„Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. maí 2023 07:01 Rosenborg hefur ekki byrjað tímabilið vel. Rosenborg „Lífið utan fótboltans er mjög gott, er að koma mér fyrir og líður mjög vel þarna,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður norska knattspyrnuliðsins Rosenborg en hann er staddur hér á landi og ræddi við Stöð 2 og Vísi um veruna í Noregi. Hinn 22 ára gamli Ísak Snær var hreint út sagt magnaður þegar Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Í kjölfarið var hann seldur til norska stórveldisins en félagið hefur ekki byrjað yfirstandandi leiktíð neitt sérstaklega vel. „Þetta er náttúrulega mjög leiðinlegt, maður fer í alla leiki til að vinna þá. Þessi klúbbur er ekki vanur þessu, þeir vilja bara sigur í öllum leikjum. Þetta er ekki okkar besta byrjun en vonandi náum við okkur upp.“ Gratulerer med 22-årsdagen, Isak pic.twitter.com/wZ0LNHZkbF— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) May 1, 2023 Rosenborg er einn stærsti klúbbur Skandinavíu ef horft er til titlafjölda og árangurs í Evrópukeppni á undanförnum áratugum. Liðið hefur orðið Noregsmeistari 26 sinnum og bikarmeistari 12 sinnum. Ísak Snær finnur fyrir pressunni sem því fylgir að spila fyrir svo stóran klúbb. „Fólk talar við mann út í bæ og maður fær stundum að heyra það, maður finnur pressuna. Það er alltaf einhver sem tekur í mann þegar maður er í göngutúr eða fer í búðina.“ Klippa: Ísak Snær: Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á „[Umhverfið] er miklu meira professional. Aðstaðan í kringum þetta og hvernig þeir sjá um um vellina. Munurinn er eins og á Blikum og ÍA. Blikar eru miklu nær þessu heldur en Skaginn, myndi ég segja. Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á.“ „Við erum með geggjað lið myndi ég segja. Þetta er svona „næstum því.“ Komumst að teignum en það er síðasta sendingin sem klikkar. Þetta er mjög gott lið og mjög góðir fótboltamenn,“ sagði Ísak Snær áður en umræðan snerist að samherja og samlanda hans. Kristall Máni Ingason var tekinn á teppið fyrir vandræðalega dýfu í leik nýverið. Ísak Snær segir hann einfaldlega tilbúinn að gera „allt til þess að vinna.“ Sjá má viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar fer Ísak Snær yfir víðan völl. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Ísak Snær var hreint út sagt magnaður þegar Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Í kjölfarið var hann seldur til norska stórveldisins en félagið hefur ekki byrjað yfirstandandi leiktíð neitt sérstaklega vel. „Þetta er náttúrulega mjög leiðinlegt, maður fer í alla leiki til að vinna þá. Þessi klúbbur er ekki vanur þessu, þeir vilja bara sigur í öllum leikjum. Þetta er ekki okkar besta byrjun en vonandi náum við okkur upp.“ Gratulerer med 22-årsdagen, Isak pic.twitter.com/wZ0LNHZkbF— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) May 1, 2023 Rosenborg er einn stærsti klúbbur Skandinavíu ef horft er til titlafjölda og árangurs í Evrópukeppni á undanförnum áratugum. Liðið hefur orðið Noregsmeistari 26 sinnum og bikarmeistari 12 sinnum. Ísak Snær finnur fyrir pressunni sem því fylgir að spila fyrir svo stóran klúbb. „Fólk talar við mann út í bæ og maður fær stundum að heyra það, maður finnur pressuna. Það er alltaf einhver sem tekur í mann þegar maður er í göngutúr eða fer í búðina.“ Klippa: Ísak Snær: Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á „[Umhverfið] er miklu meira professional. Aðstaðan í kringum þetta og hvernig þeir sjá um um vellina. Munurinn er eins og á Blikum og ÍA. Blikar eru miklu nær þessu heldur en Skaginn, myndi ég segja. Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á.“ „Við erum með geggjað lið myndi ég segja. Þetta er svona „næstum því.“ Komumst að teignum en það er síðasta sendingin sem klikkar. Þetta er mjög gott lið og mjög góðir fótboltamenn,“ sagði Ísak Snær áður en umræðan snerist að samherja og samlanda hans. Kristall Máni Ingason var tekinn á teppið fyrir vandræðalega dýfu í leik nýverið. Ísak Snær segir hann einfaldlega tilbúinn að gera „allt til þess að vinna.“ Sjá má viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar fer Ísak Snær yfir víðan völl.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira