Fyrsta fathöllin neitar að láta nota sig sem mátunarklefa Snorri Másson skrifar 13. maí 2023 09:00 Stofnendur Nebraska við Barónsstíg vilja blanda saman veitingastarfsemi og fataverslun og gera það af einstakri smekkvísi. Í Íslandi í dag er kíkt í heimsókn og litið á vandaða innréttingu og ýmsar forvitnilegar flíkur. Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum. Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn, ekki á þessari mynd, er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum.Vísir/Bjarni Nebraska er „fathöll“ eins og stofnendur lýsa í léttum dúr og henni er ætlað að vera hátísku- en um leið hversdagsleg fataverslun, um leið og boðið er upp á fulla þjónustu á veitingastað inni í búðinni. Að baki er mikill undirbúningsfasi hjá eigendunum og það hefur tekið mikið á að koma staðnum í sitt endanlega form. Guðmundur segir í viðtalinu að á tímum mikillar netverslunar sé það nauðsynlegt að gera verslun aftur skemmtilega. „Það er hugmyndin hér, að gera þetta aftur skemmtilegt. Besta leiðin til þess er að auðvitað að fá að drekka í sig kaupmátt,“ segir Guðmundur og vísar þar til þeirra úrvalsveiga sem eru á boðstólnum á barnum á Nebraska. Úrval klæðnaðar er nokkuð frábrugðið því sem má finna í öðrum verslunum í Reykjavík en þar er á ferð blanda af hversdagsklæðnaði og mjög framúrstefnulegri hátísku frá öllum heimshornum. Þá er fötum ekki kynjaskipt heldur allt haft í sama rekka. „Við höfum haft það sem okkar stefnu að velja okkar merki sérstaklega út frá þeirri stefnu að þau séu ekki á þessum helstu netverslunum erlendis. Við erum helst með „underground“ merki og þar með komum við líka í veg fyrir að fólk sé bara að nota búðina sem mátunarklefa eins og hefur verið að gerast á mjög mörgum stöðum. Við veljum síðan vörumerkin okkar alls staðar að úr heiminum, svolítið bara eins og á veitingastaðnum,“ segir Benedikt Andrason, einn stofnandinn. Á myndinni hér að neðan má sjá áhrif þess að gufustrauja eistneska úlpu sem er til sölu í Nebraska, en sérstaða úlpunnar er hitanæmt ytra byrði hennar. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér efst til að sjá áhrifin. „Kvíðasjúklingaúlpan“Vísir/Bjarni Matur Tíska og hönnun Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira
Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum. Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn, ekki á þessari mynd, er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum.Vísir/Bjarni Nebraska er „fathöll“ eins og stofnendur lýsa í léttum dúr og henni er ætlað að vera hátísku- en um leið hversdagsleg fataverslun, um leið og boðið er upp á fulla þjónustu á veitingastað inni í búðinni. Að baki er mikill undirbúningsfasi hjá eigendunum og það hefur tekið mikið á að koma staðnum í sitt endanlega form. Guðmundur segir í viðtalinu að á tímum mikillar netverslunar sé það nauðsynlegt að gera verslun aftur skemmtilega. „Það er hugmyndin hér, að gera þetta aftur skemmtilegt. Besta leiðin til þess er að auðvitað að fá að drekka í sig kaupmátt,“ segir Guðmundur og vísar þar til þeirra úrvalsveiga sem eru á boðstólnum á barnum á Nebraska. Úrval klæðnaðar er nokkuð frábrugðið því sem má finna í öðrum verslunum í Reykjavík en þar er á ferð blanda af hversdagsklæðnaði og mjög framúrstefnulegri hátísku frá öllum heimshornum. Þá er fötum ekki kynjaskipt heldur allt haft í sama rekka. „Við höfum haft það sem okkar stefnu að velja okkar merki sérstaklega út frá þeirri stefnu að þau séu ekki á þessum helstu netverslunum erlendis. Við erum helst með „underground“ merki og þar með komum við líka í veg fyrir að fólk sé bara að nota búðina sem mátunarklefa eins og hefur verið að gerast á mjög mörgum stöðum. Við veljum síðan vörumerkin okkar alls staðar að úr heiminum, svolítið bara eins og á veitingastaðnum,“ segir Benedikt Andrason, einn stofnandinn. Á myndinni hér að neðan má sjá áhrif þess að gufustrauja eistneska úlpu sem er til sölu í Nebraska, en sérstaða úlpunnar er hitanæmt ytra byrði hennar. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér efst til að sjá áhrifin. „Kvíðasjúklingaúlpan“Vísir/Bjarni
Matur Tíska og hönnun Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira
Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02