„Hefðum kannski átt að gera þetta aðeins hraðar, bæði í fyrri og seinni hálfleik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. maí 2023 21:55 Ásdís Karen í leik gegn Stjörnunni. Vísir/Hulda Margrét Ásdís Karen Halldórsdóttir spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Vals gegn Selfossi í kvöld. Valur hefur byrjað mótið vel og eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar, en Þróttur R. situr í efsta sætinu með betri markatölu. Spurð út í úrslit kvöldsins segist Ásdís svekkt. „Við vorum auðvitað meira með boltann og áttum fleiri sóknir þannig að sanngjörn úrslit hefðu kannski verið þrjú stig fyrir okkur en við þurfum bara að gera betur.“ Fyrri hálfleikur leiksins var heldur tíðindalaus, hvorugu liði tókst að skapa sér hættuleg marktækifæri og staðan var markalaus í hálfleik. Valur kom þó af krafti út úr búningsherbergjunum og voru komnar marki yfir eftir aðeins nokkrar mínútur í seinni hálfleik. „Þær bökkuðu aðeins á okkur þegar við náðum markinu og spiluðu nánast með átta varnarmenn. En við hefðum kannski átt að gera þetta aðeins hraðar, bæði í fyrri og seinni hálfleik.“ Sóknarleikur Valskvenna er mjög frjáls og flæðandi. Ásdís byrjar leikinn úti á vinstri kanti en leitaði mikið inn á völlinn til að komast á boltann og upp á topp til að skapa pláss fyrir aftan sig. „Hann [Pétur Pétursson, þjálfari Vals], segir bara að við megum spila í flæði. Ef sú staða kemur upp í leiknum að ég get farið inn á miðju þá bara geri ég það og einhver fer út á kant. Svo finnst mér fínt að komast aðeins inn á miðjuna og snerta boltann.“ Næsti leikur Vals fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ þegar Stjarnan tekur á móti Íslandsmeisturunum í 4. umferð Bestu deildar kvenna. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Selfoss 1-1 | Botnliðið náði í stig gegn meisturunum Selfoss var á botni Bestu deildar kvenna þegar liðið sótti Íslandsmeistara Vals heim í 3. umferð deildarinnar. Það var ekki að sjá að Selfoss hafi byrjað tímabilið illa en liðið náði í stig á Hlíðarenda í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. maí 2023 21:25 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Sjá meira
Spurð út í úrslit kvöldsins segist Ásdís svekkt. „Við vorum auðvitað meira með boltann og áttum fleiri sóknir þannig að sanngjörn úrslit hefðu kannski verið þrjú stig fyrir okkur en við þurfum bara að gera betur.“ Fyrri hálfleikur leiksins var heldur tíðindalaus, hvorugu liði tókst að skapa sér hættuleg marktækifæri og staðan var markalaus í hálfleik. Valur kom þó af krafti út úr búningsherbergjunum og voru komnar marki yfir eftir aðeins nokkrar mínútur í seinni hálfleik. „Þær bökkuðu aðeins á okkur þegar við náðum markinu og spiluðu nánast með átta varnarmenn. En við hefðum kannski átt að gera þetta aðeins hraðar, bæði í fyrri og seinni hálfleik.“ Sóknarleikur Valskvenna er mjög frjáls og flæðandi. Ásdís byrjar leikinn úti á vinstri kanti en leitaði mikið inn á völlinn til að komast á boltann og upp á topp til að skapa pláss fyrir aftan sig. „Hann [Pétur Pétursson, þjálfari Vals], segir bara að við megum spila í flæði. Ef sú staða kemur upp í leiknum að ég get farið inn á miðju þá bara geri ég það og einhver fer út á kant. Svo finnst mér fínt að komast aðeins inn á miðjuna og snerta boltann.“ Næsti leikur Vals fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ þegar Stjarnan tekur á móti Íslandsmeisturunum í 4. umferð Bestu deildar kvenna.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Selfoss 1-1 | Botnliðið náði í stig gegn meisturunum Selfoss var á botni Bestu deildar kvenna þegar liðið sótti Íslandsmeistara Vals heim í 3. umferð deildarinnar. Það var ekki að sjá að Selfoss hafi byrjað tímabilið illa en liðið náði í stig á Hlíðarenda í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. maí 2023 21:25 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Selfoss 1-1 | Botnliðið náði í stig gegn meisturunum Selfoss var á botni Bestu deildar kvenna þegar liðið sótti Íslandsmeistara Vals heim í 3. umferð deildarinnar. Það var ekki að sjá að Selfoss hafi byrjað tímabilið illa en liðið náði í stig á Hlíðarenda í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. maí 2023 21:25