Sjáðu dýrkeypta hoppið: „Mjög sárt og ósanngjarnt“ Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2023 12:00 Sigursteinn Arndal sýndi tilfinningar á hliðarlínunni í gærkvöld og það reyndist dýrkeypt á viðkvæmum tímapunkti í framlengingunni. VÍSIR/VILHELM Afar umdeilt atvik í framlengingu leiks FH og ÍBV í gærkvöld, þar sem Sigursteinn Arndal þjálfari FH fékk tveggja mínútna brottvísun, var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eftir leik. Mínúta var eftir af fyrri hálfleik framlengingar, FH-ingar 28-27 yfir og að því er virtist að vinna boltann af Eyjamönnum, þegar dómarar leiksins refsuðu Sigursteini fyrir að æsa sig á hliðarlínunni. Sigursteinn hafði fengið gult spjald fyrr í leiknum en tveggja mínútna brottvísunin þýddi að FH var manni færra og Eyjamenn nýttu liðsmuninn til að komast yfir. Þeir unnu svo leikinn, 31-29, og sendu FH í sumarfrí. Sigursteinn hoppaði í tvígang þegar hann vildi undirstrika að leikmaður ÍBV hefði fengið boltann í fótinn, og að FH ætti því að fá aukakast. „Að taka upp á þessu á þessu augnabliki, að gefa Sigursteini Arndal tvær mínútur, finnst mér í besta falli glórulaust. Þetta er risastór ákvörðun,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni, en umræðuna og atvikið örlagaríka má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Brottvísun þjálfara FH í framlengingu „Samkvæmt einhverri reglubók þá er hægt að réttlæta að þetta séu tvær mínútur. En við erum staddir í leik númer þrjú, í framlengingu, og hitinn ótrúlegur. Það var þvílík harka í leiknum, og ef dómararnir hefðu fylgt reglubókinni allan leikinn þá hefðu verið svona átta brottvísanir á hvort lið, slík var harkan, þannig að þeir voru að leyfa meira,“ sagði Theódór. „Hann er bara að sýna tilfinningar“ Stefán Árni Pálsson og Bjarni Fritzson sögðu dómarana hafa verið frábæra fram að þessum tímapunkti í leiknum en allir voru sammála um að þeir hefðu átt að sleppa brottvísuninni á Sigurstein. Sigursteinn kvaðst sjálfur í viðtali hafa brugðist sínu liði, en tók fram að handboltinn væri kominn á slæman stað ef að ekki mætti sýna tilfinningar eins og hann gerði. Bjarni kvaðst mikið á móti dómaratuði og sagði Sigurstein jafnan haga sér vel gagnvart dómurum: „En þarna ertu bara í framlengingu, tímabilið er undir, það er fótur, og þú bara missir þig í stemningunni. Mér fannst þetta mjög sárt. Þetta er ósanngjarnt. Hann er bara að sýna tilfinningar. Hann er bara að hoppa, berjast fyrir lífi sínu með liðinu. Horfið í gegnum fingur ykkar með þetta. Hann var ekki að ráðast að dómurunum endurtekið eða eitthvað slíkt. Þetta var bara: „Fótur! Komaaa!“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Mínúta var eftir af fyrri hálfleik framlengingar, FH-ingar 28-27 yfir og að því er virtist að vinna boltann af Eyjamönnum, þegar dómarar leiksins refsuðu Sigursteini fyrir að æsa sig á hliðarlínunni. Sigursteinn hafði fengið gult spjald fyrr í leiknum en tveggja mínútna brottvísunin þýddi að FH var manni færra og Eyjamenn nýttu liðsmuninn til að komast yfir. Þeir unnu svo leikinn, 31-29, og sendu FH í sumarfrí. Sigursteinn hoppaði í tvígang þegar hann vildi undirstrika að leikmaður ÍBV hefði fengið boltann í fótinn, og að FH ætti því að fá aukakast. „Að taka upp á þessu á þessu augnabliki, að gefa Sigursteini Arndal tvær mínútur, finnst mér í besta falli glórulaust. Þetta er risastór ákvörðun,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni, en umræðuna og atvikið örlagaríka má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Brottvísun þjálfara FH í framlengingu „Samkvæmt einhverri reglubók þá er hægt að réttlæta að þetta séu tvær mínútur. En við erum staddir í leik númer þrjú, í framlengingu, og hitinn ótrúlegur. Það var þvílík harka í leiknum, og ef dómararnir hefðu fylgt reglubókinni allan leikinn þá hefðu verið svona átta brottvísanir á hvort lið, slík var harkan, þannig að þeir voru að leyfa meira,“ sagði Theódór. „Hann er bara að sýna tilfinningar“ Stefán Árni Pálsson og Bjarni Fritzson sögðu dómarana hafa verið frábæra fram að þessum tímapunkti í leiknum en allir voru sammála um að þeir hefðu átt að sleppa brottvísuninni á Sigurstein. Sigursteinn kvaðst sjálfur í viðtali hafa brugðist sínu liði, en tók fram að handboltinn væri kominn á slæman stað ef að ekki mætti sýna tilfinningar eins og hann gerði. Bjarni kvaðst mikið á móti dómaratuði og sagði Sigurstein jafnan haga sér vel gagnvart dómurum: „En þarna ertu bara í framlengingu, tímabilið er undir, það er fótur, og þú bara missir þig í stemningunni. Mér fannst þetta mjög sárt. Þetta er ósanngjarnt. Hann er bara að sýna tilfinningar. Hann er bara að hoppa, berjast fyrir lífi sínu með liðinu. Horfið í gegnum fingur ykkar með þetta. Hann var ekki að ráðast að dómurunum endurtekið eða eitthvað slíkt. Þetta var bara: „Fótur! Komaaa!“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira