Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2023 13:56 Adomas Drungilas ræðir við Davíð Tómas Tómasson sem hefur oftar en einu sinni komið við sögu þegar Drungilas hefur látið olnbogana tala. vísir/bára Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Drungilas hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að hann sló til Kristófers Acox í fyrsta leik Vals og Tindastóls á laugardaginn. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi og gáfu síðan Drungilas óíþróttamannslega villu. Dómaranefnd KKÍ vísaði atvikinu hins vegar til aga- og úrskurðarnefndar sem ákvað að aðhafast ekkert í málinu. Drungilas slapp því við bann og getur tekið þátt í leiknum í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Drungilas kemst í kast við körfuboltalögin þau tvö tímabil sem hann hefur leikið hér á landi. Samtals hefur hann verið dæmdur í sjö leikja bann. Í mars 2021 var Drungilas dæmdur í eins leiks bann fyrir að slá til Breka Gylfasonar, leikmanns Hauka í leik gegn Þór Þ. í 14. umferð Subway-deildarinnar. Seinna í sama mánuði fékk Drungilas tveggja leikja bann fyrir að gefa Stjörnumanninum Mirza Saralilja olnbogaskot. Klippa: Olnbogaskot Drungilas Tveimur mánuðum síðar var Drungilas úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að gefa Guy Edi, leikmanni Þórs frá Akureyri, olnbogaskot í Þórsslag í Þorlákshöfn. Fyrir vikið missti hann af fyrstu þremur leikjum Þórs í úrslitakeppninni. Drungilas varð Íslandsmeistari með Þór vorið 2021 og var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Drungilas sneri aftur til Íslands í fyrra og gekk í raðir Tindastóls. Og í 1. umferð Subway-deildarinnar á þessu tímabili mætti hann Keflavík og Dominykas Milka en þeir elduðu grátt silfur í úrslitunum 2021. Í leik Keflavíkur og Tindastóls í byrjun október var Drungilas hent út úr húsi fyrir að gefa Milka olnbogaskot. Í kjölfarið var hann dæmdur í eins leiks bann. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 18:30. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Drungilas hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að hann sló til Kristófers Acox í fyrsta leik Vals og Tindastóls á laugardaginn. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi og gáfu síðan Drungilas óíþróttamannslega villu. Dómaranefnd KKÍ vísaði atvikinu hins vegar til aga- og úrskurðarnefndar sem ákvað að aðhafast ekkert í málinu. Drungilas slapp því við bann og getur tekið þátt í leiknum í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Drungilas kemst í kast við körfuboltalögin þau tvö tímabil sem hann hefur leikið hér á landi. Samtals hefur hann verið dæmdur í sjö leikja bann. Í mars 2021 var Drungilas dæmdur í eins leiks bann fyrir að slá til Breka Gylfasonar, leikmanns Hauka í leik gegn Þór Þ. í 14. umferð Subway-deildarinnar. Seinna í sama mánuði fékk Drungilas tveggja leikja bann fyrir að gefa Stjörnumanninum Mirza Saralilja olnbogaskot. Klippa: Olnbogaskot Drungilas Tveimur mánuðum síðar var Drungilas úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að gefa Guy Edi, leikmanni Þórs frá Akureyri, olnbogaskot í Þórsslag í Þorlákshöfn. Fyrir vikið missti hann af fyrstu þremur leikjum Þórs í úrslitakeppninni. Drungilas varð Íslandsmeistari með Þór vorið 2021 og var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Drungilas sneri aftur til Íslands í fyrra og gekk í raðir Tindastóls. Og í 1. umferð Subway-deildarinnar á þessu tímabili mætti hann Keflavík og Dominykas Milka en þeir elduðu grátt silfur í úrslitunum 2021. Í leik Keflavíkur og Tindastóls í byrjun október var Drungilas hent út úr húsi fyrir að gefa Milka olnbogaskot. Í kjölfarið var hann dæmdur í eins leiks bann. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 18:30.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum