Enski boltinn

Segir svo gott sem öruggt að Pochettino verði næsti stjóri Chelsea

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pochettino er að snúa aftur til Englands.
Pochettino er að snúa aftur til Englands. David Ramos/Getty Images

Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir það nærri frágengið að Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino verði næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea.

Romano greinir frá á Twitter-síðu sinni að Pochettino muni skrifa undir á næstu dögum. Hins vegar mun Frank Lampard klára tímabilið sem þjálfari liðsins en hann er þriðji maðurinn sem stýrir því á leiktíðinni.

Thomas Tuchel hóf leiktíðina sem þjálfari Chelsea. Eftir að hann var rekinn tók Graham Potter við og svo tók Lampard við af honum.

Hins 51 árs gamla Pochettino bíður ærið verkefni og þá er ljóst að ráðningu hans verður ekki vel tekið meðal stuðningsfólks Tottenham Hotspur. Pochettino stýrði liðinu frá 2014 til 2019 og náði frábærum árangri.

Þar áður hafði hann þjálfað Espanyol á Spáni og Southampton á Englandi. Pochettini tók við París Saint-Germain árið 2021 en entist stutt. Nú virðist næsta öruggt að hann muni flytja til Lundúna á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×