Enski boltinn

„Við færumst nær með hverjum sigrinum“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep var ánægður í leikslok.
Pep var ánægður í leikslok. Vísir/Getty

Manchester City vann 3-0 sigur á Everton í Guttagarði í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, var virkilega sáttur með sigurinn og segir sína menn færast nær titlinum skref fyrir skref.

„Virkilega gott frá fyrstu mínútu. Everton varðist virkilega vel en við mættur af krafti. Við færumst nær með hverjum sigrinum en þetta eru virkilega erfiðir leikir. Við komumst hins vegar nær, skref fyrir skref,“ sagði Pep eftir leik.

Sá spænski var virkilega ósáttur með hvernig Yerri Mina, miðvörð Everton, höndlaði Erling Braut Håland og ræddi við miðvörðinn eftir leik.

„Þetta var algjör óþarfi. Hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Hann er góður leikmaður en þetta er óþarfi, og til hvers? Til að vinna leikinn?“

Um İlkay Gündoğan

„Hann er einstakur leikmaður í alla staði, sem manneskja, hvernig hann getur spilað mismunandi stöður, hvernig hann hugsar og hvernig hann hleypur inn á vellinum. Fyrsta mark dagsins, hversu gott var það“

Um titilbaráttuna

„Við höfum gert það sem við getum með því að vinna þá (Arsenal) á Etihad-vellinum. Bæði lið hafa átt frábært tímabil. Þetta var góður sigur á milli leikjanna gegn Real Madríd. Nú þurfum við tvo sigra í síðustu þremur leikjunum og þetta er komið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×