Sport

Dagskráin í dag: Meistararnir á Meistaravöllum, Besta-deildin, ítalski boltinn og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik sækir KR heim í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag.
Breiðablik sækir KR heim í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á hvorki fleiri né færri en átján beinar útsendingar á þessum fína laugardegi þar sem allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Stöð 2 Sport

Íslandsmeistarar Breiðabliks sækja KR-inga heim í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Við hefjum útsendingu klukkan 15:45 og að leik loknum verða Bestu tilþrifin á dagskrá til að fara yfir allt það helsta úr leikjum dagsins.

Á hliðarrásum Bestu-deildarinnar verður sýnt frá leikjum Stjörnunnar og ÍBV klukkan 13:50 annars vegar og KA og Vals klukkan 15:50 hins vegar.

Stöð 2 Sport 2

Ítalski boltinn fær sitt pláss á Stöð 2 Sport 2 í dag, en klukkan 12:50 hefst bein útsending frá viðureign Salernitana og Atalanta. Spezia tekur svo á móti AC Milan klukkan 15:50 áður en Inter og Sassuolo eigast við klukkan 18:35.

Stöð 2 Sport 4

Cognizant Founders Cup á LPGA-mótaröðinni í golfi heldur áfram frá klukkan 20:00.

Stöð 2 eSport

BLAST.tv Paris Major heldur áfram á Stöð 2 eSport í dag og við hefjum upphitun fyrir fyrsta dag Legends stigsins strax klukkan 08:30. Leikirnir sjálfir hefjast svo klukkustund síðar og verður spilað langt fram á kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×