Enski boltinn

Haaland ekki sá verðmætasti í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland og Vinicius Junior eru báðir 22 ára gamlir en Vinicius er verðmætari að mati CIES.
Erling Haaland og Vinicius Junior eru báðir 22 ára gamlir en Vinicius er verðmætari að mati CIES. AP/Manu Fernandez

Fjórir fótboltamenn heimsins eru meira virði en tvö hundruð milljón evrur samkvæmt nýrri úttekt CIES.

Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hefur átt magnað fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni og flestir myndu trúa að hann væri sá verðmætasti í heimi en svo er ekki.

Haaland hefur skorað 51 mörk í 47 leikjum fyrir topplið Manchester City sem á góða möguleika á því að vinna þrennuna.

Á toppi listans eru þeir Vinicius Junior hjá Real Madrid og Kylian Mbappé hjá Paris Saint-Germain. Báðir eru þeir metnir á 250 milljónir evra eða 37,6 milljarða íslenskra króna. Vinicius er 22 ára gamall Brasilíumaður en Mbappé er 24 ára Frakki.

Hinn 22 ára gamli Haaland deilir þriðja sætinu með hinum nítján ára miðjumanni Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund. Báðir eru þeir metnir á tvö hundruð miljón evrur eða rétt rúma þrjátíu milljarða í íslenskum krónum.

Bellingham þykir líklegur til að verða leikmaður Real Madrid í sumar og þá hefur Mbappé einnig verið mikið orðaður við spænska stórliðið.

Í næstu sætum eru síðan Bukayo Saka hjá Arsenal, Pedri Gonzalez hjá Barcelona, Pablo Gavi hjá Barcelona, Rodrygo hjá Real Madrid, Jamal Musiala hjá Bayern Munchen, Phil Foden hjá Manchester City og Daderico Valverde hhá Real Madrid en þeir eru allir metnir á 150 milljónir evra.

Það má nálgast allan listann með því að smella hér. CIES stendur fyrir Comparative and International Education Society sem er eins konar aljþjóðleg rannsóknarstofa fótboltans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×