og sagði dómsmálaráðherra í fréttum okkar í gær að hann muni leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir hópinn. Ástandið verið ófullnægjandi Hann segir allt tal um úrræðaleysi ekki koma á óvart enda hafi staðan verið ófullnægjandi árum saman. „Nei í sjálfu sér ekki, þetta er rétt og satt sem kom fram í þessum þætti. Ástandið í þessu hefur verið ófullnægjandi á undanförnum árum, það er alveg ljóst. Við höfum verið í samtali og það hefur verið gripið til úrræða sem hafa hjálpað mikið, en betur má ef duga skal,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og bætir við að ljóst að samstarf og samspil þurfi milli ráðuneyta til að gera betur varðandi stöðu andlega veikra fanga. Of algengt að fólk falli milli kerfa „Fangar eiga rétt á heilbrigðisþjónustu eins og aðrir landsmenn. Það eru allt of mörg dæmi um að fólk falli á milli heilbrigðiskerfisins og fangelsisyfirvalda. Við þurfum að leita úrræða í þessu.“ Hann segir þó að á undanförnum árum hafi árangur náðst í málaflokknum. „Geðheilsuteymið hefur breytt gríðarlega miklu, það er miklu markvissar unnið með fanga í dag heldur en var fyrir þeirra tíma. Við erum líka að fara af stað núna í framkvæmdir á Litla-Hrauni sem eru áætlaðar að kosti á þriðja milljarð sem er einmitt hugsað sem aðstaða fyrir geðheilsuteymið, einnig hugsað fyrir heimsóknir fjölskyldu og vina til fanga. Þannig það er líka verið að vinna að þessu á þeim vettvangi, að bæta alla þá aðstöðu sem hefur mjög skort svo að vinnuaðstæður séu fullnægjandi fyrir þetta fólk.“ Hann segir algjört grundvallaratriði að fangar og þeir sem eru öryggisvistaðir fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. „Það eiga allir rétt á heilbrigðisþjónustunni. Þeir eiga líka sín réttindi, það verður að hafa það í huga að fangar geta neitað meðferð eins og allir geta neitað meðferð þannig þetta eru flókin mál að nálgast.“ Leggur til nýtt úrræði Í kvöldfrétt Stöðvar 2 sem birtist á Vísi í gær kom fram að Jón vilji fara sameiginlega í vistunarúrræði ásamt heilbrigðis- og félagamálaráðuneytinu fyrir alvarlega andlega veika fanga og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. „Fyrir þá sem þurfa á læknismeðferð að halda. Ég hef ávarpað að við getum gert þetta í tengslum við uppbyggingu fangelsis sem myndi sinna þessu og væri hægt að sjá fyrir sér að fangelsismálayfirvöld sæju um öryggisþáttinn í slíku fangelsi á meðan sveitarfélög og heilbrigðisráðuneytið sæi um það sem að þeim snýr, það er að segja læknismeðferð og félagslega þáttinn í þessu.“ Tillagan sé forgangsmál í ráðuneytinu. „Ég hef kastað fram ákveðnum hugmyndum við ráðherrana um þessa samþættingu á störfunum þó það sé ekki komið formlega á blað hjá okkur hvort við förum þá leið, en þá tel ég það augljósan ávinning.“ Hann segir heilbrigðisstarfsmanna að meta hvers konar þjónusta þurfi að vera í þessu nýja úrræði. „Við erum tilbúin til að leggja þau lóð á vogaskálarnar og fara í úrræði sem getur nýst öllum aðilum. Við getum þá verið með þessa fanga og þá sem þurfa á öryggisvistun að halda sem eru þá á vettvangi félagsmálayfirvalda. Við getum verið með þetta fólk á einum og sama staðnum. Það er mikill ávinningur augljóslega af því í mínum augum að geta samnýtt þannig starfsfólk og þjónustu í kringum þá sem eru þarna veikastir og þurfa á mestri aðstoð að halda.“ Hann segir mjög alvarlegt ástand uppi varðandi gæsluvarðhaldsmál tengdum Keflavíkurflugvelli. „Þar nálægt þurfum við að byggja upp aðstöðu til að þurfa ekki að vera með þennan mikla flutning á föngum sem teknir eru í þeim vaxandi árangri sem náðst hefur í að taka fólk sem smyglir eiturlyfjum til landsins. Ég sé ákveðna samþættingu sem hentar öllum aðilum og það gefur augaleið að sameina þannig þessa hópa mun einfalda allt ferlið, auk þess sem það verður hagkvæmara en að hafa það einstaklingsbundið í úrræðum um allt land.