„Það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu“ Sverrir Mar Smárason skrifar 9. maí 2023 10:00 Ingimar Helgi fagnar hér vel og innilega eftir aukaspyrnumark. Aðsend Ingimar Helgi Finnsson eða litla flugvélin eins og hann er oft þekktur mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í neðri deildum Íslands í fótbolta. Eins og gengur og gerist þá eru til ansi margar góðar sögur af liðum í neðri deildum og Ingimar fór yfir eina þeirra þar sem lið Árborgar á það til að fara í nektarhlaup. „Það eru til geggjaðar sögur. Alltaf í útileikjum er það hefð að það er alltaf hlaupið naktir yfir eina brú. Þetta er kallað rokkhlaup í okkar liði. Við höfum hlaupið yfir Ölfusárbrú þarna hjá pylsuvagninum. Það er bara allir út og hlaupið,“ sagði Ingimar Helgi. Er með merki Árborgar húðflúrað á sig.Aðsend Þessi hefð hefur svo undið upp á sig með tímanum og síðar var farið að hlaupa rokkhlaup í samkomum liðsins sem Ingimar kallar „þjöppur.“ „Svo gerðum við þetta í einhverri „þjöppu“ sem var haldin heima hjá Guðjóni þjálfara. Þá hlupum við um hverfið sem svona eftir á hyggja var svolítið skrýtið í úthverfi á Selfossi bara.“ „Eitt skiptið vorum við í sjálfstæðishúsinu á Selfossi sem er samt í miðbænum. Tengdamamma mín er að starfa þarna fyrir Sjálfstæðisflokkinn og leigir okkur þetta út. Þar er ákveðið að taka rokkhlaup og þá átti að hlaupa í átt að lögreglustöðinni, snerta hurðarhúninn og hlaupa til baka. Fyrst í kringum eitthvað stórt hús og þetta var alveg 7-800 metra sprettur og bara allir út.“ „Svo er ég heima hjá tengdó daginn eftir. Hringir ekki lögreglan í hana og spyr hverjir hefðu verið í húsinu í gær. „Við leigðum þetta til Árborgar“ sagði tengdó og horfði svona á mig. Ég hugsaði bara shit. Þá hafði einhver kona í stóra húsinu hringt í lögregluna og kvartað undan nöktum mönnum og löggan sá svo í eftirlitsmyndavélum bara alla sem gerðu þetta. Tengdó var svo boðið að koma og skoða upptökuna en hún afþakkaði það og sagði að tengdasonur sinn væri í liðinu,“ sagði Ingimar og hló. Litla flugvélin @ingimarh kom í mjög skemmtilegt spjall um sinn feril. 120 leikir í D og E deildum. Vanmetinn leikmaður og einstaklega skemmtilegur maður. Gleymum ekki Lífsaltinu. https://t.co/sMjL9zfqHE— Sverrir Mar Smárason (@Sverrirsmarason) May 2, 2023 Undanfarin ár hafa liðsmenn Árborgar bryddað upp á þeirri nýjung sem ekki hefur heyrst mikið af áður að halda jólasamkomu þar sem öllum leikmönnum í sögu Árborgar er boðið að koma saman og skemmta sér. Þar er að sjálfsögðu hlaupið rokkhlaup. Ingimar Helgi og liðsfélagi á góðri stund.Aðsend „Guðjón þjálfari og fleiri eru svo farnir að halda Jólaglögg Árborgar sem er alltaf haldið í Október. Þar er öllum sem eiga leiki fyrir Árborg boðið og dagskrá allan daginn sem endar svo í Hvíta húsinu um kvöldið. Þar var tekið rokkhlaup núna og við hlupum á miðnætti frá Hvíta Húsinu út á Toyota bílasölu sem er í heildina 500 metrar. Menn á öllum aldri og það ofpeppuðust allir. Það er risa hringtorg sem við þurftum að hlaupa í kringum og það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu þarna og ég hugsa stundum hver hafi verið í bílnum. Þetta lýsir Árborg svolítið vel,“ sagði Ingimar að lokum. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
„Það eru til geggjaðar sögur. Alltaf í útileikjum er það hefð að það er alltaf hlaupið naktir yfir eina brú. Þetta er kallað rokkhlaup í okkar liði. Við höfum hlaupið yfir Ölfusárbrú þarna hjá pylsuvagninum. Það er bara allir út og hlaupið,“ sagði Ingimar Helgi. Er með merki Árborgar húðflúrað á sig.Aðsend Þessi hefð hefur svo undið upp á sig með tímanum og síðar var farið að hlaupa rokkhlaup í samkomum liðsins sem Ingimar kallar „þjöppur.“ „Svo gerðum við þetta í einhverri „þjöppu“ sem var haldin heima hjá Guðjóni þjálfara. Þá hlupum við um hverfið sem svona eftir á hyggja var svolítið skrýtið í úthverfi á Selfossi bara.“ „Eitt skiptið vorum við í sjálfstæðishúsinu á Selfossi sem er samt í miðbænum. Tengdamamma mín er að starfa þarna fyrir Sjálfstæðisflokkinn og leigir okkur þetta út. Þar er ákveðið að taka rokkhlaup og þá átti að hlaupa í átt að lögreglustöðinni, snerta hurðarhúninn og hlaupa til baka. Fyrst í kringum eitthvað stórt hús og þetta var alveg 7-800 metra sprettur og bara allir út.“ „Svo er ég heima hjá tengdó daginn eftir. Hringir ekki lögreglan í hana og spyr hverjir hefðu verið í húsinu í gær. „Við leigðum þetta til Árborgar“ sagði tengdó og horfði svona á mig. Ég hugsaði bara shit. Þá hafði einhver kona í stóra húsinu hringt í lögregluna og kvartað undan nöktum mönnum og löggan sá svo í eftirlitsmyndavélum bara alla sem gerðu þetta. Tengdó var svo boðið að koma og skoða upptökuna en hún afþakkaði það og sagði að tengdasonur sinn væri í liðinu,“ sagði Ingimar og hló. Litla flugvélin @ingimarh kom í mjög skemmtilegt spjall um sinn feril. 120 leikir í D og E deildum. Vanmetinn leikmaður og einstaklega skemmtilegur maður. Gleymum ekki Lífsaltinu. https://t.co/sMjL9zfqHE— Sverrir Mar Smárason (@Sverrirsmarason) May 2, 2023 Undanfarin ár hafa liðsmenn Árborgar bryddað upp á þeirri nýjung sem ekki hefur heyrst mikið af áður að halda jólasamkomu þar sem öllum leikmönnum í sögu Árborgar er boðið að koma saman og skemmta sér. Þar er að sjálfsögðu hlaupið rokkhlaup. Ingimar Helgi og liðsfélagi á góðri stund.Aðsend „Guðjón þjálfari og fleiri eru svo farnir að halda Jólaglögg Árborgar sem er alltaf haldið í Október. Þar er öllum sem eiga leiki fyrir Árborg boðið og dagskrá allan daginn sem endar svo í Hvíta húsinu um kvöldið. Þar var tekið rokkhlaup núna og við hlupum á miðnætti frá Hvíta Húsinu út á Toyota bílasölu sem er í heildina 500 metrar. Menn á öllum aldri og það ofpeppuðust allir. Það er risa hringtorg sem við þurftum að hlaupa í kringum og það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu þarna og ég hugsa stundum hver hafi verið í bílnum. Þetta lýsir Árborg svolítið vel,“ sagði Ingimar að lokum. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira