Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 07:01 Stórhveli gætu leikið stórt hlutverk í að binda kolefni. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir til skoðunar að láta reyna á réttmæti aðgerðaleysis íslenskra stjórnvalda í umhverfismálum. Vísir/samsett Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði á Alþingi í dag að ekki stæði til að ógilda veiðileyfi Hvals hf. þrátt fyrir niðurstöður nýrrar skýrslu Matvælastofnunar um að fjórðungur hvala líði þjáningar þegar þeir eru drepnir. Samkvæmt lögum eiga drápin að vera skjót og sársaukalaus. Þrátt fyrir þetta taldi Matvælastofnun að lög hefðu ekki verið brotin vegna þess að besti mögulegi búnaður væri notaður við veiðarnar miðað við aðstæður. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sagði að ráðherranum bæri að draga veiðileyfið til baka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í samtali við Vísi segir hún að verið sé að skoða hvort að hægt sé að stefna ríkinu fyrir sinnuleysi í garð náttúrunnar líkt og gerst hefur í vaxandi mæli víða erlendis. Dómstólar í Þýskalandi og Hollandi hafa meðal annars skikkað þarlend stjórnvöld til þess að gera meira í loftslagsmálum þar sem aðgerðir þeirra voru taldar ófullnægjandi á undanförnum árum. „Þetta eru svona frekar frammúrstefnuleg dómsmál sem eru núna við Mannréttindadómstól Evrópu. Það er verið að prófa þetta í ýmsum löndum eins og Sviss og Noregi og annars staðar vegna þess að fólki er hreinlega nóg um hversu hægt gengur að ná þessum alþjóðlegu markmiðum,“ segir hún. Flókið að koma máli fyrir íslenska dómstóla en þess virði að reyna Vísar Katrín til nýlegra rannsókna um að hvalir, og sérstaklega stórhveli, bindi umtalsvert magn kolefnis í skrokkum sínum. Þeir séu langlífir og þegar þeir drepist sökkvi þeir til botns og bindi kolefni þar í margar aldir. Hún segir að vegna þess hversu mikið kolefni hvalir bindi sé hægt að halda því fram að lífi og heilsu fólks sé stefnt í hættu með hvalveiðum. Það ætti að vera borðleggjandi fyrir Ísland að stöðva umsvifalaust hvalveiðar þegar fyrir liggi að um dýraníð sé að ræða og að þær hafi skelfileg áhrif fyrir loftslagið. „Sé ákvörðunin sú að gera það ekki er það okkar mat að það sé hægt að láta reyna á réttmæti þess aðgerðaleysis og hreinlega að skapa ríkinu bótaábyrgð. Við erum að skoða þessi mál, hvernig er hægt að koma svona máli fyrir dómstóla,“ segir lögmaðurinn. Flókið gæti þó reynst að fá íslenska dómstóla til þess að taka upp mál af þessu tagi. Katrín segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki staðið sig vel í að auðvelda náttúruverndarsamtökum og hagsmunaaðilum að láta reyna á rétt náttúrunnar fyrir dómstólum. „Þetta er alveg þess virði að reyna,“ segir hún. Herferðir gegn Íslandi í vændum Undiralda gegn hvalveiðum allt önnur nú en áður, að mati Katrínar. Aðgerðasinnar á boð við Paul Watson, stofnanda Sea Shepard-samtakanna, hafi boðað komu sína til Íslands en auk þess sé henni kunnugt um að verið sé að skipuleggja samfélagsmiðla- og jafnvel sniðgönguherferð gegn Íslandi vegna veiðanna. Þekktir listamenn séu á meðal þeirra sem andæfa þeim. „Það er svo ótrúlega mikilvægt að ráðherra auðnist að horfa á þessa heildarmynd áður en hún tekur sína endanlega ákvörðun um það hvort hún lætur á það reyna að stöðva bara hreinlega veiðarnar núna,“ segir Katrín. Umhverfismál Dýraheilbrigði Dýr Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Tengdar fréttir „Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. 8. maí 2023 21:02 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði á Alþingi í dag að ekki stæði til að ógilda veiðileyfi Hvals hf. þrátt fyrir niðurstöður nýrrar skýrslu Matvælastofnunar um að fjórðungur hvala líði þjáningar þegar þeir eru drepnir. Samkvæmt lögum eiga drápin að vera skjót og sársaukalaus. Þrátt fyrir þetta taldi Matvælastofnun að lög hefðu ekki verið brotin vegna þess að besti mögulegi búnaður væri notaður við veiðarnar miðað við aðstæður. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sagði að ráðherranum bæri að draga veiðileyfið til baka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í samtali við Vísi segir hún að verið sé að skoða hvort að hægt sé að stefna ríkinu fyrir sinnuleysi í garð náttúrunnar líkt og gerst hefur í vaxandi mæli víða erlendis. Dómstólar í Þýskalandi og Hollandi hafa meðal annars skikkað þarlend stjórnvöld til þess að gera meira í loftslagsmálum þar sem aðgerðir þeirra voru taldar ófullnægjandi á undanförnum árum. „Þetta eru svona frekar frammúrstefnuleg dómsmál sem eru núna við Mannréttindadómstól Evrópu. Það er verið að prófa þetta í ýmsum löndum eins og Sviss og Noregi og annars staðar vegna þess að fólki er hreinlega nóg um hversu hægt gengur að ná þessum alþjóðlegu markmiðum,“ segir hún. Flókið að koma máli fyrir íslenska dómstóla en þess virði að reyna Vísar Katrín til nýlegra rannsókna um að hvalir, og sérstaklega stórhveli, bindi umtalsvert magn kolefnis í skrokkum sínum. Þeir séu langlífir og þegar þeir drepist sökkvi þeir til botns og bindi kolefni þar í margar aldir. Hún segir að vegna þess hversu mikið kolefni hvalir bindi sé hægt að halda því fram að lífi og heilsu fólks sé stefnt í hættu með hvalveiðum. Það ætti að vera borðleggjandi fyrir Ísland að stöðva umsvifalaust hvalveiðar þegar fyrir liggi að um dýraníð sé að ræða og að þær hafi skelfileg áhrif fyrir loftslagið. „Sé ákvörðunin sú að gera það ekki er það okkar mat að það sé hægt að láta reyna á réttmæti þess aðgerðaleysis og hreinlega að skapa ríkinu bótaábyrgð. Við erum að skoða þessi mál, hvernig er hægt að koma svona máli fyrir dómstóla,“ segir lögmaðurinn. Flókið gæti þó reynst að fá íslenska dómstóla til þess að taka upp mál af þessu tagi. Katrín segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki staðið sig vel í að auðvelda náttúruverndarsamtökum og hagsmunaaðilum að láta reyna á rétt náttúrunnar fyrir dómstólum. „Þetta er alveg þess virði að reyna,“ segir hún. Herferðir gegn Íslandi í vændum Undiralda gegn hvalveiðum allt önnur nú en áður, að mati Katrínar. Aðgerðasinnar á boð við Paul Watson, stofnanda Sea Shepard-samtakanna, hafi boðað komu sína til Íslands en auk þess sé henni kunnugt um að verið sé að skipuleggja samfélagsmiðla- og jafnvel sniðgönguherferð gegn Íslandi vegna veiðanna. Þekktir listamenn séu á meðal þeirra sem andæfa þeim. „Það er svo ótrúlega mikilvægt að ráðherra auðnist að horfa á þessa heildarmynd áður en hún tekur sína endanlega ákvörðun um það hvort hún lætur á það reyna að stöðva bara hreinlega veiðarnar núna,“ segir Katrín.
Umhverfismál Dýraheilbrigði Dýr Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Tengdar fréttir „Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. 8. maí 2023 21:02 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. 8. maí 2023 21:02
Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44