“ Hann segir að uppi hafi verið hugmyndir um að hafa öryggisvistunarúrræði á einum stað og úrræði fyrir alvarlega andlega veika fanga á öðrum stað. „Ég held að með því að sameina þetta getum við stillt betur saman strengjum, náð miklu meiri hagkvæmni í rekstrinum.“ Vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnunni Jón segir að ráðuneytið horfi jafnframt til frekari úrræða í opnum fangelsum. „Við erum með hugmyndir á borðum sem eru reyndar komnar inni í fjármálaáætlun núna, stækkun á okkar aðstöðu á Sogni þar sem við stefnum að því að fjölga rýmum í því opna fangelsi. Ég hef einnig viðrað við fjárlaganefnd hugmyndir okkar um að fara í framkvæmdir á Kvíabryggju.“ Með því værum við að fjölga úrræðum í opnum fangelsum úr 42 í 70 á tiltölulega skömmum tíma.“ Strax á næsta ári yrði hluti af því kominn í notkun. Allt sé þetta hluti af þróun sem ráðuneytið hafi fylgt í afplánun almennt, sem Jón segir jákvæða út frá betrunarsjónarmiði. „Það er þessi einstaklingsmiðaða svörun hjá föngum. Þeir fangar sem ávinna sér með góðri hegðun og slíku, rétt og traust til að fara frekar út í opin rými og síðar út í samfélagið sem þátttakendur í afplánun á ökklaböndum eða jafnvel í félagslega þjónustu. Við erum að horfa til þess að greiða þessa leið þannig að við getum unnið á þessum mikla hala sem hefur myndast hjá okkur í afplánun.“ Skoða nú mat á sakhæfi Í Kompás var mat á sakhæfi einnig velt upp, en teymisstjóri geðheilsuteymis fangelsa sagði í síðustu viku að það hafi komið henni á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsum. Er tilefni til að endurskoða mat á sakhæfi að einhverju leyti? Eða veita dómurum frekari tól til ákvörðunar? Til dæmis að innleiða áhættumat á fólki? „Þetta hefur verið rætt hér innan ráðuneytisins, en þetta er lagatæknilega mjög flókið mál út af réttindum fólks. En menn eru sammála því hér, sérfræðingarnir í ráðuneytinu að það þurfi að skoða þessi mál sérstaklega og sú skoðun er í gangi.“ „Getum gert betur“ Hvernig finnst þér hafa tekist að innleiða raunverulega betrunarstefnu, ekki bara á blaði? „Ég held að við getum gert betur þar og hef verið að leggja á það áherslu og funda með fangelsismálayfirvöldum um þessa þróun sem ég tel mjög jákvæða í þessa átt betrunar, en ég tel ástæðu til að skoða betur aðstöðu þeirra fanga sem ávinna sér traust til að fara meira út í samfélagið, jafnvel út í atvinnulífið og slíkt á meðan það er í afplánun, til að ná meiri árangri í þessari betrun.“ Þróunin sé jákvæð en að hans mati hægt að stíga frekari skref í átt að betrun. „Það má samt aldrei gleyma því að fólk er í fangelsi því það hefur verið dæmt fyrir afbrot, en það þarf að gefa fólki tækifæri til að koma út úr fangelsi sem betri þegnar sem geta nýst samfélaginu til framtíðar.“ Efla þurfi heilbrigðisþjónustu í fangelsum Jón segir sláandi að fá þær upplýsingar frá geðlæknum, sálfræðingum og öðrum sérfræðingum hversu algengt það er að fangar séu með einhvers konar greiningu á geðsjúkdómum. „Það getur verið á því stigi að geðheilsuteymið geti vel ráðið við það, mér skilst að ástandi fólks í fangelsum sé skipt í þrjú stig. Geðheilsuteymið vinnur á þessu fyrsta og öðru stigi, en við erum hér að fjalla fyrst og fremst um hvað eigi að gera við það fólk sem er mikið veikt og þarf á enn frekari aðstoð, en það er alveg ljóst að við þurfum líka í þessu bataferli að horfa til úrræða til að bæta enn frekar aðstöðu og læknismeðferð á því fólki sem ekki fer inn í þau úrræði sem við erum að tala um, heldur er áfram í fangelsum en þarf á aðstoð að halda til að geta komist aftur heilbrigðara út í samfélagið.“ „Þarna þurfum við klárlega að bæta okkur“ Hann hefur áhyggjur af því úrræðaleysi sem bíði fólks að afplánun lokinni, en í Kompás sagði móðir fanga að hún þurfi að berjast fyrir búsetuúrræði fyrir son sinn að afplánun lokinni ef hann ætli ekki að enda á götunni. „Þá eru það yfirleitt sveitarfélögin sem eru að bregðast,“ sagði Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga í Kompás. Jón tekur undir þessar áhyggjur. „Ég hef áhyggjur af því þegar fólk, sem hefur verið í afplánun og ekki verið til nægilega öflug úrræði til að veita því viðeigandi meðferð við þeirra veikindum og fangelsismálayfirvöld eru jafnvel að halda fólki lengur en eðlilegt er talið venjulega í fangelsum vegna þess að það er talið hættulegt umhverfi sínu þegar það fer út. Það eru þá áhyggjur af því að þegar það fer út úr fangelsinu fari það jafnvel beint í alvarleg afbrot, þannig já þarna þurfum við klárlega að bæta okkur,“ segir Jón. Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðuvísir/vilhelm Áhyggjuefni þegar fólk fer út og ekkert tekur á móti því „Ég held að þessi úrræði sem við erum að tala um að verði að byggja hér upp á tiltölulega skömmum tíma fyrir öryggisvistunina og fyrir þá fanga sem eru mjög alvarlega veikir, að það sé hluti af þessu, en það er auðvitað áhyggjuefni þegar fólk fer út og það bíður þeirra ekkert, tekur ekkert við þeim og það er ekki eftirlit lengur með því hvort það taki lyfin sín.“ „Þau geta verið í ágætu standi innan veggja fangelsisins á meðan séð er um að þau taki lyfin sín reglulega, en þegar þau fara út þá er enginn sem fylgir því eftir og þá getur farið illa.“ Bæta þurfi aðstöðu fangavarða Hann segir þessi mál í forgangi, enda hafi málaflokkurinn fengið ágætis viðbót á fjárlögum þessa árs til að geta einmitt betur staðið að umgjörð fangelsanna. Jón segist einnig horfa til aðstöðu fangavarða. „Það er staðreynd að í fangelsum er ákveðið kynslóðaskipti eins og fangaverðirnir orða það. Þeir eru að verða varir við hættulegri afbrotamenn sem þurfa auðvitað á hjálp að halda. Þannig ég hef líka verið að horfa til öryggissjónarmiða þegar kemur að fangavarðastarfinu, þjálfun og menntun og erum að undirbúa það í samstarfi við menntasetur lögreglu.“
Kompás Fangelsismál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggur til nýtt úrræði fyrir alvarlega veika fanga Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Hann undirbýr nú minnisblað um málið sem hann segir forgangsmál í ráðuneytinu. 7. maí 2023 18:30 Kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu Framkvæmdastjóri geðþjónustu Landspítala kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu. Hún segir að um misskilning sé að ræða sem gæti byggt á skilningsleysi á báða bóga. Alltaf sé þó hægt að standa betur að málum. 6. maí 2023 09:01 Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18 Stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stjórnvöld hafa brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga. Fangelsis- og heilbrigðisyfirvöld verði að vinna betur saman og hlusta á sérfræðinga sem segja þennan hóp ekki eiga heima í fangelsi. 3. maí 2023 12:30 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Leggur til nýtt úrræði fyrir alvarlega veika fanga Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Hann undirbýr nú minnisblað um málið sem hann segir forgangsmál í ráðuneytinu. 7. maí 2023 18:30
Kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu Framkvæmdastjóri geðþjónustu Landspítala kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu. Hún segir að um misskilning sé að ræða sem gæti byggt á skilningsleysi á báða bóga. Alltaf sé þó hægt að standa betur að málum. 6. maí 2023 09:01
Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18
Stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stjórnvöld hafa brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga. Fangelsis- og heilbrigðisyfirvöld verði að vinna betur saman og hlusta á sérfræðinga sem segja þennan hóp ekki eiga heima í fangelsi. 3. maí 2023 12:30
„Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20