Körfubolti

„Af hverju er hann í einhverjum gangstera-leik með byssu?“

Sindri Sverrisson skrifar
Ja Morant er búinn að koma sér í vandræði á nýjan leik.
Ja Morant er búinn að koma sér í vandræði á nýjan leik. Getty/Ronald Martinez

Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld er rætt um Ja Morant og nýja „byssumyndbandið“ hans. Þetta er í annað sinn á frekar skömmum tíma sem þessi stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies sést með byssu í myndbandi á Instagram. Þátturinn er sýndur klukkan 20:45.

Nýja myndbandið er af Morant og vini hans í bíl þar sem þeir hlusta á lag og á einum tímapunkti sést Morant halda í eitthvað sem virðist vera byssa. Ekki er ljóst hvort það var alvöru byssa né hvort að hún er í eigu Morants.

Morant hefur verið talinn einn hæfleikaríkasti, ungi leikmaðurinn í NBA-deildinni en hann hafði einnig komið sér í vandræði vegna byssumyndbands á strippstað í mars og var þá úrskurðaður í átta leikja bann.

„Hann var búinn að segja það þegar hann var böstaður síðast og fór í meðferðina, að þetta ætti að verða eitthvað „wake up call“ fyrir hann. Að nú ætlaði hann að læra af þessu og verða betri leiðtogi, en það hefur greinilega ekkert breyst,“ sagði Hörður Unnsteinsson í Lögmálum leiksins, en Morant hafði eftir atvikið í mars fullyrt að hann ætlaði sér að verða ábyrgari, klárari og halda sig í burtu frá slæmum ákvörðunum.

„Hann er milljarðamæringur. Af hverju er hann í einhverjum gangstera-leik með byssu? Hann er milljarðamæringur og getur gert það sem hann vill,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson.

„Þetta er rosalega furðulegt,“ bætti Hörður við.

„Grizzlies voru fljótir að senda frá sér yfirlýsingu. Hann var settur í átta leikja bann síðast og það verður lengra núna,“ sagði Sigurður og Hörður tók undir:

„Alveg pottþétt. Þegar þú gerir þetta aftur þá hlýtur þú að fara í 10-12 leikja bann.“

Klippa: Lögmál leiksins: Byssuleikur Ja Morant

Lögmál leiksins eru þáttur um NBA-deildina í körfubolta sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:45.


Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×