Í tilkynningu til Kauphallarinnar í dag kom fram að VÍS hefði keypt allt hlutafé í fjárfestingarbankanum Fossum. Hluthafar Fossa munu fá 245 milljón nýja hluti í VÍS sem endurgjald, það er 12,62 prósent í tryggingafélaginu. Nýtt hlutafé er háð sölubanni seljenda í þrjú ár frá uppgjöri.
Samruninn er háður vissum skilyrðum, það er samþykki eftirlitsstofnana og hluthafafundar VÍS.
„Nái viðskiptin fram að ganga verður sameinað félag öflugt fyrirtæki á fjármálamarkaði með víðtækar starfsheimildir til fjármálaþjónustu og í ákjósanlegri stöðu til sóknar,“ segir í tilkynningunni.
Athygli vekur að báðir forstjórar halda titlum sínum. Það er Guðný Helga Herbertsdóttir hjá VÍS verður áfram yfir tryggingastarfsemi samstæðunnar. En hún tók við stöðunni í lok febrúar. Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa, mun stýra þróun fjármálastarfsemi.