Drungilas slapp við bann og spilar í Síkinu í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2023 10:05 Adomas Drungilas verður með í Síkinu í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Nú er orðið ljóst að Adomas Drungilas verður ekki dæmdur í leikbann fyrir brot sitt á Kristófer Acox í fyrsta leik úrslitaeinvígis Tindastóls og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Drungilas fékk óíþróttamannslega villu snemma í seinni hálfleik á laugardaginn, eftir að olnbogi hans fór í höfuð Kristófers. Sá síðarnefndi þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi áður en þeir veittu Drungilas óíþróttamannslega villu. Engu að síður ákvað dómaranefnd KKÍ að vísa atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar sem nú hefur vísað málinu frá. Atvikið var skoðað vandlega í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik og má sjá það hér að neðan. Annar leikur einvígisins verður spilaður í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld og hefst hann klukkan 19.15. Fjöldi sérfræðinga ósammála dómnum á laugardag Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar segir að þar sem að dómarar leiksins hafi sannarlega séð atvikið, og skoðað það nánar í endursýningu á keppnisstað, sé nefndin bundin af ákvörðun dómara leiksins. Því var kærunni vísað frá. Í úskurðinum segir að dómaranefnd KKÍ hafi leitað álits sérfræðinga til að meta alvarleika atviksins, og að flestir þeirra hafi verið erlendir FIBA-vottaðir dómaraleiðbeinendur. Af 23 sérfræðingum sem mátu atvikið var aðeins einn sem mat það með sama hætti og dómararnir á laugardag, það er að segja þannig að dæma ætti óíþróttamannslega villu. Átján mátu það þannig að um brottrekstrarvillu væri að ræða og fjórir að um óíþróttamannslega eða brottrekstrarvillu væri að ræða, það er að segja að til að uppfæra í brottrekstrarvillu þyrfti að skoða annað samhengi en brottrekstrarvilla væri vel réttlætanleg. Einn meðlimur dómaranefndar ekki með tengsl við Val Ljóst er að ákvörðun dómaranefndar um að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar fór illa í margan Skagfirðinginn. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, sá að minnsta kosti ástæðu til þess að hvetja fólk til stillingar, og að beina orku sinni í jákvæðan farveg. Í greinargerð körfuknattleiksdeildar Tindastóls um málið segir að dómaranefnd hafi í raun verið óstarfhæf í ljósi þess að tveir af þremur meðlimum hennar hafi sagt sig frá málinu vegna tengsla við Val, en það voru þeir Jón Bender formaður og Rögnvaldur Hreiðarsson. Eftir stóð Aðalsteinn Hrafnkelsson. Aganefnd hafnar því á þeirri forsendu að hún sé ekki æðri en dómaranefnd og hafi því ekki úrskurðarvald um hvenær og hvort dómaranefnd KKÍ sé ályktunarbær. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. 8. maí 2023 14:58 Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. 7. maí 2023 08:00 Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Drungilas fékk óíþróttamannslega villu snemma í seinni hálfleik á laugardaginn, eftir að olnbogi hans fór í höfuð Kristófers. Sá síðarnefndi þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi áður en þeir veittu Drungilas óíþróttamannslega villu. Engu að síður ákvað dómaranefnd KKÍ að vísa atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar sem nú hefur vísað málinu frá. Atvikið var skoðað vandlega í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik og má sjá það hér að neðan. Annar leikur einvígisins verður spilaður í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld og hefst hann klukkan 19.15. Fjöldi sérfræðinga ósammála dómnum á laugardag Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar segir að þar sem að dómarar leiksins hafi sannarlega séð atvikið, og skoðað það nánar í endursýningu á keppnisstað, sé nefndin bundin af ákvörðun dómara leiksins. Því var kærunni vísað frá. Í úskurðinum segir að dómaranefnd KKÍ hafi leitað álits sérfræðinga til að meta alvarleika atviksins, og að flestir þeirra hafi verið erlendir FIBA-vottaðir dómaraleiðbeinendur. Af 23 sérfræðingum sem mátu atvikið var aðeins einn sem mat það með sama hætti og dómararnir á laugardag, það er að segja þannig að dæma ætti óíþróttamannslega villu. Átján mátu það þannig að um brottrekstrarvillu væri að ræða og fjórir að um óíþróttamannslega eða brottrekstrarvillu væri að ræða, það er að segja að til að uppfæra í brottrekstrarvillu þyrfti að skoða annað samhengi en brottrekstrarvilla væri vel réttlætanleg. Einn meðlimur dómaranefndar ekki með tengsl við Val Ljóst er að ákvörðun dómaranefndar um að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar fór illa í margan Skagfirðinginn. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, sá að minnsta kosti ástæðu til þess að hvetja fólk til stillingar, og að beina orku sinni í jákvæðan farveg. Í greinargerð körfuknattleiksdeildar Tindastóls um málið segir að dómaranefnd hafi í raun verið óstarfhæf í ljósi þess að tveir af þremur meðlimum hennar hafi sagt sig frá málinu vegna tengsla við Val, en það voru þeir Jón Bender formaður og Rögnvaldur Hreiðarsson. Eftir stóð Aðalsteinn Hrafnkelsson. Aganefnd hafnar því á þeirri forsendu að hún sé ekki æðri en dómaranefnd og hafi því ekki úrskurðarvald um hvenær og hvort dómaranefnd KKÍ sé ályktunarbær.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. 8. maí 2023 14:58 Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. 7. maí 2023 08:00 Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. 8. maí 2023 14:58
Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. 7. maí 2023 08:00
Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti