Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2023 13:56 Adomas Drungilas ræðir við Davíð Tómas Tómasson sem hefur oftar en einu sinni komið við sögu þegar Drungilas hefur látið olnbogana tala. vísir/bára Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Drungilas hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að hann sló til Kristófers Acox í fyrsta leik Vals og Tindastóls á laugardaginn. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi og gáfu síðan Drungilas óíþróttamannslega villu. Dómaranefnd KKÍ vísaði atvikinu hins vegar til aga- og úrskurðarnefndar sem ákvað að aðhafast ekkert í málinu. Drungilas slapp því við bann og getur tekið þátt í leiknum í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Drungilas kemst í kast við körfuboltalögin þau tvö tímabil sem hann hefur leikið hér á landi. Samtals hefur hann verið dæmdur í sjö leikja bann. Í mars 2021 var Drungilas dæmdur í eins leiks bann fyrir að slá til Breka Gylfasonar, leikmanns Hauka í leik gegn Þór Þ. í 14. umferð Subway-deildarinnar. Seinna í sama mánuði fékk Drungilas tveggja leikja bann fyrir að gefa Stjörnumanninum Mirza Saralilja olnbogaskot. Klippa: Olnbogaskot Drungilas Tveimur mánuðum síðar var Drungilas úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að gefa Guy Edi, leikmanni Þórs frá Akureyri, olnbogaskot í Þórsslag í Þorlákshöfn. Fyrir vikið missti hann af fyrstu þremur leikjum Þórs í úrslitakeppninni. Drungilas varð Íslandsmeistari með Þór vorið 2021 og var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Drungilas sneri aftur til Íslands í fyrra og gekk í raðir Tindastóls. Og í 1. umferð Subway-deildarinnar á þessu tímabili mætti hann Keflavík og Dominykas Milka en þeir elduðu grátt silfur í úrslitunum 2021. Í leik Keflavíkur og Tindastóls í byrjun október var Drungilas hent út úr húsi fyrir að gefa Milka olnbogaskot. Í kjölfarið var hann dæmdur í eins leiks bann. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 18:30. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Sjá meira
Drungilas hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að hann sló til Kristófers Acox í fyrsta leik Vals og Tindastóls á laugardaginn. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi og gáfu síðan Drungilas óíþróttamannslega villu. Dómaranefnd KKÍ vísaði atvikinu hins vegar til aga- og úrskurðarnefndar sem ákvað að aðhafast ekkert í málinu. Drungilas slapp því við bann og getur tekið þátt í leiknum í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Drungilas kemst í kast við körfuboltalögin þau tvö tímabil sem hann hefur leikið hér á landi. Samtals hefur hann verið dæmdur í sjö leikja bann. Í mars 2021 var Drungilas dæmdur í eins leiks bann fyrir að slá til Breka Gylfasonar, leikmanns Hauka í leik gegn Þór Þ. í 14. umferð Subway-deildarinnar. Seinna í sama mánuði fékk Drungilas tveggja leikja bann fyrir að gefa Stjörnumanninum Mirza Saralilja olnbogaskot. Klippa: Olnbogaskot Drungilas Tveimur mánuðum síðar var Drungilas úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að gefa Guy Edi, leikmanni Þórs frá Akureyri, olnbogaskot í Þórsslag í Þorlákshöfn. Fyrir vikið missti hann af fyrstu þremur leikjum Þórs í úrslitakeppninni. Drungilas varð Íslandsmeistari með Þór vorið 2021 og var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Drungilas sneri aftur til Íslands í fyrra og gekk í raðir Tindastóls. Og í 1. umferð Subway-deildarinnar á þessu tímabili mætti hann Keflavík og Dominykas Milka en þeir elduðu grátt silfur í úrslitunum 2021. Í leik Keflavíkur og Tindastóls í byrjun október var Drungilas hent út úr húsi fyrir að gefa Milka olnbogaskot. Í kjölfarið var hann dæmdur í eins leiks bann. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 18:30.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit